Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 20
LEIKHUSMAL Bréf frá stjórn 4. deildar FÍL (Deild lausráðinna leikara) Nú í vor var kosin ný stjórn 4. deildar FÍL. Hana skipa Edda Björgvins- dóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Margrét Ákadóttir. Stjórnin var kos- in einróma af fundarmönnum sem margir hverjir Iýstu ánægju sinni með árangur þann sem þeir töldu hafa náðst í kjölfarið á ráð- stefnum þeim sem Reykjavíkurborg hafði þá nýlega staðið fýrir en þar komu umræddir einstaklingar allir við sögu. Með nýrri stjórn verða nýjar áherslur. Og skulu hér nefndir nokkrir málaflokkar sem nú þegar eru nokkuð á veg komnir. Nýja stjórnin hefur mikinn áhuga á því að vinna að málum lausráðinna leikara, ekki síst þeirra sem ekki hafa verið í lausamennsku í stóru leikhúsunum. Fjórða deildin er nú langstærsta deild félagsins og fer ört stækk- andi því á hverju ári bætast við leikarar sem hlotið hafa tilskilda menntun hér heima eða erlendis. Þessari miklu fjölgun lausráðinna leikara telur stjórnin nauðsynlegt að svara. Næsta vetur verður lögð áhersla á að kynna meðlimi 4. deildar fyrir atvinnurek- endum. Menningarhandbókin Leikur og list mun helga þessu máli eina síðu í hverjum mánuði og verða þar birtar myndir af laus- ráðnum leikurum ásamt stuttri umfjöllun. Þess má geta að Margrét Ákadóttir og Edda Björgvinsdóttir eru báðar eigendur að blaði þessu sem dreift verður inn á hvert einasta heimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þá hefur einnig komið upp sú hugmynd að gefa út dagatal 4. deildar og fer vinna við það af stað nú í haust. Unnið verður að bættri stöðu leikara í þjóðfélaginu og hefúr Margrét Ákadóttir ásamt Aidísi Baldvinsdóttur nú lagt í mikla vinnu til að kynna sér réttarstöðu leikara í samanburði við nágrannalönd okkar en ljóst er að hagur íslenskra leikara er mjög fýrir borð borinn. Þá hefur stjórnin ritað leikhússtjórum LR og Þjóðleikhússins bréf þar sem stungið er upp á því að í hvert skipti sem ráðist er í nýtt verkefni verði haldnar áheyrnarprufur. Til þess liggja margvísleg rök að mati stjórnar. Helsta röksemdin er þó sú að það sé réttur hvers vinnandi manns að hann geti á ein- hvern hátt nálgast þá vinnu sem hann hefur menntað sig til og sé ætlunin að fagleg sjón- armið ráði því hverjir hljóti þá vinnu sem býðst, verður eitthvað að liggja til grundvall- ar annað en persónuleg yfirsýn og smekkur leikstjóra og leikhússtjóra hverju sinni. Stjórnin leggur á það ríka áherslu að leikarar eigi kost á því að fara frekar í viðtal kjósi þeir það heldur, og hafa fjölmargar góðar tillögur um hvernig best verði staðið að áheyrnar- prófum borist stjórninni í hendur. Leikhús- stjórarnir hafa báðir svarað erindi stjórnar- innar og taka þeir misvel í þessar hugmyndir en vilja þó báðir funda með stjórninni um þetta mál og verður það gert á næstu dögum. Næsta vetur verður svo stefnt að sérstöku kvikmyndaþingi. Þar verða kvikmyndaleik- stjórar kallaðir til samstarfs en þó nokkurt sambandsleysi virðist ríkja milli leikara og kvikmyndaleikstjóra þó svo að hvorugur geti án hins verið þegar gera á góðar kvikmyndir. Mikillar óánægju hefur gætt meðal leikara hvernig staðið hefur verið að þessum málum og er það von stjórnarinnar að þessi mál megi laga með samvinnu og fræðslu. Stjórn 4. deildar hefur nú fjöldamörg önn- ur mál á sinni könnu enda af nógu að taka eigi að skapa Iausráðnum leikurum þann starfsgrundvöll sem skyldi. Þess vegna hvetur stjórnin alla sem áhuga hafa á þessum mála- flokk að Iáta í sér heyra því það hefur sýnt sig að fjöldahreyfmg eins og lausráðnir leikarar geta áorkað því sem þeir vilja standi þeir sameinaðir að sínum málum. STUNDIMYNTSAFNINU íslensk mynt og seðlar, íslenskir vöruseðlar og brauðpeningar, minnispeningar, heiðursmerki, orður - erlend mynt sem tengist íslenskri sögu. Myntir hafa verið slegnar síðan á 8. öld f.Kr. og eru meðal frumheimilda um menningar- og verslunar- sögu fyrri alda. í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminja- safns eru nú um sextán þúsund myntir. Stofninn í myntsafninu er íslensk mynt og seðlar og erlendir peningar frá fyrri öldum. Meðal sýningar- efnis eru peningaseðlar frá 18. öld, sem heimilt var að nota hér á landi og síðan allar gerðir innlendra seðla frá upphafi íslenskrar seðlaútgáfu árið 1886. Safn af skemmtilegum fróðleik. Opið virka daga á skrifstofutíma og á sunnu- dögum kl. 14-16. Sérfræðingur er til leiðsagnar. Aðgangur ókeypis. MYNTSAFN Seðlabanka og Þjóðminjasafns Einholti 4 Reykjavík Sími 569 9964

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.