Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 22

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 22
Höfuðmeiðsli hjá bömum og unglingum við umferðarslys árið 1989. Nýkomur á slysa- og bráðavakt Borgaraspítalans. Kristinn Guðmundsson, yfirlæknir, heila- og taugaskurðlækningadeildBorgarspítalans. * A árinu 1989 komu á slysa- og bráðavakt Borgarspítalar.s samtals 42.283 sjúklingar með nýja áverka af hinum margvíslegustu ástæðum. Eftir umferðarslys komu 1083 karlar og 910 konur, samtals 1993 manns (4,6%). Eftir önnur slys komu 25.062 karlar og 15.960 konur, samtals 41.022 manns (95,4%). í allt töldust þetta þá vera 43.015 slys. Af þessum mikla fjölda voru 2188 komur vegna höfuðáverka eða höfuðmeiðsla, í þess orðs víðustu merkingu. Þar af komu 183 (8,4%) eftir umferðarslys, þ.e. 36 böm (0-14 ára) en 147 fullorðnir. Komur voru öllu tíðari seinni part vikunnar og flestar aðfaranótt sunnudags og á sunnudögum. Að meðaltali var um að ræða u.þ.b. eitt höfuðslys, eftir umferðarslys, annan hvern dag. Af þessum 183 sjúklingum komu flestir milli kl. 16:00 og 24:00 á daginn, alls 80 manns. Milli kl. 08:00 og 16:00 komu 64 sjúklingar en 39 milli miðnættis og morguns. Væri borinn saman komutími og vikudagar sást að flestir komu á fimmtudags- og föstudagskvöldum og aðfaranótt laugardags og einnig aðfranótt sunnudags og á sunnudögum. Það voru 115 karlar og 68 konur með höfuðáverka eða höfuðmeiðsli eftir umferðarslys. Á aldrinum 0-4 ára voru sex (4/2), 5-9 ára voru 19 (9/10), 10-14 ára voru 11 (11/10), 15-19 ára voru 53 (32/21), 20-24 ára voru 16 (10/6) og 25 ára eða eldri voru 78 (49/29). Könnuð var tegund vegfarenda. Ökumenn (bifreiða) voru 79 (51/28). Engin böm. Farþegar (bifreiða) voru 57 (30/27), þar af sex drengir og fjórar stúlkur. Bæði þegar um var að ræða ökumenn bifreiða og farþega var 15-19 ára aldurshópurinn langstærstur, ökumenn 22 (14/8) og farþegar 24 (12/12). Ökumenn bifhjóla voru aðeins tveir drengir (10-14 og 15-19 ára) og farþegar tveir (þar af ein 15-19 ára stúlka), einn reiðmaður (0-4 ára stúlka) og 21 hjólreiðamaður, þar af 17 á barnsaldri (13/4). Gangandi vegfarendur voru 20, þar af sex böm (3/3) og fjórir unglingsdrengir. Oskilgreint var eitt tilfelli. Upplýsingar um vamir vegfarenda reyndust óvissar og verða því ekki ræddar að sinni. Að lokum voru könnuð afdrif hinna slösuðu og borin saman við tegund vegfarenda og aldur. Eftir skoðun fengu 131 sjúklingur (72%) að fara heim, einn fór í fylgd lögreglu en hinir 50 (27%) voru lagðir inn, flestir eða alls 46 á Borgarspítalann. Einn lést fyrir innlögn (ökumaður bifreiðar, 15-19 ára). 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.