Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 15

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 15
streytu, — og það er einnig sjálfbirgingsskapur af gagn- rýnendum að gera það. Þeir eru því miður ekki gœddir þeim guðlega innblœstri að kunna að aðgreina óhagg- anlega rangt frá réttu, illt frá góðu. Það hefur sagan oft sýnt á raunalegan hátt. Og því œttu þeir heldur ekki að vera þess umkomnir að segja blátt áfram: sjá, þetta er gott, það skal lofa, en hitt er slœmt, þv! skal úthúða. Gagnrýni getur ekki og á ekki að vera annað en ,,með vissum hœtti sjálfstjáning". Tjáning sinnar afstöðu, síns umhverfis, síns t!ma. Þess vegna ber heldur ekki öllum saman. Skemmtilegt dœmi var afstaða gagnrýnenda til nektaratriða kvikmyndarinnar 79 af stöðinni. Öllum þeim yngri úr hópi gagnrýnenda þótti þau með betri atriðum myndarinnar, sáu í þeim vissa fegurð, póetík, angurvœrð. Þeir, sem eldri voru, sáu þar undantekningarlaust smekk- leysi, sóðaskap, siðleysi. Slík var sjálfstjáning tveggja hópa, tveggja tima. Hvorir höfðu ,,rétt fyrir sér"? En einmitt sem sjálfstjáning gœti gagnrýni (ósköp er þetta nú leiðinlegt orð) verið meira en aðeins gagnrýni. Hún gœti orðið smáliður í listaverkinu, vangaveltur, snefill af hungurvöku. Dómar hafa verið gefnir út í bók- arformi, misjafnir að gœðum eins og gengur. En þá er ekki sama með hvaða hugarfari gagnrýni er rituð eða á hvaða forsendum. Gagnrýnendur verða að gera kröfur til sjálfra sín og verks sins. Á það hefur skort hér. Sumir vinna eftir uppmcelingu,- bara að skrifa nógu mikið um nógu margt: œviágrip höfundar eða efnisþráður eru sam- in uppúr leikskrá, leikstjórans getið (staðsetningar góðar og hraði eðlilegur) og leikarar nefndir hver á fœtur öðrum og flokkaðir undir gœðamat einsog tómatar, allt talið upp í röð og reglu, og síðan punktur. Aðrir slá sér upp á því að skírskota til þeirrar tilhneigingar fólks að hafa gaman af þv! að sjá annað fólk rakkað niður á prenti og skrifa rcetna og „vúlgara" gamansemi án mikillar ábyrgð- artilfinningar gagnvart sjálfum sér eða hinum gagnrýndu. Enn aðrir skrifa í sjáið-hvað-ég-veit-mikið-st!l, heil erindi um rókókó ! leiklist, ef þeir einhvern veginn geta komið þv! við. — Það er sorglegt, að sagt skuli, jafnvel í gamni, um einhvern misheppnaðan listamann, sem er að fara ! hundana: ja, hann getur þó alltaf orðið gagnrýnandi. Þannig eru dómar hér oft stœrilœtis- og sjálfbirgings- legir, en lítt uppbyggjandi. Það ber lítið á virðingu fyrir því, sem verið er að tala um, eða þeirri vinnu, sem oftast liggur þar að baki. Viðurkenndir listamenn, sem stunda list sína af einlœgni, kunnáttu og beztu getu, eru skamm- aðir einsog hópur af óknittnu skólafólki. Slíkt er oft lúxus hins andlega fátœka. Þótt stundum vanti rökin. Eða þau stangist óþyrmilega á. Á hinn bóginn er t. d. ekki oft hirt um að gera upp við sig hvaða stíl leikrit eða annað tilheyri, hvaða stefnu eða hugsun, heldur er það afgreitt hrátt og óverkað eins- og dauður, landrekinn sjófugl. Gagnrýni œtti að lýsa slíku fyrir lœrðum sem leikum, útskýra og vekja áhuga. Aðeins ef alls þessa er gcett, geta gagnrýnendur líka gert cernar kröfur til verka og túlkunar. Og eiga að gera það. Því að það eru þeir, sem að nokkru ráða ríkjandi mcelikvarða. Þv! hcerri kröfur sem gerðar eru, því hœrri „standard" má ná. Gagnrýnandi getur haft sínar ákveðnu ströngu skoðanir, komið þeim á framfœri og dcemt útfrá þeim, en hann má aldrei vera meinfýsinn, hrokafullur eða sinnulaus. Þekktur leiklistargagnrýnandi í Vínarborg, sem ég man því miður ekki hvað hét, var eitt sinn spurður, hvers vegna hann vœri ekki eins harðskeyttur og kjaftfor í dóm- um slnum og margir samstarfsmenn hans aðrir. Hann kvaðst þá fyrirverða sig fyrir að skjóta eiturörvum í allar áttir á heiðarlegt og gáfað fólk og hafa síðasta orðið án þess, að það gceti almennilega komið við vörnum eða skotið á móti útí myrkur vígis hans, áhorfendasalinn. Við, sem störfum að þessu blaði, viljum rýmka þetta vígi. Við cetlum ekki aðeins að gera blaðið að vettvangi umtals um sviðstúlkun, heldur einnig um gagnrýni henn- ar. Ekki svo að skilja, að við œtlum að segja öðrum gagn- rýnendum stríð á hendur. Síður en svo. En við viljum sveigjanleika; gefa þeim kost á að fá orðið líka, sem ekki eru sammála „hinum lcerðu gagnrýnendum". Við viljum vekja umtal um það, ef gagnrýnendur greinir mjög á um mat eða skilning á verki eða rök þeirra stangast á, þv! slíkt gœti orðið gagn og gaman. skap- að nýjar hugmyndir, ný sjónarmið og aukið víðsýni um leiktúlkun. Ef til vill yki það samstarf og gagnkvœman skilning gagnrýnenda og hinna gagnrýndu. Ef til vill mundi það glceða leiklist hér og leiklistaráhuga. Það finnst okkur vera kjarni hinnar svokölluðu gagnrýni. ólm

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.