Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 20

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 20
Gagnrýnandi optimus Fyrirmyndargagnrýnandinn er í senn strangur og réttsýnn, ,,refsar þeim sem hann elskar". Til þess þarf hann að rita í valdi þekkingar sinn- ar, sem skal vera ýtarleg og mun nánari en hinna almennu áhorfenda, þar sem gagnrýnandi er leiðbein- andi þeirra og á að geta séð og bent þeim á ,,kosti og galla sýning- arinnar". Því vœri bezt, að hann þekkti og eitthvað tœknihliðar einnar sýningar, s. s. Ijóstœkni, raddbeitingu eða annað, sem við- kemur „theóríunni,/, svo að hann geti sem fyllst rökstutt mat sitt. Þó er þessi þekking ekki hreint grund- vallaratriði. Til viðbótar við hina almennu þekkingu sína skal gagn- rýnandi einnig hafa undirbúið sig fyrir hverja leiksýningu, kynnt sér leikritið og helzt séð a. m. k. aðal œfingu auk frumsýningarinnar, áð- ur en hann skrifar til þess að fá glögga heildarmynd af sýningunni. Hins vegar mœtti að sumra áliti gera þœr kröfur til hans, að hann geti einnig séð af einni sýningu, „hvað að er". Jafnframt er œski- legt, að hann skrifi fljótt eftir frum- sýningu til þess að kynna verkið, bendi á og meti leikrœnt gildi þess og fjalli einnig nokkuð um bók- menntagildi þess í stórum dráttum, þar eð þessi tvö atriði haldast „auð- vitað í hendur/'. Og út frá þessari umsögn gœtu vœntanlegir áhorf- endur að nokkru gert sér í hugar- lund efni og meðferð leiksins til auðveldari skilnings á því. Með því er strax sinnt öðru höfuðverkefni almennrar leikgagnrýni: að vekja áhuga almennings og leiðbeina hon- um .Hitt höfuðverkefnið er gagnvart leikaranum sjálfum og leikstjóra: að benda þeim á „ákveðna galla, sem skipta máli, og leiðir til að lag- fœra þá", stinga jafnvel uppá öðr- um leiðum til að túlka viss atriði, — „og er þá undir hœlinn lagt, hvort leikarar eða leikstjóri fari eftir þeim eða ekki". Aðalatriðið er að vera jákvœður í dómum sínum, gleyma aldrei virðingunni fyrir list- greininni, hafa í huga að reyna að betrumbceta hana eftir megni og vera því aldrei rœtinn eða bitur, láta aldrei „persónulega vild eða ó- vild, stjórnmálaskoðanir eða þ. h". hafa áhrif á skrif sín. Slíkt œtti að að vera auðvelt hér, þótt einstaka sinnum sé útaf brugðið. — Sé alls þessa gœtt, œtti leiklistargagnrýni að geta „þjónað listinni//, „fram- fleytt" henni og verið uppbyggjandi. „Jafnvel svœsnasta gagnrýni getur verið uppbyggileg". Fyrir utan hina reglulegu gagn- rýni œtti gagnrýnandi að gera sér far um að kynna sér að nokkru „vandamál og viðfangsefni" leik- húsanna, — en eftir krókaleiðum þó, því að of náið samband við leikara og leikstjóra gœti vitað eða óvitað haft áhrif á mat hans á listtúlkun þeirra og raskað hlutlœgni þeirri, sem hann á að stefna að eftir beztu getu, þótt hann geti aldrei náð henni í sinni hreinustu mynd (mannlegur veikleiki). Almennt œttu þó íslenzkir gagnrýnendur að leggja sig meira eftir því að kynnast þessum vanda- málum og viðfangsefnum. Aftur á m.óti mega þeir vera strangir og gera harðar kröfur til íslenzkrar leiklistar. Er henni aðeins gerður greiði með því að gera jafnstrangar kröfur hér sem erlendis, séu þessar kröfur bornar skikkanlega fram og báðir aðiljar sinni þeim í jákvœðu sam- starfi og gagnkvcemum skilningi. Rétt er þó að vera vœgari í kröfum sínum til íslenzkrar leikritunar, því sú listgrein er enn ung og óhörðnuð hér, og „garðyrkjumaðurinn með- höndlar ekki fyrstu frjóangana á sama hátt og fullvaxinn stofninn". Yfirleitt er gagnrýni hér heldur lin, en aðallega „er of lítið mark tak- andi á henni". Úr því verður að bœta. Kannske er það mögulegt með því að hafa það í huga, sem hér að ofan er á þrykk komið. Síðast en ekki sízt þarf svo gagnrýnandinn að hafa góðan smekk............. EKKI BÓK HELDUR BÓKMENNTIR HELGAFELLSBÓK 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.