Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 47
Vilt þú verða hluti af öflugri liðsheild
sem vinnur að velferð í samfélaginu?
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að lausnamiðuðum
og framsæknum einstaklingi í liðið. Við látum staðsetningu
ekki stoppa okkur í stafrænum heimi!
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að framsæknum og
lausnamiðuðum einstaklingi á lögfræði- og velferðarsvið.
Helstu verkefni viðkomandi munu snúa að þjónustu við fatlað
fólk og velferðarþjónustu almennt. Starfsfólk sambandsins
sinnir hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin m.a. við undir-
búning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þ.m.t. við
greiningu á kostnaði og fjármögnun þjónustu. Einnig felst í
starfinu ráðgjöf til sveitarfélaga um túlkun laga og reglna sem
varða starfsemi sveitarfélaga.
Við leitum að sérfræðingi með lögfræðimenntun, menntun
í opinberri stjórnsýslu eða aðra menntun sem nýtist í starfi.
Gerð er krafa um mjög góða þekkingu á helstu löggjöf á sviði
velferðarmála, stjórnsýslurétti og mannréttindum. Einnig er
mikilvægt að umsækjendur hafi þekkingu og áhuga á mál-
efnum sveitarfélaga.
Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði,
sjálfstæði, þjónustulund, hæfni í mannleg um samskiptum,
nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst en um
er að ræða framtíðarstarf. Gott vald á íslensku í ræðu og riti
og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í
ensku er mikilvæg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar
og úrvinnslu upplýsinga.
Starfsaðstaða
Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem
býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn hóp og skapar
starfsfólki gott svigrúm til starfsþróunar. Ekki skemmir fyrir að
sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu
á fjölskylduvænt umhverfi. Jafnræðis skal gætt í hvívetna við
ráðningu og leitast er við að mannauður sambandsins endur-
spegli fjölbreytileika samfélagsins. Föst starfsaðstaða getur
verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri
að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu
nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands
íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.
Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri
lögfræði- og velferðarsviðs, netfang:
gudjon.bragason@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson
sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang:
valur@samband.is eða í síma 515-4900.
Sótt er um starfið á alfred.is en um er að ræða fullt starf.
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember.
Ef þetta heillar þá viljum við heyra í þér!
Verksýn ehf er tækniþjónusta með sérhæfingu í viðhaldi og
endurbótum mannvirkja, innandyra og utan. Við fáumst einnig
við fjölbreytt verkefni er snúa að verkefnastjórnun og eftirliti
með nýframkvæmdum.
Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og bjóðum eftirsóknar-
vert starfsumhverfi fyrir starfsfólk, sem er okkar helsta auð-
lind. Við viljum ráða hæft starfsfólk í eftirfarandi stöðu:
VERKEFNASTJÓRI
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi
í einhverju af eftirtöldu:
Byggingafræði
Byggingartæknifræði
Iðnmeistaranámi
önnur sambærileg menntun/starfsreynsla
kemur einnig til greina.
Starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði.
Í starfinu felst m.a. eftirfarandi:
• Ástandsgreiningar
• Hönnun
• Gerð útboðs- og verklýsinga
• Framkvæmdaráðgjöf
• Framkvæmdaeftirlit
• Verkefnastjórnun
Áhugasamir eru beðnir að senda umsókn ásamt ferilskrá á
netfangið andri@verksyn.is, fyrir 6. nóvember nk.
Fyllsta trúnaðar er gætt við meðferð umsókna.
Nánari uppl. um fyrirtækið er að finna á www.verksyn.is
Verksýn ehf • Síðumúla 1 • Sími 517-6300
Hlutverk
• Frétta- og greinaskrif
• Umsjón með gerð og útsendingu fréttatilkynninga
• Samræming efnis á ytri- og innri vef og samfélagsmiðlum
• Bakvakt fjölmiðla vegna útkalla
• Vinna við innri- og ytri kynningar á starfsemi félagsins
• Vinnur náið með markaðsteymi félagsins
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Reynsla af sambærilegum störfum
• Starf við fjölmiðla eða reynsla af samskiptum við fjölmiðla æskileg
• Framúrskarandi kunnátta í íslensku í ræðu og riti
• Góð enskukunnátta
• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
• Þekking á starfsemi félagsins kostur
• Hreint sakavottorð
Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.
Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa
á skrifstofu félagsins með brennandi áhuga á björgunar- og
slysavarnamálum. Upplýsingafulltrúi sinnir fjölbreyttum verkefnum
sem snúa að frétta- og greinaskrifum, samskiptum við fjölmiðla
og einingar félagsins.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg
eru landsamtök
björgunarsveita og
slysavarnadeilda
á Íslandi
Félagið er
ein stærstu samtök
sjálfboðaliða á Íslandi
Upplýsingafulltrúi
Frekari upplýsingar veitir Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri,
kristjan@landsbjorg.is
Umsóknarfrestur er til og með 31. október. Umsókn skal fylgja
ferilskrá ásamt kynningarbréfi um umsækjanda og sendist á
starf@landsbjorg.is
Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is
Upplýsingar um umsækjanda, aldur og starfsferil
óskast sendar á netfangið sht@verslun.is
Óskum eftir að ráða
starfsmann til starfa í
Þjónustudeild
Starfssvið:
Viðgerðir á kælitækjum
og öðrum raftækjum
- Það er ekki verra að viðkomandi sé vanur sambærilegu.
Vinnutími virka daga frá kl 08:00 - 17:00.
Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is
Upplýsingar um umsækjanda, aldur og starfsferil
óskast sendar á netfangið sht@verslun.is
Óskum eftir að ráða
starfsmann til starfa í
Þjónus udeild
Starfssvið:
Viðgerðir á kælitæ jum
og öðrum raftækjum
- Það er ekki verra að viðkomandi sé vanur sambærilegu.
Vinnutími virka daga frá kl 08:00 - 17:00.