Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Síða 10

Skessuhorn - 26.10.2022, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202210 Norðurljósahátíðin sem fram fór í Stykkishólmi um helgina var vel heppnuð og margt var um mann­ inn í bænum. Á setningarathöfn hátíðarinnar voru veittar viður­ kenningar fyrir framlag til menn­ ingar og lista. Það er bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar sem velur hver hlýtur viðurkenningu hverju sinni og í ár voru það Guðrún Ögn Áka­ dóttir, Jósep Blöndal og Jóhanna Guðmundsdóttir. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjar­ stjórnar, afhenti viðurkenningarnar sem var útskorin rjúpa eftir Láru Gunnarsdóttur. Í Gallerí Bragga voru gestalista­ menn með sýningar. Gréta María Árnadóttir, gullsmiður, var með pop up markað í Norska húsinu og Dalabræðurnir Davíð Sæmundsson og Guðmundur Bæringsson buðu í sing along á stofutónleikum. Við Frúarhól var útstilling á hækum á vegum Önnu Sigríðar Gunnars­ dóttur. Lárus Ástmar Hannesson og Hólmgeir Þórsteinsson voru með tónleika í gömlu kirkjunni sem voru eins konar blanda af tónlistar­ flutningi og ljósmyndum. Ingi­ björg Ágústdóttir sýndi útskorna fugla í vinnustofu Tang og Riis og á sunnudeginum voru kvenfélags­ konur með opið hús í Freyjulundi og seldu kaffi og dýrindis pönnu­ kökur. gbþ/ Ljósm. sá Eins og undanfarin misseri hefur verið mikið að gera við Grundar­ fjarðarhöfn enda lífæð bæjarfélags­ ins. Margir bátar hafa komið inn til löndunar að undanförnu og er heildarafli frá 1. september kominn yfir fimm þúsund tonn. tfk Norðurljósahátíðin í Stykkishólmi Guðrún Ögn Ákadóttir tekur hér á móti viðurkenningu. Alltaf stuð á kvenfélagskonum. Anna Sigríður Gunnarsdóttir, við Frúarhól. Jóhanna Guðmundsdóttir tekur á móti viðurkenningunni sem er útskorin rjúpa eftir Láru Gunnarsdóttur. Jósep Blöndal er hér með viðurkenninguna sína ásamt Hrafnhildi Hallvarðsdóttur forseta bæjarstjórnar. Verið að landa úr Steinunni SF-10. Hafnarlífið Darek Wojciechowski tilbúinn að taka á því þegar löndun hófst úr Valdimar GK.Andri Þórðarson starfsmaður Djúpakletts tók til hendinni á bryggjunni. Wojciech Kisly hífir körin upp úr lestinni af mikilli fagmennsku. Wojciech Moniuszko starfsmaður Djúpakletts við störf um borð í Valdimar GK. Þegar bátarnir liggja í landi þarf yfirleitt að sinna viðhaldinu sem ekki er hægt að laga úti á sjó. Flutningabílarnir bíða átekta til að flytja aflann úr Steinunni SF til vinnslu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.