Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 18

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 18
Fækkun augnáverka vegna framrúðuslysa hin síðari ár ✓ I könnun á tíðni meiriháttar augnslysa, sem gerð var á Augndeild Landakotsspítala 1980 og tók til 9 ára* *, kom fram að leggja þurftí inn til meðferðar um 60 alvarleg augnslys árlega. Einnig kom þar fram að augnslys eru miklu algengari meðal karla (86%) en kvenna (14%) og er hlutfallið 6,2/1. Umhugsunarvert er að 75% slasaðra voru yngri en 30 ára og 41% yngri en 16 ára. Slysin urðu í sambandi við vinnu(37%), tengd leikjum og íþróttum (36%), á heimili (15%), í sambandi við áfengisneyslu (8%) og tengd umferð (4%). Helstu afleiðingar slysanna voru þær að varanlegt sjóntap hlaust af í þriðjungi tilvika og 16% augna voru lögblind eftir slysið (sjón <6/60). Fjarlægja þurfti rúmlega 7% augnanna. Ljóst er að koma hefði mátt í veg fyrir mikinn hluta slysanna með fyrirbyggjandi aðgerðum svo sem: 1) Notkun hlífðargleraugna við vinnu sem oft veldur augnslysum eins og þegar unnið er með smergel, naglar reknir eða stáli barið í stál. Sama gildir um meðhöndlun ætiefna. Líklegt er að hlífðargleraugu hefðu getað komið í veg fyrir um 20% slysanna. 2) Með notkun öryggisbelta í bifreiðum má ætla að hægt hefði verið að koma í veg fyrir öll framsætaslysin sem flest voru mjög alvarlegs eðlis. 3) Með því að hindra hættuleiki barna hefði mátt koma í veg fyrir um fjórðung slysanna, sem mörg hver voru afskaplega alvarleg. I nýrri könnun á orsökum augnmissis, sem gerð var á Augndeild Landakotsspítala** kemur fram að þriðjungur er vegna augnáverka. Stórlega hefur dregið tír brottnámi augna vegna slysa hin síðari ár og sér í lagi hafa augnáverkar vegna framrtíðuslysa nánast horfið eftir að notkun bílbelta fór vaxandi á síðari hluta níunda áratugar. Brottnám augna vegna slysa á Islandi 1965-89 25 20 15 10 5 0 65-69 70-74 75-79 80-84 85-89 5 ára tímabil Mynd 11 * Guðmundur Viggósson, Læknablaðið, fylgirit 12, ág. '81 ** Sigríður Þórisdóttir, óbirtar niðurstöður 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.