Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 44

Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 44
I Kvikmyndir Kvikmyndin er yngst sjálfstœðra listgreina, og það er raunar ekki ýkja- langt síðan hún hlaut almenna viður- kenningu sem slík. Kvikmyndinni hef- ur verið borið ýmislegt misjafnt á brýn — að hún sé lágkúruleg, smekk- laus, ólistrœn og jafnvel siðspillandi. Allar þessar ásakanir má styðja með fjölmörgum rökum, og dcemin um lágkúru í kvikmyndagerð eru því mið- ur átakanlega miklu fleiri en dœmin um það gagnstœða. En þegar litið er á þá erfiðleika, sem kvikmyndagerð hefur átt við að etja, er hlutfallið milli góðra og vondra kvikmynda allt ann- að en óeðlilegt. Á fyrstu árum kvikmyndagerðar voru þessir erfiðleikar fyrst og fremst tœknilegs og formlegs eðlis. Tceki voru ófullkomin og erfið i notkun, og það leið langur tími þar til menn fundu aðferð til að láta kvikmyndina ta!a eigin máli, en ekki máli leikhúss og söngleikja. Fyrstu kvikmyndirnar voru ekki annað en kvikmyndað leik- hús. Myndavélin var lítið sem ekkert hreyfð og atburðirnir sýndir frá sjón- armiði áhorfenda í leikhúsi. En nokkrir kvikmyndastjórar fengu aðrar hugmyndir um eðli kvikmynd- arinnar. Þeir gerðu sér Ijóst að kvik- myndin fól í sér margskonar mögu- leika til túlkunar, sem voru alls ó- skyldir leiksviðstúlkun. Nafnkunnastir þessara manna voru Bandaríkjamað- urinn D. W. Griffith, sem gerði árið 1915 hina stórmerku mynd The Birth of a Nation (sýnd í Nýja Bió fyrir skömmu), Rússarnir Eisenstein og Pudovfkin og Þjóðverjarnir Pabst og Murnau. Þessir menn losuðu kvik- myndina úr viðjum leikhússins og sköpuðu henni sérstakan stíl — gerðu hana hreyfanlega að fleiru leyti en því, að myndirnar á tjaldinu hreyfast. Þeir fundu upp flest þau brögð sem nú er beitt í kvikmyndum: notkun nœrmynda, hreyfanlega myndavél, samklippingu margra stuttra atriða í eina heild o. fl. og gerðu kvikmynd- ina þannig að fullkomlega dynamisk- ri listgrein, þar sem myndavélin er ekki lengur hlutlaus áhorfandi at- burðar, heldur metur hann og vegur frá öllum hliðum og leitast við að benda á mikilvcegustu og estetísk- ustu hliðar hans. En þó að fundið hefði verið upp mál fyrir kvikmyndina var langt frá því, að allir örðugleikar vceru yfir- stignir. Kvikmyndin var enn þögul og hinn leiðigjarni texti þvceldist mjög fyrir. Kvikmyndastjórar reyndu að losa sig sem mest við hann — segja sem mest með myndunum ein- um saman — og komust oft furðu- lega langt í þeirri grein, þó þeir gœtu að sjálfsögðu aldrei losað sig algjör- lega við hann. Svarið við þessum vanda fékkst með uppfinningu hljóm- upptökunnar á myndarœmuna. En þegar kvikmyndastjórar fengu þessa uppfinningu í hendurnar var eins og þeir gleymdu öllu öðru sem þeir höfðu lœrt og fyrstu árin voru hljóm- kvikmyndir lítið annað en kvikmynd- að leikhús. Stafaði þetta meðfram af tœknilegum örðugleikum við hljóm- upptökuna. En smámsaman gerðu menn sér Ijóst, að flest af lögmálum þöglu myndarinnar voru enn í fullu gildi og tóku að notfœra sér þau á nýjan leik. Þegar hér var komið höfðu UpphafsmaSur nútí makvikmyndagerðar, David Wark Griffith (til vinstri) stjórnar atriði úr myndinni Intolerance (1916) i 40

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.