Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Qupperneq 13

Skessuhorn - 26.10.2022, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 13 berð ákveðna ábyrgð þegar þú ert eini fréttamaðurinn á þínum miðli í ákveðnum landshlutum. Þú þarft að bera virðingu fyrir samfélaginu og þú þarft að bera virðingu fyrir því hvað það er sem á erindi í fjölmiðla. Stundum eru það þessar hlýju fréttir þar sem þú ert í mikilli nánd, þar sem þú sérð dýr eða krakka og það á oft erindi. En það eru líka harðar fréttir á landsbyggðinni. Ég hef til dæmis flutt ótrúlega mikið af fréttum um fiskeldi og samgöngumál þannig það eru líka alvöru fréttir á lands­ byggðinni.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni á skessuhorn.is eða soundcloud. com/skessuhorn. gbþ Elsa María Guðlaugs­ Drífudóttir er fædd og uppalin Skagamaður með Strandarætur en hennar fólk er ættað norðan úr Árneshreppi. Síðustu þrjú ár hefur Elsa sinnt stöðu fréttamanns RÚV á Vest­ urlandi og Vestfjörðum og verið með starfsstöð í Borgarnesi. Nú í haust færði hún sig hins vegar um set og sinnir nú starfi almenns fréttamanns á fréttastofu RÚV í Efstaleiti í Reykjavík. Hún segir að því fylgi mikil ábyrgð að vera eini fréttamaðurinn á sínum miðli í þessum tveimur víðfeðmu lands­ hlutum, bera þurfi virðingu fyrir samfélaginu og því hvað það er sem á erindi í fjölmiðla. Elsa var við­ mælandi Gunnlaugar Birtu Þor­ grímsdóttur í nýjasta þætti Skin­ kuhornsins en það eru hlaðvarps­ þættir úr smiðju Skessuhorns. Vill vera skapandi og í málefnunum Elsa María hóf störf á fréttastofu RÚV í ágúst 2019 en hún seg­ ist hafa sótt um starfið í hálfgerðu bríaríi. „Ég var atvinnulaus en ég hafði verið að sinna formennsku hjá Landssamtökum íslenskra stúdenta og því verkefni var nýlega lokið. Ég fór þá að skoða atvinnuauglýsingar og ákvað að prófa að sækja um þetta starf en ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara út í,“ segir Elsa en hún lýsir síðustu þremur árum sínum í þessu starfi sem einu stóru ævintýri, vissulega hafi það verið erfitt en einnig skemmtilegt og lær­ dómsríkt. „Ég var að leita að einhverju sem myndi gera mér kleift að vera bæði skapandi en líka í málefnunum út af því að ég hef mikinn áhuga á sam­ félagsumræðu og fólki og því sem er að gerast. En ég vil líka segja sögur og ég vil vera skapandi í því sem ég geri dagsdaglega og þetta virkaði eins og eitthvað sem ég gæti mögulega gert. Svo hef ég líka alltaf skrifað mikið þannig það spilaði líka inn í og ég ákvað að sækja um. Og ég stóðst fréttamannaprófið og ég fékk starfið.“ Sér um allar hliðar fréttavinnslu fyrir sjónvarp Elsa María er með BA­próf í mynd­ list frá Listaháskóla Íslands og nýtt­ ist sá grunnur henni vel í þessu starfi en í því felst meira en að segja fréttir þar sem hún er VJ eða „video journalist.“ Það þýðir að hún ein sér um allar hliðar fréttavinnslu í sjónvarp; hún er því fyrir framan myndavélina að segja fréttir, fyrir aftan myndavélina að taka upp og svo sest hún við tölvu og klippir saman hráefnið og sendir það upp í Efstaleiti til útsendingar. „Þú þarft að vera með allt í kollinum, þar sem þú þarft að hugsa um ljóshit­ ann, hljóðið, hvaða spurningar þú ætlar að spyrja og hvernig þú ætlar að skrifa upp fréttina,“ segir Elsa og bætir við að þetta sé þjálfun og tíma taki að ná upp færni. „Ég fékk góða þjálfun í Efstaleiti áður en ég var send út á örkina, ef svo má segja. Fyrstu tveimur vikunum eftir að ég hóf störf varði ég uppi í Efstaleiti í að læra að skrifa fréttir, því þar er ákveðinn ritháttur sem þarf að temja sér, o.fl. Svo þurfti ég að læra á myndavélina og læra að klippa, en ég hafði alveg gert hvort tveggja áður en þá sem myndlistarverk í tengslum við námið mitt.“ Að byggja upp tengslanet Þegar Elsa hóf svo hið eiginlega starf að segja fréttir af Vesturlandi og Vestfjörðum var hennar fyrsta verk að byggja upp tengslanet og kynnast fólki í öllum helstu sveitum til þess að átta sig á því hvaða mál það eru sem skipta máli fyrir íbúa í hverri sveit fyrir sig. „Um leið og þú kynnist fólki þar sem þú átt að vera að flytja fréttirnar þá getur það bara sagt þér hvað skiptir máli. Það var yfirleitt bara best að hringja og spyrja „hvað er að gerast hjá þér og ykkur?“ og þá yfir höfuð skilaði sér eitthvað fréttnæmt. En auðvitað þurfti maður líka stundum að vera skapandi og finna fréttapunktinn því hann blasti kannski ekki alltaf við. Það eru alvöru fréttir á landsbyggðinni. Aðspurð hvort henni finnist fréttir af landsbyggðinni vera meira létt­ meti en fréttir sem sagðar eru úr höfuðborginni segir hún svo ekki vera. Hún segir þó að fólk almennt virðist oft líta á landsbyggðarfrétta­ mennsku sem krúttfréttamennsku en krúttfréttir séu bæði gerðar á landsbyggðinni og í Efstaleiti. „Þú Karlakórinn Heimir Hausttónleikar Laugardaginn 29. október 2022 Langholtskirkja Reykjavík, kl. 15:00 Tónberg Akranesi, kl. 20:00 Stjórnandi: Stefán R. Gíslason - Undirleikari: Valmar Väljaots Miðasala við innganginn - miðaverð 4.000 kr. Scanice er komið í samstarf við fyrirtækið Lark, einn stærsta framleiðanda á stöðuhýsum og öðru tilheyrandi. Við bjóðum upp á ýmsar útgáfur húsa til dæmis sérstakra húsa sem hönnuð eru með ferðaþjónustu í huga. Möguleikarnir eru margir og flestar óskir hægt að uppfylla. Heyrið í okkur! Scanice I n n f l u t t a f www.scan ice . i s +354-8985469 Vallargata 1, 580 Siglufjörður · s. 898 5469 · info@scaniceexport.com · www.scanice.is Skinkuhornið: Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir í hlaðvarpsþætti Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir er viðmælandi Skinkuhornsins þessa vikuna.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.