Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 62

Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 62
segjum að það sé norður. Það er í norðuráttina. Jerrí: (virðir Pétur fyrir sér sem tekur að troða pípuna sína, óþreyjufullur að losna við hann). Jœja kallinn. Þér œtlið þó ekki að fá lungna- krabba? Pétur: (lítur upp, ögn gramur, brosir síðan) Onei. Ekki af þessu. Jerrí: Nei. Þér fáið þá sennilega munnkrabba r staðinn, þá verðið þér að hafa svona útbúnað einsog Freud gekk með þegar búið var að sneiða af honum hálfan kjálkann. Hvað er það nú aftur 'sem þessi útbúnaður er kallaður? Pétur: (vandrœðalega) Prosthesis? Jerrí: Einmitt. Prosthesis! Þér eruð menntaður maður? Eruð þér lœknir? Pétur: Nei, neinei. Ég las þetta einhvers staðar; œtli það hafi ekki verið í Time-blaði. (Hann snýr sér aftur að bókinni). Jerrí: Núújá, Time er ekki skrifað fyrir neina blábjána. Pétur: Nei ég býst ekki við því. Jerrí: (eftir þögn) En hvað ég er feginn að þetta er Fimmta strœti þarna. Pétur: (annarshugar) Já. Jerrí: Ég kann ekkert vel við mig í vésturhlut- anum á garðinum. Pétur: Jceja? (síðan varfcernislega en með áhuga) Hvers vegna? Jerrí: (hiklaust) Ég veit það ekki. Pétur: Nú. (hann hverfur aftur að bókinni). Jerrí: (hann stendur kyrr nokkrar sekúndur, og horfir á Pétur sem lítur loksins upp aftur vand- rceðalegur) Hafið þér nokkuð á móti því að við tölum saman? Pétur: (sem er augljóslega ekkert ginkeyptur fyrir því) Ha . . . nei nei. Jerrí: Jú víst hafið þér á móti því; jú víst. Pétur: (leggur frá sér bókina, slcer úr pípunni og gengur frá henni, brosandi) Nei alls ekki; ég hef ekkert á móti því. Jerrí: Ojú. Pétur: (loks ákveðinn) Nei; ég hef hreint ekkert ó móti því, það er alveg satt. Jerrí: Það er . . . það er góða veðrið. Pétur: (einblínir að óþörfu upp í himininn) Já. Já, það er það; indœlt. Jerrí: Ég var í dýragarðinum. Pétur: Já, þér voruð víst að hafa orð á því . . . var það ekki? Jerrí: Þér getið lesið um það í blöðunum á morgun, ef þér sjáið það ekki í sjónvarpinu í kvöld. Hafið þér ekki sjónvarp? Pétur: Jújú, við höfum tvö tœki; annað fyrir börnin. Jerrí: Þér eruð þá kvœntur! Pétur: (með ánœgjuáherzlu) Já auðvitað er ég bað. Jerrí: Einsog það þyrfti endilega að vera, það eru engin lög fyrir því! Pétur: Nei . . . nei, það er alveg satt. Jerrí: Og þér eigið konu. Pétur: (hálfringlaður yfir því hversu illa gengur að ná sambandi) Já! Jerrí: Og þér eigið börn. Pétur: Já; tvö. Jerrí: Drengi? Pétur: Nei, telpur .... hvorttveggja telpur. Jerrí: En yður langaði til að eignast drengi. Pétur: Jaaa, náttúrulega langar alla menn til að eignast son, en . . . Jerrí: (ögn háðslega) Svona er það þá í pottinn búið. Pétur: (gramur) Það voru ekki mín orð. Jerrí: Það stendur ekki til að eignast fleiri börn, er það? Pétur: (ofurlítið annarshugar) Nei. Ekki ^fleiri. (áttar sig og er ergilegur) Hvers vegna sögðuð þér það? Hvað vitið þér um það? Jerrí: Kannski af því hvernig þér krossleggið fœturna; kannski heyri ég það á röddinni. 'Kannski er ég bara að geta mér til. Er það konan? Pétur:(ofsareiður) Yður kemur það ekkert við. (Þögn) Skiljið þér það. (Jerrí kinkar kolli. Pétur er nú rólegur) Jú, þér hafið rétt fyrir.yður. Við eignumst ekki fleiri börn. Jerrí: (mildilega) Svona er það í pottinn búið. Pétur: (sáttfús) Já . . . . ég býst við því. Jerrí: Jœja það er nú það. Hvað er svo fleira? Pétur: Hvað voruð þér að segja um dýragarð- inn . . . eitthvað sem ég myndi geta lesið um eða séð . ... ? Jerrí: Það skal ég segja yður bráðum. Hafið þér nojckuð á móti því að ég spyrji yður spurninga? Pétur: Eiginlega ekki. Jerrí: Ég skal segja yður hvers vegna ég er að því; ég tala ekki við marga — nema til að segja svona einsog: látið mig hafa einn bjór, eða hvar er salerni, eða hvenœr byrjar aðal- myndin, eða vertu ekki að káfa á mér félagi. Svoleiðis hluti. Þér kannist við það. Pétur: Nei. Ég verð að játa að . . . Jerrí: En það kemur alltaf yfir mig annaðslagið að langa til að tala við einhvern, að mega tala; langa til að kynnast einhverjum, vita öll deili á honum. Pétur: (hlcer ofurlítið, en fremur vandrœðalega) Og er ég tilraunadýrið í dag? Jerrí: Á sólbökuðu sunnudagssíðdegi einsog nú? Hver fremur en elskulegur kvœntur maður sem á tvœr dœtur og . . . . eeee .... hund? (Pétur hristir höfuðið) Nei? Tvo hunda. (Pétur hristir höfuðið aftur) Humm. Enga hunda? (Pétur hristir höfuðið dapur) En hvað það var leiðin- legt. Þér lítið einmitt út fyrir að vilja hafa dýr í kringum yður! KETTI? (Pétur kinkar kolli dap- urlega) Ketti! Það getur varla verið samkvœmt yðar vilja. Alls ekki. Konan og dœturnar? (Pét- ur kinkar kolli) Er eitthvað fleira sem ég œtti að vita? Pétur: (Þarf að rœskja sig) Það eru . . .það eru tveir stofupáfagaukar. Einn . . . ööööö . . einn fyrir hvora dótturina. Jerrí: Fuglar. Pétur: Dœtur mínar hafa þá í búri í svefnher- berginu sínu. Jerrí: Eru þeir smitberar? Fuglarnir. Pétur: Ég hef enga trú á því. Jerrí: Það var leiðinlegt. Ef svo vœri gcetuð þér sleppt þeim laus.um í húsinu, kettirnir gœtu kannski étið þá og drepizt. (Pétur er dolfallinn um stund, hlœr síðan) Og hvað er svo fleira? Hvað starfið þér til að sjá þessari ógnarstóru fjölskyldu farboða? Pétur: Ég . . . öööö . . . er einhverskonar fram- kvœmdastjóri í . . . litlu útgáfufyrirtœki. Við . . . ööö . . . gefum út kennslubœkur. Jerrí: Nú það hljómar vel; mjög vel. Hvað hafið þér í tekjur? Pétur: (ennþá glaðlega) Bíðið þér nú hœgur. Jerrí: Svona, verið þér ekki að Iiggja á þessu. Pétur: Jœja ég hef um átján þúsund á ári, en ég hef aldrei meira en fjörutíu dollara á mér í einu . . ef þér skylduð vera . . rœningi . . . hahaha. Jerrí: (lœtur sem hann hafi ekki heyrt þetta síðasta) Hvar búið þér? (Pétur er tregur að svara) Nei látið þér ekki svona; ég œtla ekki að rœna yður, og ég œtla ekki að rœna páfa- gaukunum yðar, köttunum né dœtrunum. Pétur: (of hátt) Ég bý milli Lexington og Þriðja strœtis, við Sjötugustu og fjórðu götu. Jerrí: Þetta var nú ekki svo erfitt, var það? Pétur: Ég œtlaði ekki að vera . . aaa . . . það er bara það að þér eruð ekki að halda uppi neinum samrœðum; þér spyrjið bara spurninga. Og ég er . . . og ég er að eðlisfari . . . uuu . . . hlédrœgur . . . hvers vegna standið þér svona þarna? Jerrí: Bráðum fer ég aftur að ganga, og það kemur að því að ég setjist niður (man eftir einhverju). Við skulum bíða þangað til við sjáum svipinn á andliti hans. Pétur: Ha? Andliti hvers? Heyrið þér; er þetta eitthvað í sambandi við dýragarðinn? Jerrí: (annars hugar) I sambandi við hvað? Pétur: Dýragarðinn,- dýragarðinn. Eitthvað í sambandi við dýragarðinn. Jerrí: Dýragarðinn? Pétur: Þér hafið margnefnt hann. Jerrí: (ennþá annars hugar en áttar sig allt í einu) Dýragarðinn? Ójá; Dýragarðinn. Ég var þar áður en ég kom hingað. Ég sagði yður frá því. Segið mér hvaða munur er á heldri miðl- ungs smáborgara og lœgri heldri smáborgara? Pétur: Góði minn, ég........... Jerrí: Þér skuluð ekki kalla mig góða yðar. Pétur: (vansœll) Var ég með eitthvert yfirlœti? Það má vera; fyrirgefið mér. En það var spurn- ing yðar um stéttaskiptinguna sem ruglaði mig. Jerrí: Kemur þá yfirlœtið upp í yður þegar þér verðið ringlaður? Pétur: Ég . . ég á stundum erfitt með að koma orðum að því sem ég vil segja (hann hœttir á að gera grín að sjálfum sér) Ég er útgefandi en ekki rithöfundur. Jerrí: (honum er skemmt en ekki af gamansem- inni) Rétt er nú það. Sannleikurinn er: ég var með yfirlœti. Pétur: Svona svona, það er óþarfi að tala svona. (Þegar hér er komið má Jerrí fara að hreyfa sig um sviðið með hceg-vaxandi einbeitni og áhrifa- valdi en hagar göngunni svo að rœðan langa um hundinn hefst þegar hann kemur í hápúnkt bogferilsins) Jerrí: Allt í lagi. Hverjir eru uppáhalds rithöf- undarnir yðar? Baudelaire og J. P. Marquand? (hvernig vœri að nota hérna Somerset Maugham því hér þekkir enginn hinn kauðann. Þýð.) Pétur: (á varðbérgi) Ég hef nú mœtur á mörgum höfundum. Ég hef talsvert . . . víðfeðman smekk ef ég má orða það svo. Þessir tveir menn eru 58

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.