Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 33

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 33
með sanni sagt að hringur sé heppilegt form handa leik- riti, endaþótt hann sé ágœtur útaffyrir sig og í fyrrgreind- um tilvikum. Reigen — eða „Ástarhringurinn", einsog þýðanda hefur þóknazt að nefna leikinn (því þá ekki heldur „Ástahringurinn"?) — telst enda ekki til merkari verka Schnitzlers, þeirra er hann samdi handa leiksviði, og er það eftirtektarvert að kvikmyndin hefur fremur möguleika að gera leiknum skil en leikhúsið, og er þó ekki miðað við íslenzkt leikhús. Að öðru leyti er leikrit þetta ekki ádeila á hina sið- menntuð ósiðsemi sem grasseraði í evrópskri hámenn- ingu um aldamótin síðustu (og margir minnast með trega) heldur grín um skinhelgina í sambandi við þetta heims- frœga stúss; Schnitzler hneykslast m. ö. o. ekki vegna léttúðar tíðarandans, miklu fremur lœðist að manni lúmskur grunur þess eðlis að hún sé honum býsna hjart- fólgin, enda allir jafningjar í hennar augum, en þar sem henni sleppir hefst hrokinn og heimskan, uppgerðin og manngreinarálitið, og það er einmitt þetta sem Schnitzler fyrirlítur af öllu hjarta. í hans augum vantar samrœmi í lífsviðhorf og lífshœtti, en því aðeins að það sé fyrir hendi getur manneskjan (og þar með menningin) orðið fögur og sönn í kostum sínum og göllum. Schnitzler var skarpskyggn og hlutlœgur í mannlífsskoðun sinni, hann gerði óspart gys að heimsku og sýndarmennsku hins virðulega þjóðfélags sem fóstraði hann, en jafnframt unni hann því og samborgurum sínum, hann var líka skáld og fyrirgaf allt sem var fagurt í eðli sínu án tillits til þess hvaða mat hið viðtekna siðferði legði á slíkt. Til þess að sýna leikrit sem hefur óheppilegt form, annarlegan stil og viðkvœmt innihald þarf úrvalsleikara, í þessu tilviki ekki fœrri en tíu, annars er hcett við að fyrirtœkið falli saman einsog spilaborg. Ég vil ekki segja að sýning Leikfélags Reykjavíkur fái slíka útreið, það koma fyrir skemmtileg atriði í henni, full af hóflegum gáska og léttleika, og eiga þar helzt hlut að máli leik- konurnar Kristín Anna Þórarinsdóttir og Guðrún Ásmunds- dóttir, en oftar líkist hún, því miður, þessari hefðbundnu dagstofukómedíu sem er nœrri búin að ganga af ís- lenzkri leiklist dauðri. Yfir allri sýningunni er þó viss snyrtimennska, sem er einkar geðþekk, og eiga hin á- gcetu leiktjöld Steinþórs Sigurðssonar mikinn þátt í því jafnframt því sem þau tengja saman þau baugabrot sem hringurinn hans Schnitzlers er í umrœddri uppfœrslu. Það er að vísu menningarbragur yfir leikstjórn Helga Skúlasonar, en hann hefði mátt ganga lengra ! stílfœr- ingunni, fyrstu og síðustu atriðin eru of flöt og vantar þann ryþma sem þarf að ganga einsog rauður þráður gegnum heildina. Emil Eyjólfsson hefur þýtt leikinn á líflegt og snoturt mál, þó hjó ég eftir nokkrum ósnotrum orðum, sem eru kannski ágœt í munni íslenzkra aristókrata, en ekki þar með sagt að þeir í Vínarborg brúki þau. Endaþótt leikrit þetta eigi ekki brýnt erindi til okkar flytur það þó með sér svolítinn yl evrópsks kúltúrkvenna- fars, sem gerir oss léttar að þreyja þorra og góu. ob William Shakespeare: Leikrit I og II ! snilldarþýðingu Helga Hálfdanarsonar Erlenda deildin útvegar allar fáan- legar bœkur á erlendum málum Bókabúð Máís og menningar Laugavegi 18, simar 18106 og 15055 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.