Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 52

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 52
Leiklist á liðnum árum Sigurður Grímsson ritar um árin 1950—1962 I. grein Árið 1940 hófst Haraidur Björnsson leikari handa um útgáfu tímarits, er hann nefndi „Leikhúsmál". Eins og nafnið bendir til, var tímaritinu œtlað að fjalla öðru fremur um leiklist, innlenda og erlenda og allt það, er að leiklist lýtur, kynna leikritahöfunda, flytja umsagnir um leiksýningar, einkum í Reykjavík, og frásagnir af leik- starfsemi úti á landsbyggðinni, o. fl. Haraldur Björnsson bœtti með þessu tímariti sínu úr brýnni þörf, og honum tókst með sínum alkunna dugnaði og ódrepandi áhuga að gera tímaritið fjölbreytt að efni og lœsilegt, enda varð það brátt vinsœlt meðal leiklistarunnenda. En það krafðist vitanlega mikillar vinnu og mikils fjár að halda úti slíku tímariti og því fór svo, er Þjóðleikhúsið tók til stafa vorið 1950 og Haraldur varð þar fastráðinn starfs- maður, að honum vannst ekki tími til að sinna svo vel ílmariti sínu sem hann hefði kosið. Afréð hann því að hœtta útgáfu þess. Síðan þetta gerðist eru liðin 12 ár og hefur ekkert blað eða tímarit hér á landi tekið við hlut- verki „Leikhúsmála" Haralds fyrr en nú, að nokkrir ungir áhugamenn um leiklist hafa ráðist í útgáfu tímarits þess, sem hér er fyrir hendi og erft hefur nafn fyrirrennara síns. Aðstandendur þessara nýju „Leikhúsmála" hafa beðið mig, samhengisins vegna, að gera í stuttu máli grein fyrir því helsta, sem gerst hefur í leikhúsmálum okkar á þeim 10-12 árum, sem liðin eru frá þvl, er hin gömlu „Leikhús- mál" voru lögð niður. Er mér Ijúft að verða við þessum tilmœlum, en vil geta þess, að ég hef átt lítinn kost þess að fylgjast með leikstarfseminni utan Reykjavíkur á þessu tímabili. Hefur sú starfsemi þó vissulega verið mikil, því segja má, að á síðustu árum hafi leikstarfsemi verið hald- ið uppi í flestum byggðarlögum landsins. Kemur þar einkum tvennt til. Leiklistaráhugi landsmann hefur auk- ist stórlega hin síðari ár, að mestu fyrir áhrif frá leik- sýningum Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur víða um land ár hvert, og svo eiga hin mörgu og myndarlegu félagsheimili, sem risið hafa upp í flestum sveitum og þorpum landsins, sinn veigamikla þátt í þessari heilla- vœnlegu þróun,því að með félagsheimilunum hafa allar aðstœður til leikstarfsemi batnað svo gífurlega, að um hreina byltingu í því efni hefur verið að rœða. Ég mun þvl, af framangreindum ástœðum, einkum reyna að rekja það helzta, sem gerzt hefur hér í Reykjavík í leik- listarmálum frá 1950—1962. Verður hér ekki um neina gagnrýni að rœða, en aðeins getið helztu leikritanna, sem hér hafa verið sýnd á þessum tíma, og höfunda þeirra og þeirra leikenda, sem haft hafa á hendi veigamestu hlutverkin. Þjóðleikhúsið hóf, sem kunnugt er, starfsemi sína fyrir opnu tjaldi 20. apríl 1950. Hafði stjórn leikhússins valið til fyrstu sýninganna — vígslusýninganna — þrjú leik- rit eftir íslenzka höfunda, en þau voru: Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson, Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjóns- son og íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness. Fyrsta kvöldið (20. aprll) var Nýársnóttin sýnd og var húsið þéttskipað boðsgestum, innlendum og erlendum. í tilefni þessarar sýningar komst ég svo að orði í Morgunblaðinu: „Það var vissulega vel til ráðið að hefja starfsemi Þjóðleikhússins með sýningu á Nýársnóttinni. Með því var minningu höfundarins, Inndriða Einarssonar, sá sómi sýndur, sem honum bar, því hann hefur verið mestur frömuður Islenzkrar leiklistar fyrr og síðar, og enginn 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.