Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 11

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 11
LEIKHÚSMÁL Lærðu „Lærðu textann þinn“ er yfirskrift merkilegs kafla í bókinni The Complete About Acting (útgefin 1991) sem er praktísk handbók íyr- ir leikara og leikaraefni eftir breska leikar- ann og leiklistarkennarann Peter Barkworth. Bókin er sameinuð endurútgáfa með breyt- ingum og viðauka á tveimur fyrri bókum höfundar: About Acting (1980) og More About Acting (1984). Þegar ég á sínum tíma komst í tæri við fyrstu bók Barkworths varð ég mjög upprif- inn yfir því að finna loks svart á hvítu rök- semdafærslu frægs og velmetins leikhúss- manns er varðaði ýmis tæknileg grundvall- aratriði í vinnu leikarans, sem mér hefur þótt ríkja skeytingarleysi um í íslensku leik- húsi, einkanlega þó að því er snýr að texta- lærdómi, en ég hef lengi verið trúaður á mikilvægi þess að læra textann og þráfald- lega reynt að boða þá trú í leikhúsinu. Ég hef um árabil átt heitar samræður við ýmsa kollega mína um hvort brýna nauðsyn beri til þess að leikarar læri textann sinn snemma á æfingatímabilinu, þ.e. alveg í upphafi, jafn- vel áður en æfingar hefjast, og aukinheldur hvort rétt væri að þeir hefðu textann alveg orðréttan þegar tími væri til kominn, t.d. á frumsýningu eða jafnvel fyrr. Flestir hafa verið mér hjartanlega sammála í aðalatrið- um: „vitaskuld eiga leikarar að læra textann sinn, skárra væri það nú“ - en deilurnar hafa fram á þennan dag staðið um smáræði eins og t.d. framkvæmdina sjálfa og tímasetning- una, þ.e. hvenær textalærdómur á að hefjast og hvenær honum á að vera lokið og ekki síður með hvaða hætti á að læra textann. Frá því að ég las fyrst bók Peter Barkworths hef ég verið svo lánsamur að sjá og heyra rök- semdafærslur enn fleiri velmetinna leikhús- manna um sömu atriði og mér til mikils gagns og ómældrar unaðsbótar hef ég lesið alls kyns hugleiðingar, viðtöl og leikhúsann- ála, hlustað á hljóðrituð viðtöl og erindi o.fl. þar sem fram hafa komið greindarleg rök fyrir því að leikaranum beri „að læra textann sinn“. Það sem hér fer á eftir eru einkum hug- leiðingar mínar um þetta efni, þ.e. „mikil- vægi þess að læra texta," þótt auðvitað sé jöfnum höndum fjallað um almenn vinnu- brögð í leikhúsi, því textakunnátta (eða öllu heldur skortur á henni) smitar alla GÍSLI RÚNAR JÓNSSON textann þinn! aðra vinnu á æfinga- og sýningatímabili hverrar einustu leikhúsuppfærslu. Innblást- ur er auðvitað fenginn úr bók Barkworths og kaflinn úr bók hans um textalærdóm fer að hluta til hér á eftir, þó ekki sé ævinlega um orðrétta snörun að ræða, heldur hef ég þýtt og endursagt valin atriði úr kaflanum, í takt við mín eigin tilbrigði við sama efni, auk þess sem ég geng í smiðju heiðurs- manna á borð við Laurence Olivier, Noel Coward o.fl. „Lœrðu textann þinn“ Úr bók PB: ,,„Nú auðvitað læri ég textann minn“ er hið sígilda tilsvar atvinnufólks jafnt sem áhugafólks þegar textalærdóm ber á góma. „Mikið skelfing ætlar þetta að verða gáfulegur kafli. Auðvitað læri ég textann minn.“ Ég er samt á því að þegar þú hefur lokið við að lesa þennan kafla muni þér þykja hvað erfiðast að sætta þig við hann af öllu efni bókarinnar. Ástæðan fyrir því að ég finn kaflanum stað þetta framarlega í bókinni, þ.e. meðan ég er enn að fara yfir grundvallaratriðin við undirbúning hlutverks, er sú að þegar ég sjálfur stend frammi fyrir nýju hlutverki og tek að búa mig undir glímuna finnst mér heppi- legast að læra textann 'áður' en æfingar hefjast eða í það minnsta að kunna á honum allgóð skil strax í upphafi æf- ingatímans ef aðstæður leyfa ekki annað.“ Til umhugsunar: Textalærdómur krefst engra sérstakra gáfna eða hæfi- leika; ekki einu sinni leikhæfileika - en hann krefst sjálfsaga og skipulagningar, sem allir geta tileinkað sér. En vel að merkja - það er ekki nóg að leikarinn sjálf- ur skipuleggi tíma sinn ef forsvarsmenn uppfærslunnar láta það undir höfuð leggj- ast. Ef leikhúsið/leikflokkurinn kappkostar að skipuleggja vinnuna vel og með góðum fyrirvara, er vandalítið fyrir leikarann að skipuleggja sinn prívattíma og læra text- ann 'fyrirfram'. Auðvelt að læra þegar við erum ung Tilfellið er að þegar leikarar eru ungir að árum vefst textalærdómur yfirleitt ekki sér- staklega fyrir; fólk rennir lauslega yfir text- ann - án þess að viðhafa sérstaka aðferð og textinn síast inn á ótrúlega skömmum tíma. Fólk þarf ekkert sérstaklega að pæla í þessu - þetta bara „kemur einhvern veginn“. Þegar fólk er hins vegar komið af léttasta skeiði, jafnvel bara þegar fólk er komið um og yfir þrítugt, verður þetta ekki alveg eins áreynslulaust - að ekki sé minnst á ósköpin þegar fólk er komið á fimmtugsaldur og þar yfir, því þá fyrst fer að versna í því. Sérstök aðferð við textalœrdóm? Það hefur gagnast mörgum leikaranum að tileinka sér strax í upphafi ferils síns sérstaka aðferð við að læra textann, sem kemur þeim til góða þegar 'ósjálfráðu' minnisstöðvarnar fara að gefa sig - og þá á ég við aðra aðferð en þá að læra textann „um leið og stöðurn- ar“ (eins og svo oft er talað um í leikhúsinu) eða læra textann af hvíslaranum eins og oft er gert í leikhúsinu (þótt reyndar sé aldrei talað um það í leikhúsinu). I leiklistar- skólum ætti vitaskuld að kenna fólki a. m.k. tvær til þrjár aðferðir við að læra texta, því slíkar aðferðir eru vissulega til. Texti höfundar eða texti leikarans? Það hefur lengi verið lenska meðal leikara að læra leik- texta „efnislega“ en ekki orðrétt. Þessi ósiður hefur jafnvel orðið að „vörumerki" og ekki þótt ámælisvert. Oftast nær er þetta þó ómeðvit- að, því leikarar eru upp til hópa ærlegir og samviskusamir en hjá flestum gerist þetta með þeim hætti að viðkomandi lærir allan textann lauslega, fer rétt með innihald hans og kemur merkingunni yfir en málsniði per- sónunnar og stíl höfundar er kastað íyrir róða og persónan lagar sig að málsniði leik- arans eða öllu heldur: leikarinn lagar mál- snið persónunnar að sínu eigin. Þarna kemur vitaskuld margt til, en þó hefur mér Textalærdómur krefst engra sérstakra gófno eða hæfileika. 9

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.