Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 18
Fækkun augnáverka vegna framrúðuslysa hin síðari ár
✓
I könnun á tíðni meiriháttar augnslysa, sem gerð var á Augndeild Landakotsspítala
1980 og tók til 9 ára* *, kom fram að leggja þurftí inn til meðferðar um 60 alvarleg
augnslys árlega. Einnig kom þar fram að augnslys eru miklu algengari meðal
karla (86%) en kvenna (14%) og er hlutfallið 6,2/1. Umhugsunarvert er að 75%
slasaðra voru yngri en 30 ára og 41% yngri en 16 ára. Slysin urðu í sambandi við
vinnu(37%), tengd leikjum og íþróttum (36%), á heimili (15%), í sambandi við
áfengisneyslu (8%) og tengd umferð (4%). Helstu afleiðingar slysanna voru þær
að varanlegt sjóntap hlaust af í þriðjungi tilvika og 16% augna voru lögblind eftir
slysið (sjón <6/60). Fjarlægja þurfti rúmlega 7% augnanna.
Ljóst er að koma hefði mátt í veg fyrir mikinn hluta slysanna með fyrirbyggjandi
aðgerðum svo sem: 1) Notkun hlífðargleraugna við vinnu sem oft veldur
augnslysum eins og þegar unnið er með smergel, naglar reknir eða stáli barið í
stál. Sama gildir um meðhöndlun ætiefna. Líklegt er að hlífðargleraugu hefðu
getað komið í veg fyrir um 20% slysanna. 2) Með notkun öryggisbelta í
bifreiðum má ætla að hægt hefði verið að koma í veg fyrir öll framsætaslysin sem
flest voru mjög alvarlegs eðlis. 3) Með því að hindra hættuleiki barna hefði mátt
koma í veg fyrir um fjórðung slysanna, sem mörg hver voru afskaplega alvarleg.
I nýrri könnun á orsökum augnmissis, sem gerð var á Augndeild
Landakotsspítala** kemur fram að þriðjungur er vegna augnáverka. Stórlega
hefur dregið tír brottnámi augna vegna slysa hin síðari ár og sér í lagi hafa
augnáverkar vegna framrtíðuslysa nánast horfið eftir að notkun bílbelta fór
vaxandi á síðari hluta níunda áratugar.
Brottnám augna vegna slysa á Islandi 1965-89
25
20
15
10
5
0
65-69 70-74 75-79 80-84 85-89
5 ára tímabil
Mynd 11
* Guðmundur Viggósson, Læknablaðið, fylgirit 12, ág. '81
** Sigríður Þórisdóttir, óbirtar niðurstöður
14