Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 58

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 58
Thor Vilhjálmsson: Um Albee og fleira i. Þegar okkur berast leikhúsfréttir frá Bandaríkjunum er oftast talað um það sem gerist í stóru leikhúsunum á Broadway. Til er fólk sem taiar fjálglega um söngglamur- leiki (musicals), og ég veit meira að segja um einn mann hér á landi sem heldur að þeir teljist til listaverka: Kiss me Kate my fair lady Annie get your gun. Þessir vitt lýs- andi vitaturnar heimsmenningarinnar vaxa klófœttir upp úr kaldrifjuðustu kaupsýslusamsœrum á Broadway þar sem heiðarleg listrœn sjónarmið eru slegin niður með upp- ercut, og enginn mœlikvarði er til á velheppnaða sýningu nema peningar í kassann. Oflin sem drottna þar hafa mikið fjármagn og kunna vel til verks að auglýsa upp glamur sitt, og glaumdreif- ingarkerfi þeirra nœr langt út fyrir Broadway og út fyrir Bandarikin og hefur jafnvel angalíur í auðteknum bráðum í hinum smœstu löndum sem þeim stœrri. Þetta sérstaka gaman nýtur þó mestrar hylli meðal ómúsikalskra þjóða eins og engilsaxa. Stöku sinnum kemur reyndar fyrir að snjallir listamenn rangla inn í fabrikkuna og taka hendi til í von um að smygla listrœnum sjónarmiðum á mark- aðinn svo sem Jerome Robbins þegar hann lagði sinn skerf til Westside Story enda er það verk sér á parti á þessum vettvangi. Öðrum sinnum eru tekin frœg bókmenntaverk einsog Oliver Twist, Pygmalion, og þjarkað niður í svað aum- asta leirburðar og samin músik sem Ameríkumenn kalla catchy en það táknar að hún vefst um vitundina einsog flugnapappír sé vafið um hausinn á manni og maður œtlar aldrei að geta undið ofan af og er svo dög- um saman að spýta dauðum flugum og lími og sellófani. 2. (Þessir söngleikir hafa eignazt náttúrlegan vettvang í yfirgefnum skautahöllum markaðsskálum og ekki sízt flennistórum fjölleikahúsum þegar hinir sorglegu rauð- nefjuðu trúðar hafa flutt sig með sína fíla og alifanta, tígrís og leó sem stökkva gegnum eldhring, og músíser- andi smárakka. Kjöltutíkakórinn rís á afturfœtur, það er komið haust, og geltir: Hin gömlu kynni gleymast ei; og í náttmyrkri eru tjöldin felld, sirkusinn er farinn nœsta úrgráa morgun, skálinn stendur auður, risavaxinn einsog rifjahylki Bronkósársins, trölleðlunnar á forsögusöfnum. En smáfuglar á flótta undan vetrarkulda hafa varla fund- ið sér skýli þar og œti í gleymdum scelgœtisposum sem duttu úr þvölum greipum í spenningi loftfimleikanna og varla eru þeir farnir að smáhoppa glaðlega um þessi eyðilegu víðerni fyrri en fúmtíbúmpt söngleiksins frá Am- eríku er komið á vettvang með glamur og hark sitt handa múgnum). 3. Höfum við þá gleymt því að Bandaríkin hafa átt mikil leikskáld? Höfum við gleymt O'Neill? Eða Tennessee Willi- ams og Arthur Miller? Nei. En þessa stundina stendur til að hugleiða nýjungar í amerísku leiklistarlífi. Og hér á landi er orðið tímabœrt að minnast á þessa voðalegu söngleiki eftir Meyjarflírið í Þjóðleikhúsinu í fyrra, enda vofir meira yfir af slíku samkvœmt því sem sœnskt blað upplýsir um daginn að lítill maður frá íslandi hafi komið út úr hrímþoku við Myntsláttukastala Stokkhólmsborgar með stóra innkaupatösku og söngleikinn Stop the world í henni. Stopp stopp stýrimann .... Á allra síðustu árum hafa komið fram nokkrir nýir leik- ritahöfundar í Bandaríkjunum sem fara aðrar leiðir en hinir miklu fyrirrennarar þeirra. Ungir höfundar sem hafa kannað vettvanginn í leikhúsum Evrópu og orðið fyrir áhrifum af miklum endurskoðunarfrömuðum þar. Það er ekki langt síðan fyrstu leikrit manna einsog Becketts og og lonesco voru sýnd fyrir auðum bekkjum í litlum leik- húsum og eingöngu hugrekki og hugsjónaeldmóði gáf- aðra leikhúsmanna og þrautseigju að þakka að tókst að rjúfa öryggismúra vanahugsunar sem verndar tómlœtið og letina í hugarbólinu og knýja allsherjarendurskoðun fram í leikhúsinu, rífa hofpresta þess upp af sleni og opna húsin fyrir nýrri list. Nýrri list sem þröngvar fram spurningum um stöðu mannsins í veröldinni, manninn sjálfan, samfélagið, heiminn,- líf mannsins í heiminum. Max Frisch sagði mér að sér vœri sem leikritahöfundi mest í mun að vekja spurningar en ekki leysa fólk undan þeim með því að svara. Og hann teldi sig hafa náð full- komnum árangri sem leikritahöfundur ef sér tœkist ein- hverntíma að forma spurningu þannig að áhorfendur 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.