Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 51

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 51
Erlendar fréttir Gerhard Hauptmann (1862—1946). Þann 15. nóvember, s. I. voru hundr- að ór liðin frá fœðingu hins frœga þýzka leikritaskálds Gerhards Haupt- manns (Bókmenntaverðlaun Nóbels 1912). í tilefni af þvl voru fœrð upp fjölmörg af leikritum hans í nœstum öllum leikhúsum Þýzkalands, og víð- ar. En hápunktur þessa afmœlis var í Köln, þar sem haldin var Haupt- mann-vika og sýnd voru sjö leikrit eftir hann frá beztu leikhúsum lands- ins. (M. a. ,,Die Ratten", „Der rote Hahn", „Die Weber", „Rose Bernd" o. fl.). Leikrit þau, sem oftast voru sýnd í Þýzkalandi á síðasta leikári voru: „Und das am Heiligabend" eftir Blazek, 896 sinnum (að vísu aðeins sýnt 1 A-Þýzkalandi); „Andorra" eftir Max Frisch 630 sinnum; „Der zer- brochene Krug" eftir Kleist (612); „Nathan der Weise" eftir Lessing (579); „Hermann und Dorothea" eftir Goethe umritað af Ludwig Berger (556); ncestu þrjú í röðinnni eru gam- anleikir: „Gildran" eftir Thomas (sem var efst á listanum í fyrra), 499 sinn- um; söngleikurinn „Irma la Douce" (492) og „Patsy" eftir Conners (422). Agatha Christie hélt sunnudaginn 25. nóvember hátíðlegan í tilefni af því, að þá voru nákvœmlega 10 ár slðan hið vinscela leikrit hennar „Músa- gildran" var frumsýnt. Hún bauð þús- und gestum og gœddi þeim á þús- und punda afmœlisköku. „Músagildr- an" gengur enn fyrir fullu húsi, 1. febrúar hafði leikritið verið sýnt 4.231 sinni í Ambassador-leikhúsinu í London. Stanislavsky (1863—1938). —- Allur heimurinn hefur heyrt getið um Con- stantin Stanislavsky, rússneska leik- arann, leikhússtjórann, leikstjórann og kennarann. Hann er eitt mesta mikilmenni, sem leiklistin hefur átt. 17. janúar sl. voru hundrað ár liðin frá fœðingu hans. Walter Hudd (1898) lézt í London 20. janúar sl. 64 ára að aldri. Hudd var leikari og leikstjóri, auk þess sem hann skrifaði einþáttunga. Leiklistar- ferill hans er litríkur og að mestu tengdur frœgustu leikhúsum Lundna- borgar, lengst mun hann þó hafa verið við Old Vic-leikhúsið. 1950 var hann skipaður skólastjóri leiklistar- deildar „Central School of Speech and Drama", en þar kynntist hann íslend- ingum, sem þar voru við nám (Rúrik Haraldsson, Benedikt Árnason o. fI.). Hudd er vel kunnur hér á íslandi, því hann hefur stjórnað hér þrem leikrit- um við Þjóðleikhúsið: „Jónsmessu- draumi" eftir Shakespeare (1955); „Kirsuberjagarðinum" eftir Tsjekov og „Romanov og Juliet" eftir Peter Ustinov (1957). Það munu margir harma lát þessa fjölhœfa listamanns. Gustav Grundgens hefur unnið enn einn stórsigur með nýrri uppfœrslu á „Don Carlos" eftir Schiller í Schau- spielhaus í Hamborg. Lék hann sjálfur Philipp konung. Kurt Stieler hefur leikið með Josef Kainz, Albert Bassermann, Werner Krauss og í dag leikur hann með Thomas Holtzmann, Robert Graf og öðrum frœgum leikurum vorra tíma. Ekki svo að skilja að hann sé ekki frœgur. En frœgastur er hann nú fyrir aldur sinn, því að hann varð 85 ára í desember sl. og hann er samt enn meðal fastráðinna leikara við Resi- denz- Theater í Múnchen. Tennesee Williams. Verið er að sýna nýjasta leikrit Tennesee Williams, „The Milk Train Doesn't Stop Here Anymore", á Broadvay um þessar mundir. Williams hefur nú vent sínu kvœði í kross og í bili sagt skilið við hina allskyns óáran margslungis sál- arlífs einsog sadisma, kynvillu, of- beldi, losta og annað það, sem hann hefur getið sér frœgð fyrir. Þetta nýja leikrit hans er einskonar nútíma krist- in dœmisaga, fáguð og viðkvœm. Hún fjallar um ungt Ijóðskáld, Kristó- fer, sem kemur þreyttur og langþjáð- ur að húsi ríkrar, roskinnar yfirstéttar- konu, Flóru Goferlin, sem hefur lifað hátt og syndgað í lífinu einsog geng- ur, og fœr þar inni. Hann er fallegur, góður og hreinn einsog dýrlingur, þannig að Flóra, sem í upphafi hafði helzt haft holdlega dœgradvöl 1 huga (e. t. v. þá siðustu), fer nú þess í stað að velta vöngum yfir sálarheill sinni og voninni um að öðlast lausn fyrri synda sinna. Leikurinn er fullur af táknum. Hann gerist á Divina Costerí ( = Guðrœn strönd). Kristófer (— sá, sem ber Krist1) virðist vera nútíma Kristur, einhver dulmögnuð vera í leð- urbuxum sem jafnvel er sögð gera kraftaverk. Nœrvera hans hefur alltaf hátíðarblœ. Hans er freistað einsog Krists í eyðimörkinni. Freistingin er ung stúlka, Vera, sem lofar honum frœgð og frama. Hann stenzt þá freistingu. Yfirleitt hefur leikurinn í sínu mikla táknrœni, blœ helgiat- hafnar. A. m. k. virðist leitast við að skapa trúarlega upphafning í nútíma aldarhœtti. Einn gagnrýnandi kvað svo um leikritið, að það skipaði höf- undi þess í sess 20. aldar El Grecos leiksviðsins (El Greco var spánskur málari, 1548—1614, sem málaði m. a. margar helgimyndir með sérstök- um blœ og mikilli trúarkyngi). Þó lœt- ur hann hinni mest aðkallandi spurn- ingu, hvar við frelsumst, ósvarað. Flóra frelsast ekki. Kristófer er 34 ára gamall, eða eldri en Kristur varð. Þar þrýtur táknrœnið. Williams lœtur staðar numið við vonina. Leikarar frumsýningarinar fengu mjög góða dóma. Paul Robling leik- ur Kristófer, Vilfred Demmock Veru. Sérstaklega var þó Hermiona Badde- ley hafin upp til skýjanna fyrir leik sinn í hlutverki Flóru. 1 Heilagur Kristófer var dýrlingur, sem skv. helgisögninni bar barn yfir fIjót. Þótti honum barnið verða svo þungt, að hann mundi ekki geta borið það lengur og sá þá, að hann var að bera Krist, sem aftur á móti bar allar syndir mannkyns. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.