Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 4
LEIKHÚSMÁL Frá ritnefnd Nefnd sú sem stendur að riti þessu var kosin á aðalfundi FlL síðastliðinn vetur. Sjálfsagt var ætlast til þess að hún aðhefðist eitthvað og hér getur að líta afleið- ingarnar. Leikhúsmál er sem kunnugt er nafn á tímariti sem Haraldur Björnsson gaf út á sínum tíma. Hann hélt því úti einn síns liðs í 10 ár (1940-50). Þrettán árum síðar var gerð tilraun til þess að endurvekja ritið í nýrri mynd. Að því stóðu fjórir ungir menningarsinnar. Þeim entist ekki erindið sem skyldi og komu aðeins út fjögur blöð. - Hvort þetta rit, sem nú birtist undir þessu nafni, á sér langa lífdaga eða skamma leiðir reynslan í ljós. Það ræðst af undirtektum leikhúsfólks og áhuga. Stefnt er að því að ritið komi út tvisvar á ári. Því er ætlað að vera vettvangur umræðu, skoðanaskipta, hug- leiðinga um hvaðeina er leiklist varðar. - LE EFNI: fslamk Uikliil S.ðustu 10 ir fslenzkir 19 4 0 L Ritið gæti treyst einingu leikhúsfólks um þau málefni sem því er nauðsyn að taka höndum saman um en jafnframt veitt tækifæri til þess að viðra ólíkar skoðanir. Leikhúslíf hér á landi er vissuleg öflugt og litríkt. Sá mikli fjöldi leikara sem út- skrifast hefur undanfarin nítján ár úr Leiklistarskóla íslands og úr erlendum skólum hefur sett mark sitt á leikhúslífið. Árlega birtast nýir leikhópar og setja upp sýningar á ólíklegustu stöðum. Þetta er ánægjuleg þróun og góð viðbót við það starf sem unnið er hjá hinum grónu hús- um. - Einn vill þó verða hængur á: pen- ingar. Leikhópar hafa hingað til ekki haft aðgang að gildum sjóðum. - Leikupp- færslur verða því stundum áhætturekstur þar sem fólk hættir í það minnsta vinnu sinni og launum og neyðist jafnvel til að greiða með sér. Það er ekki heillavænleg þróun. - Samtök leikhúsfólks ættu að láta sér hugað um að flestir geti stundað list sína fyrir bærileg laun. Treysta þarf fjárhagsstoðir gömlu leikhúsanna, sem víst eru ekki of burðugar, og ennfremur að fá efldan stuðning við leikhópa. Um þetta þarf leikhúsfólk að sameinast. Ýmsar blikur eru vissulega á loffi í okk- ar litla leikhúsheimi. Deilan við útvarpið og afdrif útvarpsleikhússins veldur að sjálfsögðu þungum áhyggjum. Einnig hlýtur það að vera alvarlegt umhugsunar- efni hversu lítið er unnið af íslensku efni, svo sem leiknu efni, í íslensku sjónvarpi. Þessi miðill hefur gífurleg áhrif, ekki síst á börn og unglinga. - Það er synd að nota hann ekki betur en raun ber vitni. Eða hvenær heyrum við íslenskan skáldskap framreiddan þar á áhrifaríkan hátt í leik- formi, eða íslenskri tilveru og sögu lýst í leiknum myndum? Slíkt er því miður alltof fágætt. f íslensku leiklistarfólki býr mikill kraft- ur og sköpunargleði sem ráð væri að virkja miklu betur. Það er von ritnefndar að blaðið okkar, Leikhúsmál, megi stuðla að því. Efnisyfirlit Tvö ný leikhús risin 3 Leikhússumarið mikla 4 Býr íslendingur í Berlín? 5 Leiklistarþing í gæslu vopnaðra varða 8 Lærðu textann þinn! 9 Dansað á jaðrinum 13 Finnsk-íslenskir órar 15 Um Borgarleikhúsið 17 Munið þið ...? 19 Að vakna af svefni blekkingarinnar 21 Nýtt samkomulag um rekstur Borgarleikhúss 26 Sviðsstarf - starfssvið 27 Verkefnaskrá „stóru leikhúsanna" 28 Er gamla gufan að gufa upp? 31 Hugleiðingar um útvarpsleikhús 32 Útvarpsleikhús - in memoriam? 33 Gott að vita! - Veit á gott! 34 Atvikssögur úr leikhúsinu 36 Leikaraljóð 40 Mylsna o.fl. LEIKHÚSMÁL Útgefandi: Félag íslenskra leikara Ritnefnd: Bríet Héðinsdóttir leikari, Guðmundur Helgason dansari og fón Hjartarson leikari Útlit og umbrot, litgreining og filmuvinnsla: Prenthönnun hf. Prentun: Borgarprent hf. Forsíðumynd: Herdís Þorvaldsdóttir 2

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.