Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 48

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 48
ingum Helga Hálfdánarsonar og Matthíasar Jochumssonar. Leiknir voru kaflar úr Romeo og Júlíu, Mach- beth og Hinrik IV. Hinum ungu leikur- um var forkunnarvel tekið og þeir og leikstjórinn, Ævar Kvaran, hyllt ákaft ! leikslok. Sauðárkrókur. Leikfélag Sauðárkróks œfir nú „Fjalla-Eyvind", sem mun verða frumsýndur 13. apríl n.k. ! til- efni af 75 ára afmœli félagsins. — Leikstjóri er Eyþór Stefánsson. (Nán- ar verður sagt frá afmœli félagsins ! nœsta hefti). Selfoss. Leikfélag Selfoss œfir nú gamanleikinn „Grœnu lyftuna" und- ir stjórn Juliane Alfreðsson. GuSlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhús- stjóri, átti sextugs-afmœli 11. febrú- ar sl. Guðlaugur hefur verið Þjóð- leikhússtjóri frá opnun Þjóðleikhúss- ins. Þar að auki hefur hann gegnt mikilvœgum störfum í þágu nor- rœnnar samvinnu og síðast en ekki sízt er hann formaður Edda-film og er það framtaki hans að þakka, að ráðizt var ! gerð kvikmyndarinnar „79 af stöðinni", sem nú er sýnd víða erlendis. — LEIKHÚSMÁL óska Guðlaugi gœfu, gengis og langra lífdaga. Pétur Einarsson hefur tekið við hlut- verki „unga herrans" í Ástarhringn- um, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir. Sýnir hann all- mikla hœfileika og má þess vœnta, að hann komi oftar fram á sviði. IndriSi Waage, leikari, varð sextug- ur 1. desember sl. Hélt hann hóf á fjölum Þjóðleikhússins, að lokinni sýningu það kvöld, fyrir vini og starfsbrœður. Fjölmargar rœður voru fluttar og var honum veittur Skál- holtssveinninn fyrir unnin afrek á leiklistarbrautinni. Jón ASils, leikari varð fimmtugur 14. janúar sl. Urðu margir vinir hans til þess að heimsœkja hann þennan dag. Jóhann Pálsson, leikari, kvœntist Hrafnhildi Jónsdóttur 15. febrúar sl. — LEIKHÚSMÁL óska brúðhjónunum gœfu og gengis. Þorgrímur Einarsson mun nú eiga að gera sín fyrstu leiktjöld við Þjóð- leikhúsið. Hefur honum verið falið að gera leiktjöldin að „Andorra". Oddur Björnsson er nú að gefa út bók, mun hún vœntanlega koma á markaðinn ! þessum mánuði. Efni hennar eru fjórir einþáttungar. (LEIKHÚSMÁL vœnta þess, að leik- félögin sendi blaðinu fréttir og grein- ar um starfsemi félaganna og verður það jafnóðum birt í blaðinu). 44

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.