Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 11

Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 11
líka þrír eðlisfœðingar, Möbius, Einstein og Newton, og þeir eða minnsta kosti einn þeirra býr yfir leyndarmálinu sem varðar líf og dauða allra þeirra, sem búa á jörðinni. Hjá Shakespeare var heimurinn leiksvið, hjá Dúrrenmatt er hann geðveikrahœli, eða öllu heldur: það er svo komið, að heimurinn verður að loka inni afburðamenn sína, svo þeir verði ekki heiminum að tjóni. Kannske er ekki rétt að segja, að heimurinn loki þá inni, hann vill miklu fremur misnota þá í skammsýnu kapphlaupi um framfarir og völd. En það er afburðamaðurinn, sem verður að krefja sjálfan sig persónulegrar ábyrgðar: annaðhvort verð ég að þurrkast út úr meðvitund mannkynsins eða mannkynið sjálft þurrkast út! Sveinn Einarsson veitti okkur góðfúslega heimild til þess að birta þenn- an kafla úr leikhúspistli, sem hann flutti í Ríkisútvarpið fyrir nokkru, þar sem bœði þessi merku leikrit eru nú f uppsiglingu f leikhúsunum hér. Leikfélag Reykjavíkur œfir nú leikrit Dúrrenmatts undir leikstjórn Lárus- ar Pálssonar og fara Gísli Halldórsson, Helgi Skúlason og Guðmundur Pálsson með hlutverk eðlisfrœðinganna. Regína Þórðardóttir leikur geð- veika lœkninn. Leiktjöld málar Steinþór Sigurðsson. Þá er í vcendum hjá Þjóðleikhúsinu sýning á ,,Andorra" og hefjast œf- inoar um mánaðamótin febr.-—marzj. Hefur leikhusið ráðið austurrísk- an leikstjóra, Walter Firner, sem stjórnaði ,,Don Camillo" f Þjóðleikhús- inu árið 1957, til þess að setja leikritið á svið. (Nánar verður sagt frá ,,Andorra" í nœsta blaði). Um gengi þessara fveggja leikrita er það að segja, að þau voru og eru gangmesfu leikrit síðasta og þessa leikárs; sem dœmi ma nefna að í októmer-mánuði einum saman voru ,,Eðlisfrœðingarnir" frumsýndir í 14 borgum í Þýzkalandi og ,,Andorra" var lang efst á lista allra þeirra leik- rita, sem sýnd voru f V-Þýzkalandi á sfðasta leikári.

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.