Skessuhorn - 26.10.2022, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202210
Norðurljósahátíðin sem fram fór
í Stykkishólmi um helgina var vel
heppnuð og margt var um mann
inn í bænum. Á setningarathöfn
hátíðarinnar voru veittar viður
kenningar fyrir framlag til menn
ingar og lista. Það er bæjarstjórn
Stykkishólmsbæjar sem velur hver
hlýtur viðurkenningu hverju sinni
og í ár voru það Guðrún Ögn Áka
dóttir, Jósep Blöndal og Jóhanna
Guðmundsdóttir. Hrafnhildur
Hallvarðsdóttir, forseti bæjar
stjórnar, afhenti viðurkenningarnar
sem var útskorin rjúpa eftir Láru
Gunnarsdóttur.
Í Gallerí Bragga voru gestalista
menn með sýningar. Gréta María
Árnadóttir, gullsmiður, var með
pop up markað í Norska húsinu og
Dalabræðurnir Davíð Sæmundsson
og Guðmundur Bæringsson buðu
í sing along á stofutónleikum. Við
Frúarhól var útstilling á hækum á
vegum Önnu Sigríðar Gunnars
dóttur. Lárus Ástmar Hannesson
og Hólmgeir Þórsteinsson voru
með tónleika í gömlu kirkjunni sem
voru eins konar blanda af tónlistar
flutningi og ljósmyndum. Ingi
björg Ágústdóttir sýndi útskorna
fugla í vinnustofu Tang og Riis og
á sunnudeginum voru kvenfélags
konur með opið hús í Freyjulundi
og seldu kaffi og dýrindis pönnu
kökur.
gbþ/ Ljósm. sá
Eins og undanfarin misseri hefur
verið mikið að gera við Grundar
fjarðarhöfn enda lífæð bæjarfélags
ins. Margir bátar hafa komið inn
til löndunar að undanförnu og er
heildarafli frá 1. september kominn
yfir fimm þúsund tonn.
tfk
Norðurljósahátíðin
í Stykkishólmi
Guðrún Ögn Ákadóttir tekur hér á móti viðurkenningu.
Alltaf stuð á kvenfélagskonum.
Anna Sigríður Gunnarsdóttir, við Frúarhól.
Jóhanna Guðmundsdóttir tekur á móti viðurkenningunni sem er útskorin rjúpa
eftir Láru Gunnarsdóttur.
Jósep Blöndal er hér með viðurkenninguna sína ásamt Hrafnhildi Hallvarðsdóttur
forseta bæjarstjórnar.
Verið að landa úr Steinunni SF-10.
Hafnarlífið
Darek Wojciechowski tilbúinn að taka á því þegar löndun hófst úr Valdimar GK.Andri Þórðarson starfsmaður Djúpakletts tók til hendinni á bryggjunni.
Wojciech Kisly hífir körin upp úr lestinni af mikilli fagmennsku. Wojciech Moniuszko starfsmaður Djúpakletts við störf um
borð í Valdimar GK.
Þegar bátarnir liggja í landi þarf yfirleitt að sinna viðhaldinu sem ekki er hægt að
laga úti á sjó.
Flutningabílarnir bíða átekta til að flytja aflann úr Steinunni
SF til vinnslu.