Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 29

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 29
SVIÐSSTARF STARFSSVIÐ Messíana Tómasdóttir um standi fólk upp með skrifaðar ræður ef það er að eigin frumkvæði. En að skipu- leggjendur þings af þessu tagi skuli sjálfir leita uppi gagnrýnendur á eina ákveðna stofnun, setja þessa ræðumenn inn í svo- kallaðar almennar umræður og auglýsa það ekki í fundarboði, það finnst mér óheiðarleg vinnubrögð. Við boðuðum til almenns félagsfundar í LR 27. mars. Þar kynntum við í stjórninni laga- breytingahugmyndir okkar. En þær voru helstar að rýmkað yrði um inntökuskilyrði í félagið og ráðning leikhússtjóra færðist frá stjórn og aðalfundi til leikhúsráðs. Það virðist í fyrstu mikið fyrir félagsmenn að kyngja því að ráðning leikhússtjóra flytjist til leikhúsráðs. Eftir páska var alveg orðið Ijóst hvað við í samstarfsnefndinni myndum násamkomu- lagi um. Þá var bara að setjast niður og vinna lokafrágang skýrslunnar. Hitann af því starfi bar ÖrnólfurThorsson. Við skiluð- um svo af okkur til borgarstjóra 28. apríl." Að lokum kvaðst Kjartan hlakka til að takast á við næsta verkefni í þessu sam- hengi, en það er að ganga frá nýju sam- komulagi um rekstur Borgarleikhússins við Reykjavíkurborg og vinna úr þeim hug- myndum, sem miða að því að skjóta nýjum og traustari stoðum undir reksturinn í hús- inu. Hugmyndir viðræðunefndarinnar munu meðal annars gera ráð fyrir slíku samkomu- lagi eða endurskoðun á samkomulaginu frá 1992. Þar er einnig lagt til að í samstarfs- samningnum verði ákvæði um fastan styrk Reykjavíkurborgar til leiklistarstarfsemi á vegum LR í Borgarleikhúsi. - Ennfremur er þarna að finna tillögur um hækkun á styrkj- um til félagsins og sérstaka fjárhæð vegna erfiðrar fjárhagsstöðu nú um stundir. í til- lögunum felst ennfremur: 1. Nefndin hvetur til að endurskoða sam- komulag um rekstur Borgarleikhúss frá 1992 og lög LR með eftirfarandi breytingar fyrir augum: a) Skipan, starfsvettvangur og hlutverk leikhúsráðs verði skilgreint í samkomu- lagi aðila um rekstur Borgarleikhúss. b) Leikhússtjóri verði ráðinn af leikhúsráði. c) í samstarfssamningi aðila verði ákvæði um fastan styrk Reykjavíkurborgar til leiklistarstarfsemi á vegum LR .í Borgar- leikhúsi. d) Núverandi samráðsnefnd aðila verði að Rekstrar- og byggingarnefnd Borgarleik- húss. 2. Leikfélag Reykjavíkur fái 15 miljón kr. árlegan styrk til annarrar starfsemi í Borgar- leikhúsi en leiklistarstarfs á vegum LR. Sem oftar er ég beðin að taka að mér að skálda leikmynd og búninga í leik- húsi. Fyrstu viðbrögð eru forvitni, blandin tregðu, löngun til að segja nei, vitandi of vel af vökum, fórnum og svikum við sína nánustu þegar leikhúsið er tekið fram yfir allt. En þessi dans á hnífs- oddi, að gera það ómögulega mögulegt, kveikir í enn og aftur. Eftir langt samtal við leikstjórann lofa ég að hugsa málið. Verkið er lesið, fyrstu hugmyndir rissaðar. Þær eru mikilvægastar, ferskastar. Stemningar byrja að melda sig: litir, rými, form í rýminu, hreyfmg í rýminu, ljós. Það logar nú vel í mér og litirnir, fyrst og fremst litirnir, þrengja sér hver fram fyrir annan og um- skapast. Grunnlausn leikmyndar fæðist í gönguferð við sjó. í roki. Gaman. Langt samtal við leikstjórann. Rýnt saman í undir- textann, rýnt og rýnt. Nú logum við í sama bálinu. Gaman. Örlíkan gert. Glápt með leikstjóra. Heyrðu, en hvernig ... hvort ætti ... hvað ef... Andvökunótt. Farið á Þingvöll. Hugsað, teiknað, hugsað, teiknað, hugsað. Ný hugmynd um efnisnotkun fæðist. Til- raunir. Langt samtal við leikstjórann. Nýtt örlíkan gert, eða tvö, eða þrjú. Glápt með leikstjóra, síðan með ljósahönnuði. Farið á flug. Hlustað á tónlist, helst nýja. Litirnir skýrast, útlínur að búningum verða til. Slappað af með uppáhalds myndlistarbæk- urnar, bara flett og notið: Rothko, Malevich, Ad Reinhardt, Alechinsky, Josef Albers, Beuys, Anish Kapoor, Afríkumyndir Matisse, sem fundust nýlega í Rússlandi. Bara flett. Lesið svolítið í Craig. Sofið og sofið. Endan- leg hugmynd að leikmynd fæðist og síðasta örlíkan er gert. Langt samtal við leikstjór- ann sem heldur líkaninu til að leika sér með. Gaman. Stórt líkan byggt. Viðað að sér upplýsingum um efni og rætt við smiði og leiksviðsfólk með leikstjóranum. Samlestur. Leikararnir gefa persónunum fyrsta hald- bæra lífsmark. Gaman. Endurskoðun á búningahugmyndum. Langt samtal við leikstjórann. Búningar teiknaðir. Rætt ásamt leikstjóra við hvern leikara um bún- ing hans og gervi. Reynt að bíða með út- færslu eins lengi og stætt er á. Verið á æfing- um og glápt og rissað og hugsað og talað lengi við leikstjórann. Síðan útfærsluvinn- an, maníska stigið. Hlaupið milli verkstæða. Hlaupið milli tebolla. Gaman. Enn hlustað á tónlist, helst nýja. Enn gengið að sjónum, helst í roki. Það er ekki alveg smollið. Tár og sviti. Þetta tekst ekki. Langt samtal við leik- stjórann. Síðustu lagfæringar á leikmynd. Ljósatilraunir með ljósahönnuði og leik- stjóra. Búningar tilbúnir. Sýningin endan- lega lýst. Small hún? Á frumsýningu er leiksins e.t.v. loksins notið. Glaðst. Beðið með að syrgja það sem ekki tókst. Síðan tómið, þreytan, léttirinn lætur standa á sér. Fjölskyldan bíður með opinn faðminn, til- búin að hugga, enn og aftur ... 27

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.