Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 88
Leikhús hríma Tjarnarbíó Leikarar: Aldís Davíðsdóttir og Þórey Birgisdóttir Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir og Orri Huginn Ágústsson Handrit: Ágústa Skúladóttir og Orri Huginn Ágústsson ásamt Aldísi Davíðsdóttur og Þóreyju Birgisdóttur. Grímugerð: Aldís Davíðsdóttir Leikmynd: Auður Ösp Guðmundsdóttir og Högni Sigurþórsson Búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir Lýsing: Ólafur Örn Stefánsson Tónlist og hljóðhönnun: Sævar Helgi Jóhannsson Sigríður Jónsdóttir Hríma býr ein í hrörlegu koti, hokin af elli og leyndum harmi. Hún lætur dagana líða með daglegu amstri og endurteknum verkefnum. Draugar fortíðarinnar ásækja þó Hrímu og dularfull orka vofir yfir henni en þegar óvæntan gest ber að garði neyðist hún til að horfast í augu óttann. Sýningin, sem ber nafn aðalsöguhetjunnar, var frumsýnd í Tjarnarbíói síðastliðinn sunnu- dag en leikárið er hafið með fullum krafti í leikhúsinu við Tjörnina. Aldís Davíðsdóttir er í aðalhlut- verki Hrímu en hún átti einnig upp- haflegu hugmyndina að sýningunni og gerir grímurnar, sem eru listaverk út af fyrir sig. Sýningin er þó unnin í samsköpun, bæði þegar kemur að handriti og leikstjórn. Hér er á ferð- inni sami hópur og kom að Hetju á síðasta leikári sem var heillandi heilgrímusýning um dauðvona barn og starfsfólk á spítala þar sem persónurnar spruttu fram ljóslif- andi. Því miður tekst ekki jafn vel til að þessu sinni. Framvindan fellur flöt Reynsla Hrímu er saga allt of margra kvenna sem beittar hafa verið of beldi, Hríma flýr samfélagið en tekst ekki að flýja sjálfa sig. En fram- Í álögum óttans Grímur Aldísar Davíðsdóttur sem notaðar eru í sýningunni eru listaverk út af fyrir sig. FréTTaBLaðið/ VaLLi vindan fellur fremur f löt. Ástæð- urnar eru nokkrar. Til að byrja með er söguþráðurinn næfurþunnur og snúið að koma til skila án orða. Hér má velta fyrir sér hvort of margir kokkar séu að störfum í litla kof- anum. Fjórir höfundar eru skrifaðir fyrir handritinu en engum þeirra tekst að kynda í ofninum. Hvorki Hríma né boðf lennan, leiknar lipurlega af Aldísi og Þóreyju Birgis- dóttur, lifna við sem fullskapaðar manneskjur og fléttulausnin er með einfaldasta móti. Leikstjórarnir eru tveir, Ágústa Skúladóttir og Orri Huginn Ágústs- son. Eins og áður hefur komið fram er sýningin án orða, þá er mikil- vægt að listræn umgjörð styðji við sýninguna með afgerandi hætti, skreyti söguna og beri sterk listræn einkenni. En allt kemur fyrir ekki. Hríma paufast fallega í sínu smáa rými en fyllir það sjaldan, leikurinn verður að vera stærri og líkams- beitingin íburðarmeiri. Sum atriði verða þannig of löng og innra drama sýningarinnar veikist. Uppgjör kvenna við fortíðina Leikmynda- og búningahönnun Auðar Aspar Guðmundsdóttur er dugandi en sjaldan eftirminnileg. Undantekningin er þó morgunverð- arapparatið, leikmunur sem sýnir hvernig er hægt að fylla þögnina og söguna með leikhústöfrum. Sömu- leiðis er tónlist og hljóðhönnun Sævars Helga Jóhannessonar ljúf en ekki afgerandi. Um þessar mundir má sjá tvær sýningar í höfuðborginni um upp- gjör eldri kvenna við fortíðina. Þessar sögur eru samfélaginu mikil- vægar en sögulega séð hafa þær ekki verið taldar sérstaklega eftirtektar- verðar. Grímuleikhús er heillandi list og vonandi fá áhorfendur að sjá meira frá þessum forvitnilega hópi. En listilega vel gerðar grímur og ágætur leikur dugar ekki til að skapa heila sýningu þegar bæði sagan og listræn framsetning eru ekki sterkari. n NiðursTaða: Fábrotin saga sem þarf kraftmeiri listræna umgjörð. Grímuleikhús er heillandi list og von- andi fá áhorfendur að sjá meira frá þessum forvitnilega hópi. Sigríður Jónsdóttir 52 Menning 22. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.