Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 102
Að einu leyti eru hvort tveggja bók og sýning ófullnægjandi, þar sem þau segja ekki allan sannleik um umfang strangflatalistarinnar á Íslandi. Aðalsteinn Ingólfsson MYNDLIST Geómetría Gerðarsafn Listamenn: Ásgerður Búadóttir, Ásmundur Sveinsson, Benedikt Gunnarsson, Eiríkur Smith, Eyborg Guðmundsdóttir, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Málfríður Konráðsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Skarphéðinn Haraldsson, Svavar Guðnason, Sverrir Haraldsson, Vala Enard Hafstað, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason Sýningarstjórar: Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede Aðalsteinn Ingólfsson Tímabil strangflatalistar var merki- legt millibilsástand í íslenskri myndlist á 20. öld. Í fyrsta sinn í sögunni lögðu íslenskir myndlistar- menn til hliðar menningarpólit- íska f lokkadrætti og sameinuðust undir merkjum sömu myndlistar- stefnu. Í framhaldinu vakti hópur listamanna í fyrsta sinn athygli á íslenskri myndlist utanlands og var mærður af erlendum gagnrýn- endum sem jafnoki skoðanabræðra sinna á Norðurlöndum. Þar með var íslensk listamannastétt fyrsta sinni orðin gjaldgeng á alþjóðlegum myndlistarvettvangi. Það er rétt að hafa í huga að hvort tveggja, frumútgáfa strangf lata- listarinnar, hollenska hreinstefnan (De Stijl) og síðari afbrigði hennar, sem skaut rótum í París á fimmta áratugnum, studdust uppruna- lega við ákveðna hugmyndafræði. Báðar útgáfur stefnunnar voru andsvör við nýliðnum heimsstyrj- öldum, uppskriftir að stöðugleika í kjölfar stríðsóreiðu og hörmunga og tilraunir til að skapa merkingar- bæra myndlist þvert á landamæri, eins konar Esperantó myndlistar. Á árunum milli stríða vék þessi „félagslega“ meðvitaða hreinstefna smám saman fyrir hreinræktaðri formhyggju (formalisma). Endanlega úttektin Það er með ólíkindum hvað það hefur reynst listfræðingum lands- ins erfitt að brjóta til mergjar þessa íslensku útgáfu strangf latalistar, umfang hennar og eðli. Það reyndi Ólafur Kvaran einna fyrst með sýningu sinni og sýningarbækl- ingi um Septemberhópinn 1990. Strangf latalistin var aftur til umfjöllunar á sýningunni Draum- urinn um hreint form á Listasafni Íslands árið 1998 og í Íslenskri lista- Tvívídd, þrívídd og æðri víddir Á sýningunni Geómetríu er lögð sérstök áhersla á konur íslensku strang- flatalistarinnar, þar á meðal Guðmundu Andrésdóttur sem var einn fremsti lista- maður hreyfing- arinnar. MYND/ VIGFÚS BIRGISSON Tímabil strangflatalistar var merkilegt millibilsástand í íslenskri myndlist á 20. öld sem fjallað er um í sýningunni Geómetríu í Gerðarsafni og í bókinni Abstrakt – Geómetría á Íslandi 1950–1960. MYND/VIGFÚS BIRGISSON sögu sem út kom árið 2011. Þessa dagana er íslensk strangflatalist enn og aftur í sviðsljósinu í Gerðarsafni, þar sem er haldin viðamikil sýning er nefnist Geómetría, og Veröld gefur út álíka viðamikla bók upp á 266 síður. Bókin er ein sú glæsilegasta sem gefin hefur verið út um þetta mynd- listarfyrirbæri: í henni er fjöldi stórra litmynda af helstu verkum listamanna. Að vísu má setja fyrir- vara við birtingu nokkurra verka eftir Nínu Tryggvadóttur, Gerði Helgadóttur og Ásgerði Búadóttur í þessu samhengi, þau verk virðast ýmist vera hluti af aðdraganda eða eftirmála strangflatalistar. Nafna- skrá hefði einnig verið til bóta. Það sem veldur manni hins vegar mest- um vonbrigðum er að texti bókar- innar bætir nánast engu við það sem áður kom fram í sýningarskránni sem fylgdi Draumnum og Íslenskri listasögu. Í rauninni er meira að græða á bókinni um Drauminn, til dæmis er þar með fram fjallað um áhrif strangf latalistar á grafíska hönnun og íslenska byggingarlist. Auk þess sést höfundum nýju bók- arinnar yfir upplýsingar um nýupp- götvaða veggmynd Harðar Ágústs- sonar í strangflatastíl á Siglufirði og fróðlega frásögn af sendinefnd sem fór til Parísar um miðjan sjötta ára- tuginn til að kaupa verk eftir Her- bin og Vasarely, tvö átrúnaðargoð strangflatalistamanna. Frásögn af fyrsta strangflatalistamanni Íslend- inga, Ingibjörgu Stein Bjarnason (1901-1977) hefði líka átt erindi inn í þessa bók. Trúskiptingar Enn er ósvarað ýmsum grundvallar- spurningum sem sækja á þann sem gaumgæfir íslenska strangflatalist. Hvernig víkur því við að hópur ungra myndlistarmanna sem aldrei hafði séð annað en landslagsmyndir og húsamyndir, frelsast á nokkrum mánuðum til myndlistar sem var á skjön við allt það sem þeir höfðu lært og upplifað? Og hvers vegna beindist athygli þeirra að frönsku strangflatalistinni fremur en frjáls- legri abstraklist – eða þá verkum Dubuffets – sem nóg var af í París á þeim tíma? Skrifuðu þeir heilshugar upp á hugmyndafræðina sem lá að baki strangflataverkunum sem þeir sáu í París? Eða er það kannski rétt sem manni virðist, að þeir Hörður, Þorvaldur, Hjörleifur og kannski Eiríkur Smith, hafi verið þeir einu þessara listamanna sem litu á strangflatalistina sem eins konar gátt að nýjum (andlegum) sannleik, fremur en einskæra formfræði? Svo sakna ég þess að sjá hvergi umfjöll- un um veggmyndagerð þessara listamanna, sem er merkur kafli í þróunarsögu strangflatalista, allt frá því að hreinstefnumenn í Hol- landi mæltu fyrir um nauðsyn umhverfismótunar. Vitað er að þar koma m.a. við sögu listamenn á borð við Hörð Ágústsson, Sverri Haraldsson og Valtý Pétursson. Samt sem áður gefur lesandinn sér að hér sé komin áreiðanlegasta heimild til þessa um vöxt og við- gang íslensku strangflatalistarinn- ar, a.m.k. málaralistarinnar, sett saman af þeim sem hafa rannsakað hana. Bókin tilgreinir alls 22 lista- menn og hafa tveir bæst við Draum- inn frá 1998, Valgerður Hafstað og Skarphéðinn Haraldsson. Senni- lega er óhætt að líta á fjölda birtra mynda sem vísbendingu um inn- byrðis vægi listamannanna í þess- ari myndlistarsögu, að mati bókar- höfunda. Niðurstaðan er nokkuð svo fyrirsjáanleg: atkvæðamestir eru þeir Karl Kvaran og Þorvaldur, næst koma Gerður Helgadóttir og Benedikt Gunnarsson, þar næst Hörður Ágústsson, Valtýr Péturs- son og Nína Tryggvadóttir. Fyllri mynd og glæsilegri Sýningin er svo annar handleggur. Í stað þess að fylgja forskrift bókar- höfunda, sérfræðinganna, draga sýningarstjórar upp mynd af strangflatalistinni sem er nokkuð frábrugðin niðurstöðu bókarinnar. Í fyrsta lagi er heildarmyndinni hnikað með því að bæta inn, án skýringa, listamönnum sem til þessa hafa ekki opinberlega verið tengdir við strangf latalist, t .d. Kristínu Jónsdóttur frá Munka- þverá, Málfríði Konráðsdóttur og Eyborgu Guðmundsdóttur. Í staðinn er slaufað ágætum verkum Gunnars S. Magnússonar, sem finna má í bókinni. Síðan fá nokkrir lista- menn, Hafsteinn Austmann, Sverrir Haraldsson og Kjartan Guðjóns- son, minna vægi á sýningunni en í bókinni, aðeins eitt verk á mann. Þá eru f leiri verk eftir Guðmundu Andrésdóttur til sýnis en alla aðra, sem vekur upp margar spurningar, einkum þar sem flest þessara verka eru, satt best að segja, lítilla sæva. Á sama tíma fækkar verkum máttar- stólpanna, Karls og Þorvalds. Í ofanálag líður sýningin fyrir upp- setningargalla, merkingar á verkum eru víða í skötulíki og sú ráðstöfun að koma flestum þrívíddarverkum fyrir á gólfi, en ekki í augnhæð, er vægast sagt truflandi. Að einu leyti eru hvort tveggja bók og sýning ófullnægjandi, þar sem þau segja ekki allan sannleik um umfang strangflatalistarinnar á Íslandi. Það er deginum ljósara að hennar gætir á tímabili í verkum listamanna sem hingað til hafa ekki verið orðaðir við óhlutbundna list, t.d. Snorra Arinbjarnar, Sigurðar Sigurðssonar og Einars G. Bald- vinssonar, og nokkurra jafnaldra hinna „viðurkenndu“ strangflata- listamanna, Bjarna Guðjónssonar, Bjarna Jónssonar, Drífu Viðar, Jóns B. Jónassonar, Svölu Þórðardóttur og Kristínar Þorkelsdóttur. Og fyrst Eyborg Guðmundsdóttir er hér verðskuldað sýnd í þessu samhengi, er engin leið að horfa fram hjá verk- um Vilhjálms Bergssonar frá sjötta og sjöunda áratugnum. Sé tekið tillit til allra þessara listamanna, verður saga íslenskrar strangf latalistar bæði fyllri og glæsilegri en áður hefur verið talið. n NIÐURSTAÐA: Glæsilegt framtak, en ófullnægjandi. ÆVAR Í NEXUS Við fögnum nýrri bók, Drengnum með ljáinn, í Nexus á morgun kl. 14.00. Upplestur, happdrætti, nammi og dúndurafsláttur. Verið öll hjartanlega velkomin. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 58 Menning 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.