Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 14

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 14
Það er ókaflega erfitt að segja, það eru heil ósköp, sem ég hef les- ið og séð og hrifizt af. Af amerísk- um höfundum eru það helzt þeir Miller, Tennessee Williams og Eugene O'Neill, sem ég hef miklar mœtur ó. Svo auðvitað Chechov, þessi leik- rit hans, sem eru yndisleg, sem mér þykir ókaflega vœnt um. Nú, og af Norðurlandahöfundum er svo nótt- úrlega Ibsen gamli, sem hefur verið mitt uppáhaldsskáld frá því ég las hann fyrst fyrir 30 árum, og Nordahl Grieg; hafa líklega fáir haft sterk- ari áhrif á mig, ég las þá svo ung- ur. Svo að við víkjum að Dimmuborg- um, hvert er efni þess leikrits í stór- um dráttum. Það er eiginlega maðurinn and- spœnis fortíð sinni. Maður, sem haf- izt hefur til mikils frama og auð- œfa með því að traðka á samborg- urum sínum, er fluttur aftur til sviðs ódœðisverkanna og þeirra aðstœðna sem mótuðu skapgerð hans í upp- hafi. Áttu nokkur fleiri leikrit í fórum þínum? Sigurður brosir nú og opnar renni- hurð á skrifborði sínu, þar sem get- ur að líta stafla af handritum. Hér er þetta flest, Stormur, Bú- mannsraunir, léttur gamanleikur, Hans hágöfgi, um Jörund hunda- dagakonung, og fleira, en þessu verður öllu að breyta eitthvað. Svo er ég hér með nýtt leikrit í smlðum. Ég vil helzt ekki fjölyrða um efni þess að sinni, en það á að vera um dálítinn hóp af fólki, sem er eig- inlega leiksoppur miskunnarlausra örlaga, á valdi afla, sem það rceður ekki við. Segðu mér að lokum, Sigurður, hvernig hefurðu farið að því að kljúfa þína persónu milli vinnu og ástundunar hugðarefnis þíns, hvern- ig hefur sambúðin verið með þess- um tveimur andstœðum? Það hefur örlítið bœtt úr skák, að frá 1942 hefur starf mitt verið að einhverju leyti tengt bókum, en bless- aður vertu, á milli þeirra hefur ver- ið ósœttanlegt stríð, þótt þetta hafi baslazt svona, í bezta lagi hefur ver- ið vopnaður friður. þh gagnrýnd gagnn/ni Gagnrýnandi er sá, sem tjáð getur með nýjum hœtti, eða í nýju efni, skilning sinn á því, sem er fagurt. Æðsta gagnrýni og hin vesœlasta eru hvort tveggja með vissum hœtti sjálfstjáning. Oscar Wilde. „Listgagnrýni er skilgreining, ákvörðun, sjúkdóms- greining", lét fyrir nokkru einn þekktasti hljómlistargagn- rýnandi Múnchen-borgar, K. H. Ruppel, hafa eftir sér. Með öðrum orðum: túlkandi eða skapandi listamaður er aðeins mismunandi þjáður sjúklingur og listdómarinn lœknir, sem finnur meinið og lýsir því — það er allt og sumt. Þessi skoðun virðist ríkja meðal margra hér á landi líka. Fyrir bragðið ber hér alltof lítið á uppbyggjandi umrœð- um eða hugleiðingum í blöðum um nýflutt verk, því að gagnrýnendur hafa þegar kveðið upp dóm sinn, svona er það, basta, og þar við situr. Það er svo ósköp notalegt að sitja prúðbúinn í dimmum leikhús- og kvikmynda- sölum, skoða annarra manna verk og fá svo að láta sitt eigið Ijós skína á eftir einsog það hafi verið gagnrýn- endur, sem forðum gróðursettu skilningstré góðs og ills. Og það er svo sem ósköp mannlegt hjá þeim að halda það. En nú bregður samt svo skringilega við, að „lœknarnir" eru oftast ekki á einu máli um, hvað að sjúklingnum gangi, þótt flestir séu kannske hœfir í sinni grein. Guði sé lof! Því að þetta cetti að afsanna kenningu vinar okkar, Ruppels, um að listmat sé eins og sjúkdómsgreining og listamaður og verk hans aðeins með einhvern sjúkdóm, sem kenna má á röntgenmynd eða með skoðun uppí sjúkling. Listmat er miklu meira. Listaverk getur fallið mér illa í geð, en það er engin forsenda til þess, að það þurfi einnig að misbjóða manninum við hliðina á mér. Það vœri sjálfbirgingsskapur af mér að halda slíku til 10

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.