Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Page 2

Skessuhorn - 26.10.2022, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20222 Leiðrétt Það var Eiríka Ýr Vigfúsdóttir sem varð í þriðja sæti hjá 13 ára stúlkum á Haustmóti GLÍ, 14.­ 16. október sl. Í síðasta tölu­ blaði Skessuhorns var ranglega farið með nafn hennar, beðist er velvirðingar á því. -gbþ Vefur tekur breytingum VESTURLAND: Frétta­ vefur Vesturlands; Skessu­ horn.is mun á næstu dögum verða uppfærður, tekur um leið verulegum breytingum og verður gerður að áskrift­ arvef. Vakin er athygli á að hnökrar gætu komið upp á virkni vefjar ins í stuttan tíma í senn, vegna innleiðingar í nýtt vefform. Á nýja vefnum munu allir geta skoðað sig um en kaupa þarf áskrift til að lesa lengri fréttir og sjá eða heyra sérhæfðara efni. Skessuhorn biðst velvirðingar á mögu­ legum hnökrum sem kunna að verða á uppitíma vefjarins. -sþ Útgáfu Árbókar Akurnesinga hætt AKRANES: Tveir áratugir eru síðan Árbók Akurnesinga hóf göngu sína og á síðasta ári kom 20. bindi ritsins út. Nú liggur hins vegar fyrir að útgáfu Árbókarinnar verður hætt. „Kristján Kristjánsson ritstjóri og Margrét Þorvalds­ dóttir útgefandi þakka greina­ höfundum, áskrifendum og auglýsendum órofa tryggð öll þau ár sem auðnaðist að gefa út Árbók Akurnesinga,“ segir í tilkynningu. -mm Íbúar orðnir 750 HVALFJ.SV: Síðasta fimmtudag náðu íbúar Hval­ fjarðarsveitar þeim áfanga að verða 750 talsins og hefur þeim fjölgað um 63 eða 9,2% frá því 1. janúar síðastliðinn þegar þeir voru 687. Ef litið er aftur til 1. janúar 2021 er fjölgunin 103 íbúar eða tæp 16% enda mikil uppbygging verið bæði í dreifbýli og þétt­ býliskjörnunum Melahverfi og Krosslandi. Búast má við að uppbygging haldi áfram á næstu árum enda mikið í byggingu og framundan í þeim efnum, segir á heima­ síðu sveitarfélagsins. -vaks Breyting í stjórn Brákarhlíðar BORGARB: Fram kemur í fundargerð byggðar­ ráðs Borgarbyggðar frá 20. október sl. að Páll Snævar Brynjarsson hafi óskað eftir því að láta af störfum í stjórn hjúkrunar­ og dvalarheimilis­ ins Brákarhlíðar, en eigin­ kona hans Inga Dóra Hall­ dórsdóttir, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Brákar­ hlíðar. Byggðarráð þakkaði Páli Snævari fyrir góð störf og samþykkti að skipa Lilju Björgu Ágústsdóttur í stjórn­ ina í hans stað. -vaks Til minnis Vökudagar hefjast á Akranesi á morgun og því er um að gera að drekka í sig alla menningu eins og hægt er næstu tvær vikurnar eða svo. Veðurhorfur Á fimmtudag má búast við norð- lægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s og dálitlum skúrum eða slyddu- éli norðaustan til en bjart með köflum syðra. Hiti 1 til 8 stig, hlýj- ast á Suðausturlandi. Á föstudag er útlit fyrir fremur hæga vest- læga eða breytilega átt, skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark norðaustanlands. Á laugardag verður sunnanátt, dálítil væta og hiti 2 til 8 stig, en bjartviðri og hiti í kringum frost- mark um landið austanvert. Á sunnudag má gera ráð fyrir suð- austanátt með lítilsháttar rign- ingu, en að mestu bjart fyrir norðan. Hlýnar í veðri. Spurning vikunnar Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað finnst þér mest heillandi við makann?“ Persónuleiki makans var hátt skrifaður en 58% svarenda nefndu það sem fyrsta kost. Ein- lægni nefndu 13% og sami fjöldi var á lausu, þó það komi málinu ekki við, en fæstir nefndu útlitið, skopskynið, hláturinn og það að makinn hrjóti ekki. Í næstu viku er spurt: Hvað finnst þér skemmtileg- asta borðspilið? Vestlendingur vikunnar Menningin er í miklum blóma þessa dagana á Vesturlandi. Allir þeir sem standa að alls konar viðburðum í landshlutanum eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Á miðvikudaginn varð banaslys í Kirkjufelli við Grundarfjörð. Erlendur ferðamaður um þrítugt lést eftir hátt fall í fjallinu. Þrír sjúkraflutningamenn komu fyrstir á staðinn og hlúðu að fólki, síðan bættust tveir björgunarsveitarmenn við. Þyrla Landhelgisgæslunnar var mætt á vettvang skömmu síðar og sendi tvo menn niður í siglínu til björgunar. Flutti hún hinn látna til Reykjavíkur. Lögregla og sjúkrabíll biðu við fjallið tilbúnir til aðstoðar. Maðurinn sem lést var í hópi ferðamanna sem var kominn hátt í fjallið þegar slysið varð um klukkan hálf fjögur. Aðdragandi slyssins liggur ekki fyrir, en hann féll niður minnst tíu metra og lést sam­ stundis. gj/ Ljósm. tfk. Slökkvilið Borgarbyggðar var um hádegisbilið á laugardaginn kallað út að Sæunnargötu 6 í Borgarnesi. Þar virtist sem reyk legði frá hús­ inu. Þegar slökkvilið mætti á stað­ inn kom í ljós að hitaveituvatn rann út í niðurföll og myndaðist gufa í hægviðrinu. Að sögn Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra var engu að síður ákveðið að fara inn í húsið og leita af sér allan grun. Íbúar og húsráðendur voru að heiman. mm/ Ljósm. þg Skipulags­ og byggingarnefnd Skorradalshrepps hefur falið skipulagsfulltrúa hreppsins að afla gagna varðandi óleyfisfram­ kvæmdir Skógræktarinnar í landi Stálpastaða í Skorradal. Þetta kemur fram í fundargerð nefndar­ innar frá 18. október sl. Upplýs­ ingar liggja fyrir um þau svæði sem búið er að gróðursetja í á Stálpa­ stöðum og gróðursett hefur verið í land sem ekki er ætlað til skóg­ ræktar sbr. aðalskipulag. Farið hefur verið fram á að Skógræktin haldi ekki áfram gróðursetningu nema fyrir liggi framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu. gj Á föstudag í síðustu viku var sett niður síðasta rörið í aðrennslispípu Galtarvirkjunar í Garpsdal í Reyk­ hólahreppi. Þá má segja að búnaður virkjunarinnar sé kominn að mestu leyti. Inntaksmannvirki var byggt í fyrrasumar, skurðurinn fyrir pípuna var grafinn þá en ekki var hægt að ljúka því verki fyrir veturinn. Pípan liggur í gegnum Garpsdalsmel­ inn og niður að sjó við Múlaá þar sem stöðvarhúsið er. Það var byggt í vor og sett niður vélasamstæða og tengibúnaður við raflínu í sumar. Fram kemur á heimasíðu Reyk­ hólahrepps að nokkuð mikið efni hafi þurft að færa til við skurð­ gröftinn því skurðurinn er 10 til 15 metra breiður og 12 metra djúpur þar sem hann er dýpstur. vaks Banaslys í Kirkjufelli Beðið eftir þyrlunni. Þyrlan var mjög mikilvæg við þessar erfiðu aðstæður. Reykur reyndist vatnsgufa Óleyfisframkvæmdir í landi Stálpastaða Skógrækt er víða til bóta og prýðir landið. En fara þarf að skipulagslögum um staðsetningu skóga og afla tilskilinna framkvæmdaleyfa. Ljósm. gj. Aðrennslispípan í Galtarvirkjun komin niður Rörin sett niður. Ljósm. reykholar.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.