Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 30
Fjórhjólaslys í Hvammstangalæknishéraði 1987 og 1988.
Flutt á Norrœnni slysavarnaráðstefnu 1991. Haraldur Tómasson, heilsugœslulœknir.
Markmið skýrslu þessarar er að vekja athygli á slysahættu þeirri sem notkun
fjórhjóla hefur í för með sér. Hvammstangalæknishérað er á Norðurlandi vestra,
það er víðlent og þjónar Vestur-Húnavatnssýslu og Bæjarhreppi í Strandasýslu.
Ibúafjöldi árin 1987 og 1988 var um það bil 1750 og helstu atvinnuvegir eru
landbúnaður og sjávarútvegur og þjónusta tengd þeim.
Ein heilsugæslustöð er í héraðinu og þangað leita allir sem lenda í slysum á
svæðinu. Skýrsla þessi er byggð á gögnum stöðvarinnar og jafnframt voru
fengnar upplýsingar um fjölda fjórhjóla hjá Bifreiðaeftirlitinu á Blönduósi.
Haustið 1986 voru fyrstu fjórhjólin flutt inn í héraðið, fjöldi þeirra jókst hratt árið
1987 og í lok ársins 1988 voru 49 fjórhjól skráð í héraðinu.
Á árunum 1987 og 1988 leituðu 9 slasaðir ökumenn fjórhjóla meðferðar á
heilsugæslustöðinni á Hvammstanga. Áverkar þeirra hlutust er þeir köstuðust
annað hvort fram eða aftur fyrir hjólin og stundum lentu hjólin ofan á þeim. Þeir
slösuðu voru allir karlmenn, búsettir á svæðinu.
Nánar um slysin:
Spítala- Slysa-
vist bætur
Mán./ár Aldur Áverki (dagar) (dagar)
02.87 21 Kinnbeins- og augntóftarbrot/ andlitsáverkar 7 21
06.87 42 Tognun í baki 7 36
10.87 25 Liðhlaupsbrot milli axlarhymu og viðbeins,
heilahristingur 5 95
02.88 24 Liðhlaupsbrot milli axlarhymu og viðbeins 3 115
06.88 36 Nef- og kinnbeinsbrot. Andlitsáverkar 11 75
09.88 26 Mar á bijóstkassa 2 0
09.88 58 Tognun í baki 0 6
09.88 55 Tognun í læri 0 25
11.88 30 Mar á upphandlegg 0 0
Átján prósent ökumanna lentu í slysum á þessu tveggja ára tímabili. Slysin voru
misjafnlega alvarleg eins og fram kemur í töflunni. Fyrir utan áverkana og
persónulegt tjón er kostnaður þjóðfélagsins töluverður. Sjúkrahúsdagar urðu
samtals 33 og slysabætur greiddar í samtals 373 daga.
Slysin gerðust bæði við leik og störf. Áfengisneysla var ekki til staðar.
Hjálmanotkun var engin. Sum slysanna stöfuðu af hraðakstri, óvarkámi og
ungæðishætti, en önnur má rekja til reynslu- og æfingaleysis.
Síðan þessi skýrsla var tekin saman, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sú
tískubóla sem fjórhjólin vissulega voru hefur hjaðnað. Fjórhjólaslys gerast þó enn
og í Hvammstangalæknishéraði hafa nokkur slys átt sér stað eftir 1988.
Ennfremur hafa komið fram síðkomnar afleiðingar slysanna hjá nokkrum
ökumönnum.
26