Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 96

Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 96
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun Torg ehf. dReifing Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar Framlag þitt rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins ERTU AÐ FLYTJA? ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA Funi unisex dúnúlpa kr. 38.990,- icewear.is Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturs- sonar hafa alltaf verið mér hug- leikin. Ofsóttur og illa þokkaður sveitaprestur varð dáðasta trúar- skáld þjóðarinnar. Passíusálmar hans voru lagðir í hverja einustu líkkistu til að greiða inngöngu í himnaríki. Gæfa sr. Hallgríms var að fæðast fyrir tíma internetsins. Hann var hyskinn í skóla og flúði til Kaup- mannahafnar þar sem hann kenndi kristinfræði. Hallgrímur fór fljótlega að sofa hjá nemanda sínum, Guðríði Símonardóttur, sem var gift kona. Þau nutu for- boðinna ásta og skiptust á Biblíu- myndum þrátt fyrir 20 ára aldurs- mun. Hún varð strax ólétt sem mæltist illa fyrir. Sr. Hallgrími var þó fyrirgefið og tekinn í fulla sátt. Atburðarásin væri öðruvísi í dag: Netið hefði dæmt þennan unga guðfræðing hart. Hann var sagður hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart Guðríði. Hún fór í við- tal í hlaðvarpi og ræddi kennslu klerksins. Bókmenntamenn sögð- ust greina kven- og gyðingahatur í kveðskap hans. Siðanefnd þjóð- kirkjunnar leit málið alvarlegum augum eftir langan umþóttunar- tíma. Sr. Hallgrími var útskúfað og Passíusálmar hans bannaðir. Kona sem lét syngja Allt eins og blómstrið eina yfir eiginmanni sínum var sökuð um gerendameð- virkni. Gamall maður vildi fá Pass- íusálmana með sér í gröfina en ættingjar laumuðu Spámanninum eftir Kahlil Gibran í staðinn. Hall- grímur endaði ævina sem snauður og beiskur fornbókasali. Guðríður sló í gegn með ævisögunni „Synda- gjöld Guðríðar“ og fór á þing fyrir Viðreisn. Dóttir þeirra Hallgríms gerðist mannauðsstjóri og kom aldrei til föður síns. Svona ráða tækni og tíðarandi veraldargengi fólks. n Sr. Hallgrímur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.