Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 17

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 17
1. Sem leikari finnst mér það tví- mœlalaust. 2. Auðvitað á hann að rita sem sá, er meira veit. Annars gœti hann ekki orðið áhorfendum leiðbeinandi. 3. Hann á tvímœlalaust að hafa lesið leikritið og hafa aðstöðu til að fylgjast með œfingum, en birta síð- an dóm sinn sem fyrst eftir frumsýn- ingu. 4. Eg vildi leggja það að jöfnu og finnst varla unnt að gera þar uppá milli. 5. Að vinna að auknum þroska leikara og áhorfenda og vera skrif- uð af nœgri þekkingu, einsog þegar er að vikið. 6. Eg geri þœr kröfur til gagn- rýnenda, að slík spurning sé óþörf. 7. Já, það vœri œskilegt og báðum aðiljum hollt. 8. Ekki œtti það að skaða. 9. og 10. Ég biðst ekki vœgðar. En ég veit af því, sem ég hef séð, að í flestum tilfellum leggja leikar- arnir sig alla fram og gera sér far um að vinna vel og af fyllstu ein- lœgni að list sinni. Þroskatími leikar- ans er langur ekki síður en gagnrýn- andans, og ef báðir aðiljar ganga heiðarlega til verks, þá má góðs vœnta í framtíðinni. Og þá mundu hvorki íslenzkir leikritahöfundar eða leikarar œskja þess, að til þeirra yrðu gerðar minni kröfur en til er- lendra starfsbrœðra sinna. STEINDÓR HJÖRLEIFSSON leikari 1. Já. 2. Umfram allt sem sá er meira veit. T. d. gerir venjulegur áhorfandi stundum ekki greinarmun á leik og hlutverki, hvort leikari leikur vel, eða hvort hann er einfaldlega að leika þakklátt hlutverk. Leikdómarinn, sá er meira veit, sýnir þar aftur á móti snilli sína og leiðir hinn venjulega áhorfanda í allan sannleikann. 3. Hann œtti að gera það. Hvort gagnrýnandi œtti að sjá fleiri en eina sýningu, og jafnvel œfingar, er komið undir því, hve snjall hann er, og hve mikið hann vill auka þekkingu sína á viðfangsefninu, sem hann á að gagnrýna. 4. Hins leikrœna — ef um leikdóm er að rœða. 5. Þjóna listinni, í þessu tilfelli 6. Nei. Það er bara að halda sig við efnið. 7. Ef honum finnst það gagnlegt. Ég hef engan samanburð. 8. Það vœri hreint ekki svo afleitt. 9. Svona upp og niður. Oft er gagnrýnin skrifuð af skilningi, en stundum er hún alveg furðuleg. Kröf- urnar eiga að vera strangar en rétt- látar. Ef verið er að þjóna listinni, þá á hún að vera sú sama á Islandi og annars staðar, og er því engin ástœða til að slaka á kröfum hér. 10. Ég held ekki, takk fyrir. GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR leikkona 1. Það er lágmarkskrafa. — Ég mundi aldrei skrifa um fótbolta- keppni, nema að þekkja allt til þeirrar íþróttar. 2. Hann má ekki skrifa frá sjón- armiði venjulegs áhorfanda, heldur sem sá, er þekkingu hefur, þannig að ekki aðeins áhorfendur heldur einnig leikarar geti byggt á dóm- inum. 3. Nauðsynlegt er í öllum tilfellum að hafa kynnt sér leikritið áður. Æf- ingu þarf gagnrýnandi ekki nauð- synlega að hafa séð nema í einstaka tilfellum. Hann á að vera ferskur og geta séð af einni sýningu, hvað er að. 4. Til leikrœns gildis, en auðvitað helzt þetta í hendur. 5. Kjarval var eitt sinn spurður um álit sitt á vissri málverkasýningu. Hann svaraði því til, að sýning gœti verið misjöfn, en aðalatriðið til þess að njóta hennar vœri inn- stilling manns sjálfs. Hann fœri já- kvœtt innstilltur að sjá sýningar. Þannig œttu gagnrýnendur líka að koma í leikhús svo að mat þeirra geti verið jákvœtt gagnvart leikhús- inu túlkendum og uppbyggilegt fyr- ir listgreinina, jafnvel í svœsnustu gagnrýni, en aldrei biturt eða nei- kvœtt. 6. Nei. En það hefur sýnt sig, að sumir hafa ekki getað forðast það hér. Jafnframt hœttir hinni dœmi- gerðu íslenzku kímnigáfu að skjóta upp kollinum, að vera fyndinn á kostnað annars. Það er nokkur freist- ing fyrir gagnrýnendur. 7. Já, það œtti að vera œskilegt. Hér er gert afar lítið af því. 8. Teoretísk er sjálfsögð, praktísk, œskileg. 9. og 10. Kröfur hérlendis eiga að vera jafnstrangar og erlendis. — Gagnrýnandi verður alveg eins og leikari að vinna sig upp. Þegar það er komið, er gagnrýni hans aldrei of ströng, aldrei of góð. En frá sum- um gagnrýnendum kœrir maður sig ekki einu sinni um hól. Góð gagn- rýni er sanngjörn, og það má mikið taka mark á henni. GUNNAR EYJÓLFSSON leikari og leikstjóri 1. Algjörlega nauðsynlegt. 2. Hann þarf að geta fœrt rök að því sem kunnáttumaður, hvað gott sé eða hvað betur mœtti fara, er almennur áhorfandi mundi e. t. v. ekki geta séð. 3. Það er nauðsynlegt að hafa a. m. k. lesið það og helzt fylgzt með einni eða tveimur œfingum til þess að geta greint á milli, hvað sé leik- ritsins og hvað sýningarinnar. 4. Mér finnst það tíma- og rúm- eyðsla að fjalla mikið um bók- menntagildi erlendra leikrita, sem víða nafa verið tekin gagngert und- ir mœliker, eða klappa einhverjum erlendum leikritaskáldum föðurlega á kollinn og segja honum álit sitt, en þegar íslenzkt leikrit á í hlut, þarf að gera bókmenntagildinu meiri skil. 5. Hún á að vera aðhald um þróun leiklistarmála og stuðla að betri leik- listarþroska. 6. Af og frá. Sá gagnrýnandi, sem lítur á starf sitt alvarlega mundi tœplega láta óskild sjónarmið hafa áhrif á skrif sín. 7. Já, og að mínu viti gera hér- lendir gagnrýnendur of lítið af þessu. 8. Öll vitneskja um það, hvernig leiksýning verður til, er góð, því að með því getur gagnrýnandi skrifað af öryggi og rökstutt hina tœknilegu hlið sýningarinnar. 9. Báðar öfgar eru til, — og allt þar á milli. Garðyrkjumaðurinn með- höndlar ekki fyrstu frjóangana sömu höndum og uppvaxinn stofninn. 10. Gagnrýnendur œttu aldrei að gleyma því, að þeir eru einn liður í framþróun leiklistar okkar í dag. Þeir œttu því að skrifa um sýning- una í dag með það í huga, hvernig þeir mœttu stuðla að því, að sýning- ar ókominna tíma geti orðið betri. HELGI SKÚLASON leikari og leikstjóri 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.