Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 23

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 23
Frumsýningar í Reykjavík Þjóðleikhúsið Dýrin í Hálsaskógi eftir þorbjörn Egner Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Frumsýnt 15. nóv. 1962 í útvarpsviðtali sl. desember sagði Þjóðieikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, að öll leikrit, sem Þjóðleikhúsið tœki til sýninga, hefðu boðskap að flytja. Það mun ekki sízt eiga við barnaleikritið, Dýrin í Hálsaskógi. Þar stendur: 1. gr. Öll dýr í skóginum eiga að vera vinir. 2. gr. Ekkert dýr má borða annað dýr. 3. gr. Sá sem er latur og nennir ekki að afla sér matar má ekki taka mat frá öðrum. Þetta er boðskapur, sem að sjálfsögðu er öllum hollur og sennilega gáfulegar fram settur en margir þeir laga- krókar, sem varðveita eiga réttlœtið ! heiminum. En ekki er nú víst, að blessuð börnin skilji alla dýpt þess máls. Enda eru þau ekki endilega komin í leikhúsið til að hlusta á boðskap, heldur til að skemmta sér. Og v!st er um það, að skemmtan er unnt að fá. Mikki refur, sem í daglegu lífi heitir nú bara Bessi Bjarnason, er forkostulegur refur og ótrúlega lipur og fimur. Hann œtti bara að syngja öðruvísi; ekki rymja svona upp hálsi og lungum. Hann WÓDLEIKHÚSIÐ gœti t. d. sungið ! falshettu. Refir spangóla, þegar þeir taka lagið. Bangsahjónin voru líka mestu mektarhjú. Eða bakarahérarnir. Og mýsnar. Einnig var sviðið um margt vel unnið. Allt þetta var svo yfirmáta gaman, að það skiptir ekki eins miklu máli, þótt annað hafi ekki allt verið jafn hárfínt, en býsna misjafnt. T.d. dansarnir, fram- sögn, hópatriðin. Þetta er svo sem engin furða. Það er svo stór hópur á sviðinu, að erfitt er að hemja allan mann- skapinn, þar sem margt listafólkið er varla hœrra í loftinu en smœstu áhorfendurnir. Og leikstjórn Klemenzar Jóns- sonar var í mörgu létt, fjörug og ekki hugmyndasnauð. Aðalatriðið er líka, að allir skemmti sér. Það gerði ég líka. Aðallega við að horfa á áhorfendurna. ólm 19

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.