Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 24

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Blaðsíða 24
Slysavarnir eða fyrirbyggjandi aðgerðir Mikil umræða fer nú fram um sparnað í heilbrigðisþjónustunni. Engum blandast hugur um að málið er viðkvæmt því oftast kemur slíkur sparnaður niður á þjónustunni. Einfaldasta leiðin til sparnaðar er án efa að gríþu til aðgerða, sem koma í veg fyrir sjúkdóma eða meiðsl. Hér verður rætt um fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að draga úr áverkum við umferðarslys, þ.e. skyldunotkun loftpúða (Air bags) í bifreiðum og hjálmanotkun bama á reiðhjólum. Loftpúðar (Air Bags) í bifreiðum. Hver er árangur af slíkum útbúnaði. Verður hér getið niðurstöðu tveggja rannsókna í Bandaríkjunum. Dánartíðni ökumanna lækkaði um 28% í bifreiðum með loftpúða við framaná- árekstur borið saman við dánartíðni ökumanna í bifreiðum án slíks útbúnaðar (Insurance Institute for Highway Safety. USA. 1991). Dánartíðni lækkaði um 19% í heild ef miðað var við allar tegundir af árekstrum, 21% fyrir bflstjóra án bflbeltis og 9% fyrir bflstjóra í beltum. Tíðni meðal- og alvarlegra áverka var 25-29% lægri meðal ökumanna í bifreiðum af árgerðl990 sem búnir voru loftpúðum, en meðal ökumanna í bifreiðum af sömu árgerð, sem einungis voru útbúnir með bflbeltum (Highway Loss Data Institute. USA. 1991). Sjúkrahúsinnlagnir voru 24% færri meðal ökumanna í bifreiðum með loftpúða. Þessar niðurstöður eru byggðar á athugun á tryggingabótum vegna 4000 ffamaná- árekstra, þar sem meðal viðgerðarkostnaður reyndist kr. 300.000, þ.e. meiriháttar árekstrar. Víða um lönd hafa nú verið settar reglugerðir um að bifreiðar séu útbúnar með loftpúðum. í bandarískum bflum er slíkur útbúnaður algengur. Skilyrði fyrir því að Volvo fær að selja bifreiðar, t.d. í Þýskalandi og í fleiri löndum í Evrópu, er að bifreiðar þeirra séu útbúnar með loftpúða. Lagt er til að sett verði ákvæði í lög um að einungis sé leyft að selja bifreiðar með loftpúðum hér á landi. Við Islendingar höfum verið eftirbátar í umferðaröryggisaðgerðum borið saman við aðrar þjóðir. Drögum lœrdóm afað það tók 10 ár að lögfesta bílbelti í bifreiðar hér á landi. Sá dráttur varð okkur dýrkeyptur í mannslífum. 20 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.