Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Page 6

Skessuhorn - 19.10.2022, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 20226 Endurskoða regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Síðustu stóru breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru gerðar árið 1990. Þetta kom fram í máli Árna Sverris Hafsteinssonar, sérfræðings í Innviðaráðuneytinu, á Fjár- málaráðstefnu sveitar félaga nýverið. Sveitarfélögum hefur síðan þá fækkað úr 204 niður í 64 og því eru nú allt aðrar væntingar en voru þá, m.a. til þjónustu sveitarfélaganna. Auk þess hafa hlutverk þeirra og skyldur gagnvart íbúum vaxið mjög. Í fyrirlestri sínum kynnti Árni Sverrir drög að nýju líkani til að nota við útreikninga Jöfnunarsjóðs. Það sameinar tekjujöfnun, útgjaldajöfnun, fasteignaskatt og almennt grunnskólafram- lag í eitt jöfnunarframlag. Markmiðið með líkaninu er að framlög Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga nýtist betur til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Um leið er horft til þess að það geri fyrirkomulagið gagnsærra og nálgunina nútímalegri. Þær meginforsendur sem horft er til eru ólíkir tekjuöflunar- möguleikar sveitarfélaga, ólík útgjaldaþörf og sérstakar áskoranir, en einnig er litið til fleiri þátta, svo sem íbúafjölda. -gbþ Akranes hlaut viðurkenningu AKRANES: Akraneskaup- staður var eitt af sex sveitar- félögum sem hlutu viðurkenn- ingu Jafnréttisvogarinnar í ár, en auk sveitarfélaganna hlutu viðurkenningu 59 fyrirtæki og 11 opinberir aðilar. Viður- kenningarnar voru veittar á ráðstefnu Jafnvægisvogar- innar, Jafnrétti er ákvörðun, sem var haldin við hátíðlega athöfn þann 12. október. Jafn- vægisvogin er hreyfiaflsverk- efni Félags kvenna í atvinnu- lífinu (FKA) og er tilgangur verkefnisins m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að mark- miði að árið 2027 verði hlut- fallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrir- tækja á Íslandi. Þá er horft til þess að reyna að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrir mynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Jafnvægisvogin veitir því viðurkenningar og dregur þannig fram í sviðsljósið fyrir- tæki sem hafa náð markmiðum verkefnisins. Þess má geta að á ráðstefnu Jafnvægisvogar- innar árið 2021 voru viður- kenningarhafar 53 talsins en í ár voru þeir samtals 76. -gbþ Meðferð við kæfisvefn aðgengilegri ALLT LANDIÐ: Heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkra- tryggingum Íslands fjár- magn til kaupa á 1.000 svefnöndunarvélum til með- höndlunar á kæfisvefni. Ákvörðunin tengist auk- inni getu Landspítala til að veita meðferð við kæfisvefni með ráðningu aðstoðarfólks við eininguna sem kemur að þessari þjónustu. Rúmlega 1.000 einstaklingar bíða nú meðferðar og er biðtíminn um 12 mánuðir. Með átak- inu stefnir Landspítali að því að bið eftir meðferð stytt- ist verulega og verði í fram- tíðinni aðeins nokkrar vikur. Sjá nánar á stjornarradid.is. -fréttatilkynning Fjör á Vesturlandi VESTURL: Mikið er framundan næstu vikuna á Vesturlandi en dansleikir eru í Búðardal og í Borgar- nesi næsta laugardag ásamt bjúgnahátíð á Snæfells- nesi að Langaholti en Haustfagnaður FSD verður haldin hátíðlega um helgina í Dölum. Rökkurdagar voru að klárast á Grundarf- irði síðustu helgi og Norð- urljósahátíð hefst komandi helgi Stykkishólmi. Vöku- dagar hefjast einnig á Akra- nesi í næstu viku. Það er því víst að Vestlendingum ætti ekki að þurfa að láta sér leiðast en nánar má lesa um komandi viðburði á síðu 21 í blaðinu. -sþ Til að bæta aðgengi fyrir fiskiskip, farþegaskip og önnur þau skip sem höfnin á Akranesi þjónustar verður ytri hluti aðalhafnargarðsins þar lengdur um 120 metra á næsta ári. Heildarlengd þess hluta bakkans verður þá 220 metrar í stað 100 metra. Áætlað er að framkvæmdin verði boðin út í lok árs 2022 og að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Útboð á stálkaupum fór fram á árinu 2022 og var afhent á Akranesi nú í september. Vert er að taka fram að 100% af stálinu er gert úr endurunnu stáli og sam- ræmist það stefnu Faxaflóahafna. Framkvæmdatími verksins er áætl- aður 1,5 – 2 ár og verður bakkinn því tilbúinn til fullrar notkunar árið 2024, segir Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs. Að sögn Sigurðar Jökuls Ólafs- sonar markaðsstjóra Faxaflóahafna hefur stækkun bryggjunnar þegar verið kynnt útgerðum farþegaskipa og var framkvæmdinni mjög vel tekið. Hún mun þýða að farþega- skip í millistærð munu geta lagst að bryggju í Akraneshöfn. Nú þegar hafa verið bókaðar skipakomur á Akranes fyrir sumarið 2023 og áætlað er að þær verði enn fleiri sumarið 2024 þegar bryggjan verður tilbúin. Sigurður Jökull segir stækkunina vera mikilvægan lið í þeirri upp- byggingu sem er að eiga sér stað á Akranesi. Hún muni bæta aðstöðu fyrir fiskiskip og stærri skip sem sækja í auðlindir á hafi. Tækifæri samhliða stækkun segir hann t.d. vera að sækja á fengsæl Akranes- mið í botnfiski eða uppsjávarfiski. Einnig séu möguleikar fólgnir í miðum grjótkrabba í Faxaflóa og í að styðja við ný verkefni í lofts- lagstengdri ræktun á sjávargræn- meti og kræklinga- eða ostru- ræktun. Farþegar millistórra far- þegaskipa munu frekar eiga kost á að upplifa það sem Akranes og nærumhverfi hefur upp á að bjóða, t.d. Guðlaugu við Langasand, vita- svæðið á Breið, Byggðasafnið í Görðum og frábæran golfvöll. Sig- urður Jökull segir að uppbygging hafnarinnar muni auka forskot Vesturlands alls í að taka virkari þátt í ferðaþjónustu og að mörg tækifæri séu í sjónmáli. Í byrjun ársins 2021 var haldinn íbúafundur á meðal Akurnesinga þar sem ýmsir hagaðilar í ferðaþjónustu komu saman og var afrakstur fundar- ins skemmtilega uppsett skjal með leiðbeiningum fyrir gesti um hvað væri gaman að sjá og gera á Akra- nesi. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri þar tekur undir þetta: „Við á Akranesi eigum margt inni og erum full tilhlökkunar að móta Akra- nes sem spennandi og eftirsóknar- verðan ferðamannastað.“ gj Faxaflóahafnir lengja aðalhafnargarðinn á Akranesi Endurunnið stál notað í framkvæmdina Frá vinstri: Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, Inga Rut Hjaltadóttir, Sviðstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna og Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri á Akranesi. Ljósmynd: Faxaflóahafnir. Yfirlitsmynd fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir sem sýna lengingu bakkans og fyrirhugaða dýpkun á svæði. Faxaflóahafnir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.