Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 27
Efniviður. Sjúkraskrár allra, sem slösuðust í bifhjólaslysum árin 1987-1989, og
leituðu á Slysadeild Borgarspítalans, voru kannaðar. Einnig voru fengnar
upplýsingar frá Bifreiðaskoðun Islands, Byggðastofnun,
Lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, Sjóvá-Almennum tryggingum hf.,
Umferðarráði og Ökukennarafélagi Islands.
Niðurstöður. Á árunum 1987-1989 leituðu 454 til Slysadeildar Borgarspítalans,
sem höfðu slasast í bifhjólaslysum. Þetta eru rúmlega 7% af öllum
umferðarslysum, með jafnri dreifingu milli ára. Umferðarráð skráði á sama tíma
200 slasaða úr bifhjólaslysum af öllu landinu. Fjórir létust.
Ökumenn bifhjóla voru 391 af 454 slösuðum (86%), en farþegar voru 14%.
Karlmenn voru 90% slasaðra. Meirihluti slasaðra notaði hjálm (72%) en
hlífðarfatnað notuðu aðeins 20%. í ljós kom, að 77% slasaðra voru á aldrinum
15-24 ára, þar af voru 89 af 454 aðeins 15 ára (20%). Undir lögaldri, voru 9%,
en 14% voru 25 ára og eldri (mynd 14.).
Aldursskipting slasaðra
Fjöldi
í %
Mynd 14
Flest slysanna áttu sér stað síðdegis og á kvöldin (kl. 17:00 - 24:00) eða 47%, 43
% á dagtíma (08:00 - 17:00), en aðeins 10% á nóttunni. Flest slysin voru í
september, 65 (14%), en yfir 50 bifhjólaslys á mánuði áttu sér stað frá maí til loka
október, en mun færri slys aðra mánuði ársins. Vitað er með vissu að aðeins 13%
slysanna áttu sér stað á vinnutíma og 45% í frítíma. Líklegt að þau 42%, sem upp
á vantar, hafi átt sér stað utan vinnutíma. Hinir 454 slösuðu hlutu m.a. 15 heila-
°g taugaáverka, 116 liðbandsslit eða liðhlaup, 144 beinbrot og 242 sár. 14%
slasaðra voru lagðir inn á sjúkrahús til áframhaldandi meðferðar.
23