Fréttablaðið - 22.10.2022, Page 50
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Ber ábyrgð á heilbrigði, öryggi, gæðum og framleiðslu
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð og skipulagi
- Leiðir, þjálfar og styður starfsfólk
- Fylgja verkferlum, stefnum og uppfylla framleiðslumarkmið
- Þátttaka í uppbyggingu stöðvar
- Að greina úrbætur með það að markmiði að auka framleiðslugetu
og skilvirkni.
Hæfniskröfur:
- Nám í fiskeldisfræðum
- Háskólapróf sem nýtist í starfi og/eða mikil reynsla af RAS fiskeldi
- Mikil reynsla af sambærilegu starfi og bakgrunnur í fiskeldi
- Stjórnunarreynsla er æskileg
- Góð leiðtogafærni, frumkvæði og drifkraftur
STARF STÖÐVARSTJÓRA
Í SEIÐAELDI
Allar nánari upplýsingar og umsóknir skulu berast til
Kristín Hartmannsdóttir á netfangið kristin@ilfs.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2022
Icelandic Land Farmed Salmon óskar eftir að ráða metnaðarfullan
stöðvarstjóra til að bera ábyrgð á rekstri seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins
í Vestmannaeyjum með 99% endurnýtingu á vatni svo og undirbúningi,
gangsetningu og reksturs á stöðinni. Við bjóðum upp á spennandi
tækifæri til að starfa í framsæknu nýsköpunarumhverfi fyrir sjálfbært
fiskeldi, og tækifæri til að vera hluti af vax-andi laxeldi á Íslandi.
Icelandic Land Farmed Salmon er með áform að framleiða í upphafi 10
þúsund tonn af laxi í landeldi í Vestmannaeyjum með umhverfisvænum
hætti.
Áætluð framleiðsla á laxi til útflutnings verður í lok árs 2025.
Búnaður frá AKVA Group Land Based verður í seiðaeldisstöðinni með
árlega framleiðslugetu á um 4 milljónir seiða. Stöðin mun nýta bestu
lausnir í vatnssparnaði sem völ er á, Zero Water Concept með 99%
endurnýtingu á vatni. Fyrirtækið hefur hafið framkvæmdir og áætlar að
setja út fyrstu hrogn haustið 2023.
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í meira en
50 ár
hagvangur.is
16 ATVINNUBLAÐIÐ 22. október 2022 LAUGARDAGUR