Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 44

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 44
I Kvikmyndir Kvikmyndin er yngst sjálfstœðra listgreina, og það er raunar ekki ýkja- langt síðan hún hlaut almenna viður- kenningu sem slík. Kvikmyndinni hef- ur verið borið ýmislegt misjafnt á brýn — að hún sé lágkúruleg, smekk- laus, ólistrœn og jafnvel siðspillandi. Allar þessar ásakanir má styðja með fjölmörgum rökum, og dcemin um lágkúru í kvikmyndagerð eru því mið- ur átakanlega miklu fleiri en dœmin um það gagnstœða. En þegar litið er á þá erfiðleika, sem kvikmyndagerð hefur átt við að etja, er hlutfallið milli góðra og vondra kvikmynda allt ann- að en óeðlilegt. Á fyrstu árum kvikmyndagerðar voru þessir erfiðleikar fyrst og fremst tœknilegs og formlegs eðlis. Tceki voru ófullkomin og erfið i notkun, og það leið langur tími þar til menn fundu aðferð til að láta kvikmyndina ta!a eigin máli, en ekki máli leikhúss og söngleikja. Fyrstu kvikmyndirnar voru ekki annað en kvikmyndað leik- hús. Myndavélin var lítið sem ekkert hreyfð og atburðirnir sýndir frá sjón- armiði áhorfenda í leikhúsi. En nokkrir kvikmyndastjórar fengu aðrar hugmyndir um eðli kvikmynd- arinnar. Þeir gerðu sér Ijóst að kvik- myndin fól í sér margskonar mögu- leika til túlkunar, sem voru alls ó- skyldir leiksviðstúlkun. Nafnkunnastir þessara manna voru Bandaríkjamað- urinn D. W. Griffith, sem gerði árið 1915 hina stórmerku mynd The Birth of a Nation (sýnd í Nýja Bió fyrir skömmu), Rússarnir Eisenstein og Pudovfkin og Þjóðverjarnir Pabst og Murnau. Þessir menn losuðu kvik- myndina úr viðjum leikhússins og sköpuðu henni sérstakan stíl — gerðu hana hreyfanlega að fleiru leyti en því, að myndirnar á tjaldinu hreyfast. Þeir fundu upp flest þau brögð sem nú er beitt í kvikmyndum: notkun nœrmynda, hreyfanlega myndavél, samklippingu margra stuttra atriða í eina heild o. fl. og gerðu kvikmynd- ina þannig að fullkomlega dynamisk- ri listgrein, þar sem myndavélin er ekki lengur hlutlaus áhorfandi at- burðar, heldur metur hann og vegur frá öllum hliðum og leitast við að benda á mikilvcegustu og estetísk- ustu hliðar hans. En þó að fundið hefði verið upp mál fyrir kvikmyndina var langt frá því, að allir örðugleikar vceru yfir- stignir. Kvikmyndin var enn þögul og hinn leiðigjarni texti þvceldist mjög fyrir. Kvikmyndastjórar reyndu að losa sig sem mest við hann — segja sem mest með myndunum ein- um saman — og komust oft furðu- lega langt í þeirri grein, þó þeir gœtu að sjálfsögðu aldrei losað sig algjör- lega við hann. Svarið við þessum vanda fékkst með uppfinningu hljóm- upptökunnar á myndarœmuna. En þegar kvikmyndastjórar fengu þessa uppfinningu í hendurnar var eins og þeir gleymdu öllu öðru sem þeir höfðu lœrt og fyrstu árin voru hljóm- kvikmyndir lítið annað en kvikmynd- að leikhús. Stafaði þetta meðfram af tœknilegum örðugleikum við hljóm- upptökuna. En smámsaman gerðu menn sér Ijóst, að flest af lögmálum þöglu myndarinnar voru enn í fullu gildi og tóku að notfœra sér þau á nýjan leik. Þegar hér var komið höfðu UpphafsmaSur nútí makvikmyndagerðar, David Wark Griffith (til vinstri) stjórnar atriði úr myndinni Intolerance (1916) i 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.