Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 41

Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 41
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 14. nóvember. Allar nánari upplýsingar um störfin, menntunar- og hæfniskröfur er að finna á starfatorg.is. Ráðuneytið leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um. Ráðuneytið er jákvætt fyrir störfum óháð staðsetningu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Okkar hlutverk er að leysa krafta úr læðingi Ertu búið með allt nema ritgerðina? » Frumkvöðull á sviði nýsköpunar Öflug nýsköpun er lykillinn að því að tryggja góð lífsgæði á Íslandi til framtíðar og nú leitar háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að frumkvöðli á því sviði. Segja má að nýsköpun sé í eðli sínu lausnamiðað ferli þar sem fara saman þekking, hugvit og nýjar uppgötvanir við lausn á vandamálum nútímans eða framtíðarinnar. Ef þú brennur fyrir nýsköpun, hefur umfangsmikla þekkingu og reynslu á því sviði þá hvetjum við þig til að sækja um. Í ráðuneyti háskóla leggjum við áherslu á góða menntun en við höfum engu að síður skilning á því að sumir af mestu frumkvöðlum sögunnar luku ekki háskólaprófi — þeir freistuðust til að grípa önnur tækifæri og kláruðu aldrei ritgerðina. Þess vegna segjum við að háskólagráða sé æskileg en ekki skilyrði fyrir umsókn líkt og nánar er upplýst um á Starfatorgi. Meðal helstu verkefna frumkvöðulsins eru samskipti við ríkis- og hagaðila á sviði nýsköpunar, framkvæmd og eftirfylgni með samningum og styrkjaumhverfi nýsköpunar og alþjóðasamstarf í nýsköpun og sjálfbærri atvinnuþróun. Af hverju er himininn blár? » Sérfræðingur á sviði vísinda og nýsköpunar Stundum er sagt að besta vísindafólkið sé ekki það sem hefur öll svörin á reiðum höndum heldur þeir sem spyrja spurninganna. Spurningin okkar er núna eftirfarandi: Ert þú er einstaklingur sem hefur áhuga á að finna svörin við því hvernig vísindin geta ýtt undir nýsköpun – eða hvernig háskólarnir geti stuðlað að því að hugvitið verði stærsta útflutningsgreinin? Ef svo er þá hvetjum við þig til að sækja um. Við leitum að háskólamenntuðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á nýjum samstarfsvettvangi á sviði vísinda og nýsköpunar, þvert á ráðuneyti og stofnanir. Viðkomandi mun fá ótal tækifæri til að móta og skapa framtíðina. OÉUASÝHHÍ » Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi Uím áe dýhhká néhí úrr gsánvslásáoðí iögoí óh hpeá oþuíohú b oéuasýhhítuöloí b jtmáoðí és nílímxöu áe usýhhká áehfohí áe agmúhsí óh gkamdfýuusí nfoouo b txíeí ofuasýhhít óh tuúeá áe áúloún sáootploún óh oþtlarúo b æxj txíeí. Xíe méíun áe tfsgspú gpmí ún nbmégoí oéu- óh úrrmþtíoháasýhhít tén uímdvíe és áe méhhká tíuu ág n slún j áe dýhhká úrr oþkáo tántuásgtxéuuxáoh gsöetmú, néoouúoás óh sáootploá b txíeí oéuasýhhít. Ún és áe söeá gúmmu tuásg uím uxéhhká bsá. Auglýsing þessi er dulkóðuð vegna þess að hún er einungis ætluð sérfræðingum í net- og upplýsingaöryggi. Stöfunum í henni er hliðrað um eitt sæti til hægri á íslenska stafrófinu og er það einungis á færi hæfustu sérfræðinga að leysa úr henni. Þeir eru hvattir til að sækja um. Aðrir geta lesið ódulkóðaða útgáfu og fundið nánari upplýsingar á Starfatorgi. Til að ná háleitum markmiðum um að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar þarf sterka liðsheild. Við leitum að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem hafa áhuga á að ganga til liðs við ráðuneyti sem ætlar sér að vera leiðandi í árangursdrifnu og verkefnamiðuðu vinnulagi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.