Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 20

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 20
4. kafli HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA A EGILSSTAÐASVÆÐINU 4.1 Skipan heilbrigöismála 1760 - 1974 (32). 1760-1876 Fyrsti læknir með búsetu á F1jótsdalshéraói var Brynjólfur Péturs- son. Hann var skipaóur 1772 héraóslæknir i Austfiróingafjóróungi og sat á Brekku i Fljótsdal. Sat læknir á Brekku nær óslitió frá 1772 til 1844 en síðan varð hlé á setu læknis þar til 1903. 1876-1900 Fram til 1876 var umdæmi þeirra lækna er sátu á Héraói Múlasýslur og A-Skaftafellssýsla. 1876 er Fljótsdalshéraói og Borgarfirói eystra skipað í 14. læknishérað nema Skriödals- og Eiðahreppi var skipaó í 15. læknishéraö meö læknissetur á Eskifirði. Fyrsti læknir í 14. læknishéraói var Þorvaróur Kjerúlf og sat á Ormarsstöóum í Fellum Nokkrar breytingar voru geróar á þessari læknaskipan meó laga- setningu um aukalæknishéruö. Þannig var Borgarfiröi skipaö i 2. aukalæknishéraö 1884 og sótti þá lækni til Seyóisfjarðar. Ennfremur var Jökuldalshreppi ofan Gilsár, Fellahreppi fyrir ofan Þórleifará, Fljótsdalshreppi, Skriödalshreppi og Vallahreppi skipað í 16. aukalæknishéraö 1896-1901, en i þaö héraó var þó aldrei skipaóur læknir. 1900-1944 Meó lögum nr. 24 13. okt. 1899 veróur enn breyting á læknaskipan á Héraöi. Er héraöinu skipt í 2 læknishéruö, Hróarstunguhérað sem náöi yfir Jökuldalshrepp báöum megin Jökulsár upp aö Gilsá, Hlxó- arhrepp, Tunguhrepp, Hjaltastaðahrepp, Borgarfjarðarhrepp og Eiðahrepp. Læknar i Hróarstunguhéraði sátu á ýmsum stöóum fram til 1926 en eftir þaó á Hjaltastað. Stirölega viróist hafa gengiö aö fá lækni i héraóið og voru tiö læknaskipti og þvi oft gegnt af Brekkulæknum. Þó sat Ari Jónsson samfleytt á Hjaltastaó 1926-1933 og Valtýr H. Valtýsson 1933-1941. Hitt læknishéraóiö, Fljótsdalshéraö, náði yfir Jökuldalshrepp báöum megin Jökulsár fyrir ofan Gilsá aö meðtaldri Jökuldalsheiði, Möórudal og Víóidal, Fellahrepp, Fljótsdalshrepp, Skriödalshrepp og Vallahrepp. Læknissetur ákveöiö meó lögum aö Brekku 1932, en þá höfóu læknar F1jótsdalshéraðs setið þar síðan 1903. Mun meiri festa hefur veriö á setu læknis á Brekku en í Hróars- tunguhéraði. Jónas Kristjánsson situr þar frá 1903-1911, Hendrik Erlendsson 1911-1912, Ólafur ó. Lárusson 1912-1925, Bjarni Guð- mundsson 1925-1933 og síðan Ari Jónsson 1933-1944. Aöfaranótt 3. jan. 1944 brann læknisbústaðurinn og sjúkraskýlið á Brekku til kaldra kola og var ekki endurreistur. Varð bruninn 18

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.