Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 10

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 10
Nýja sjúkraskráin sem tekin var i notkun, þegar rannsóknin hófst, samanstendur af eftirtöldum eyöublöðum: 1 Samskiptaseðill 2 Heilsuvandaskrá 3 Spurningar um heilsufar 4 Framhaldsblað 5 Flæðiblaó 6 Lyfjablað 7 Rannsóknaseðill (beiðni) 8 Rannsóknir - yfirlitsblaö Allar upplýsingar um heilsufar hvers ibúa eru nú geymdar i einni möppu. Samskiptaseóill er fylltur út i hvert skipti sem íbúi á samskipti við heilbrigóisstarfsmann. Seðillinn er einnig notaður til þess að skrá upplýsingar án þess aö samskipti eigi sér stað t.d. úr lækna- bréfi. Er aldrei skráö i sjúkraskrána án þess aó fylla út seðil. Eftirtalin atriði af samskiptaseðlinum eru kóduð og skráð i tölvu: 1 Fæðingarnúmer íbúans 2 Einkennisnúmer heilbrigöisstarfsmanns 3 Dags. og klst. samskipta 4 Tilefni samskipta (Frá sjónarmiði ibúans) 5 Sjúkdómsgreining. 6 Örlausnir (rannsóknir, meðferð) Heilsuvandaskráin er efnisyfirlit sjúkraskrárinnar. Þar eru skráð öll vandamál tengd heilsufari hvers ibúa, sem vitaó er um. Byggist skráin annars vegar á svörum viö spurningum um heilsufar og hins vegar á upplýsingum af samskiptaseölunum. Öll kódun á samskiptaseóli hefur verið framkvæmd af riturunum. Tilefni hefur verið kódað samkvæmt flokkunarkerfi frá WHO: "Reasons for contact with health services, WHO/ICD 9/Rev. Conf./75.2". Sjúkdómsgreining hefur ver-ió kóduð samkvæmt 8. útgáfu Hinnar al- þjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár, ICD 8. Orlausnir hafa verið kódaðar samkvaamt flokkun, sem búin var til fyrir rannsóknina sérstaklega og byggist meðal annars á Gjaldskrá héraðslækna. Eftirtalinn tölvubúnaöur hefur verió notaður: 1 Á Egilsstöðum lítil tölva af gerðinni Wang 2200 S með innra minni af stærðinni 8 k-stafir (kilobyte). Tæki tengd þessari tölvu eru lykilboró, skjáriti, kasettu- tæki, kúluritvél og tæki til þess að senda og taka á móti upplýsingum gegnum simalínu. 2 I Reykjavik hafa verið leigð afnot af tölvu Krabbameins- skrár Islands, sem er af sömu gerð en stærri, Wang 2200 C með innra minni af stæróinni 20 k-stafir. Tæki tengd þeirri tölvu eru auk samskonar tækja til fjarskipta og á 8

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.