Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 108

Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 108
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is tsh@frettabladid.is Fyrsti samlestur á söngleiknum Chi- cago fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í vikunni. Leikfélag Akur- eyrar frumsýnir Chicago í janúar og fer fjöldi þekktra leikara og söngvara með hlutverk í sýningunni. „Þetta var æðislegt, ótrúlega skemmtilegt og fyndið og það er val- inn maður í hverju rúmi,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar og leikstjóri Chicago. Með aðalhlutverk fara Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Margrét Eir, Bjartmar Þórðarson og Arnþór Þór- steinsson. Með önnur hlutverk fara Ahd Tamimi, Jónína Björt Gunnars- dóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Kata Vignisdóttir, Anita Þorsteinsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell. Um danshreyfingar sér Lee Proud, tón- listarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson og leikmyndahönnuður er Eva Signý Berger. Chicago er einn þekktasti söng- leikur leikhúsbókmenntanna og hefur unnið til fjölda verðlauna frá því hann var frumsýndur á Broad- way 1975. Uppsetning verksins frá 1996 er langlífasta Broadway-sýning sögunnar en hún er enn í gangi, 26 árum síðar. Meðal þekkta leikara sem hafa leikið í Chicago eru Liza Minnelli, Pamela Anderson, Brooke Shields, Patrick Swayze og Jerry Springer. Árið 2002 var gerð kvik- mynd eftir söngleiknum með Cath- erine Zeta-Jones, Renée Zellweger og Richard Gere í aðalhlutverkum sem vann til sex Óskarsverðlauna. n Fyrsti samlestur á Chicago á Akureyri Skannaðu QR kóðann og skoðaðu jólatilboðin Fullt verð: 184.900 kr. Nú 158.920 kr. Sealy PORTLAND heilsurúm með Classic botni sófi Millistíf dýna með pokagormum. Gefur fullkominn stuðning. 140 x 200 cm. JÓLIN ERU Í DORMA Frábært úrval og gott verð 20% AFSLÁTTUR AF ALLRI SMÁVÖRU 20% AFSLÁTTUR Jól 20% AFSLÁTTUR Jól Nú 95.920 kr. MONTARIO svefnsófi Fallegur og einfaldur svefnsófi. Svefnflötur 140x200 cm. Fullt verð 119.900 kr. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. „Fyrir mér stendur tvennt upp úr, annars vegar síðastliðinn sunnu- dagur og Landsfundur Sjálfstæðis- f lokksins þegar Bjarni Benedikts- son vann glæsilegan sigur,“ segir Friðjón, spurður um hápunkta fréttavikunnar. „Síðan kosning- arnar í Bandaríkjunum og þær niðurstöður sem eru hægt og rólega að mjatlast út. Þar sem mestu öfga- öflin í Rebúblikanaflokknum fengu rassskell og Donald Trump fékk rassskell,“ segir hann. „Það virðist vera að hófsamari öfl almennt hafi náð betri kosningu.“ Þessar fregnir komu þvert á spár og því liggur beint við að spyrja Friðjón hvort hann kunni á þessu skýringar. „Ég held að stóran þátt hafi spilað þátttaka ungs fólks og k venna í kosningunum út af ákvörðun hæstaréttar í vor í tengslum við þungunarrof,“ segir hann. „Svo voru frambjóðendurnir sem Trump setti fram lélegir. Sumir þeirra öfgamenn og aðrir höfðu enga skírskotun til kjósenda.“ Aðspurður hvort mögulega megi lesa eitthvað út úr þessum niður- stöðum varðandi framhaldið og forsetakjör í Bandaríkjunum eftir tvö ár, svarar Friðjón: „Ron DeSant- is fer í forsetaframboð. En annars er rosalega erfitt að spá fyrir um það varðandi Bandaríkin. Það mun svo margt gerast í millitíðinni. Menn efast um að Biden sé nægi- lega ern til að fara aftur fram. Þá tekur við eitthvert mjög mikið havarí hjá Demó- krötum,“ segir hann og bætir við: „Og hjá Rebúbli- könum líka.“ n Rassskellingar í Bandaríkjunum n Frétt vikunnar Friðjón R. Friðjónsson Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM. Erla Elíasdóttir Völudóttir þýðandi sneri á dögunum síðustu Skam-bókinni úr norsku yfir á íslensku. ninarichter@frettabladid.is Eins og sjónvarpsfróðir lesendur muna greip svokallað Skam-æði heimsbyggðina á árunum 2015– 2017, þegar Norska ríkissjónvarpið gaf út þætti um ástir og örlög ungl- inganna í Hartvig Nissen-skólanum í Osló. Meðan á útsendingu stóð var nýtt myndband, samtal eða færsla á samfélagsmiðlum birt í rauntíma á vefsíðu NRK og þannig nýtti stöðin númiðlana með nýstárlegum hætti og átti sú nálgun líklega sinn þátt í því að landa margföldum áhorfs- metum. Þættirnir slógu óvænt áhorfs- met árið 2015. Fyrsti þáttur fyrstu þáttaraðar er mest sótti þáttur í sögu Norska ríkissjónvarpsins og um miðja aðra þáttaröð árið 2016 var umræddur þáttur ábyrgur fyrir helmingi umferðar um síðu NRK. Þriðja þáttaröð sló öll streymis- met í Noregi og sló einnig met í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Alþjóðlegur aðdáendahópur teygði sig alla leið til Asíu. Það kann að þykja svolítið sér- stakt að gefa út handrit þáttanna á bók heilum fimm árum eftir að síð- asti þáttur fór í loftið, en það er nú samt það sem nýjasta verkefni þýð- andans Erlu Elíasdóttur Völudóttur gekk út á. Þar er um að ræða fjórðu bók í Skam-röðinni, sem inniheldur handrit fjórðu þáttaraðar. „Í kjölfarið á vinsældum þáttanna var ákveðið að gefa út handritin á bók. Bækurnar innihalda ekki bara samtölin heldur líka lýsingar á senum og allt í kringum það. Og innskot frá höfundinum Julie Andem. Eitthvað eins og: Ókei, sorrý en ég er ekki búin að ákveða hvernig senan á að vera, en það kemur.“ Þá segir Erla bókina einnig inni- halda samtöl milli höfundar og til dæmis starfsmanna úr búninga- deild. „Þannig að þetta er svona smá á bak við tjöldin.“ Auk þess inni- halda bækurnar senur sem aldrei fóru í loftið. Spurð um helstu áskoranir í tengslum við þýðingu á unglinga- texta úr norsku segir Erla: „Ég þýddi tvær seinni þáttarað- irnar fyrir RÚV. Það voru skjátextar fyrir sjónvarp. Manni finnst eins og RÚV sem stofnun sé með ákveðnar hefðir sem þarf að fylgja,“ segir Erla og bætir við að hugsanlega hafi hún upplifað meira frelsi varðandi tal- mál og slangur í bókinni. „En slangur úreldist mjög fljótt,“ útskýrir Erla. „Ef ég hefði farið að kynna mér rosa trendí unglinga- slangur hefði það kannski ekki elst vel. Maður reynir að nota eitthvað sem er kannski hlutlausara. En svo er annarra að dæma um hvernig tókst til við það.“ Erla segist muna sérstaklega eftir einu orði sem hún þurfti að velta fyrir sér. „Það var drittsekk. Slangur sem á tímabili náði inn í slangrið hjá krökkum hérna á Íslandi. Ég þýddi það sem drullusokk eða skíthæl,“ segir Erla. n Konan sem þýddi drittsekkinn Unglingarnir í Hartvig Nissen-skólanum í Noregi slógu eftirminnilega í gegn fyrir sjö árum síðan. Nú er hægt að lesa handrit Skam-þáttanna vinsælu í fjórum bókum í íslenskri þýðingu og sú síðasta kom út á dögunum. MYND/SKJÁSKOT Erla Elíasdóttir Völudóttir, þýðandi 64 Lífið 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.