Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 36

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 36
LEIKHÚSMÁL GOTT AÐ VITA! -VEITÁGOTT! Stjórnir, nefndir og ráð sem leiklistarfólk varða eru margvísleg og ef til vill ekki öllum ljóst hvernig sú flóra lítur út. Leikhúsfólk er trúlega ennfremur misjafnlega frótt um þá möguleika sem gefast til fjárframlaga úr sjóð- um og af opinberu fé. Skal þess nú freistað að tína til þessar upplýsingar og verða hér taldar upp helstu stoíhanir sem leiklistina varða og og getið nokkurra styrkja. NEFNDIR OG RÁÐ Stjórn FÍL Edda Þórarinsdóttir, formaður, endurkjörin 1995, Randver Þorláksson, varaformaður, endur- kjörinn 1994, Theodór Júlíusson, gjaldkeri, endurkjörinn 1994, Hilmar Jónsson, ritari, kjörinn 1994 (til tveggja ára), Sigrún Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, kjörin 1995 Kjörtímabil hvers stjórnarmanns er 3 ár. Varamenn stjórnar eru: Þórdís Arnljóts- dóttir, Snorri Freyr Hilmarsson og Magnús Steinn Loftsson. Varastjórn var kosin 1995 og situr 3 ár. Trúnaðarmannaráð FÍL 1995-96 í því situr stjórn FÍL og formenn deildanna: 1. deild Jóhann Sigurðarson 2. deild Ari Matthíasson 3. deild Sigurþór Albert Heimisson 4. deild Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir 5. deild Hlín Gunnarsdóttir 6. deild Stefán Arngrímsson (Magnús Steinn Loftsson) 7. deild Birgitta Heide. Hlutverk trúnaðarmannaráðs er að fjalla um kjarasamninga og önnur þýðingarmikil hagsmunamál félagsins, þar með að taka ákvarðanir um vinnustöðvanir í því skyni að knýja á um kjarabætur. Bandalag íslenskra listamanna Fulltrúi FÍL þar er Edda Þórarinsdóttir. Bandalagið er samband félaga hinna ýmsu listgreina og tilgangur þess fýrst og fremst: a) að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista bæði utan lands og innan, b) að gæta hagsmuna íslenskra listamanna, c) að efla samvinnu með íslenskum lista- mönnum. Leiklistarráð I ráðinu eru 32 fulltrúar skipaðir af mennta- málaráðuneyti eftir tilnefningum frá félög- um og stofnunum tengdum leiklistarlífi. Ráðið kemur saman einu sinni á ári en 3ja manna framkvæmdastjórn fer með málefni ráðsins milli funda. Stjórnina skipa nú: Hávar Sigurjónsson, Vilborg Valgarðsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. í núgildandi leiklistarlögum frá 1977 og í reglugerð frá 1982 er kveðið á um starfs- svið ráðsins: það skuli vera vettvangur um- ræðna og stuðla að því að leiklistarstarfi séu búin þroskavænleg skilyrði, ráðgefandi aðili fýrir ráðuneyti, sveitarfélög og leik- listarstofnanir, stuðla að útgáfu og ritun leikrita og loks (í 7. grein reglugerðar): „Framkvæmdastjórn Leiklistarráðs gerir tillögur til menntamálaráðuneytisins um úthlutun samkvæmt reglum sem hún setur sér.“ Hávar formaður ráðsins segir: „1 reynd hefur starfsemi framkvæmdastjórnar ráðs- ins að mildu leyti snúist um ofangreinda ár- lega úthlutun sem heitir nú á fjárlögum „Til atvinnuleikhópa". Árin 1994 og 1995 voru til ráðstöfunar 14 milljónir hvort ár, þar af voru tæpar 15 m. bundnar í starfssamning við Frú Emilíu. Til annarra leikhópa var því úthlut- að u.þ.b. 13 m., þ.e. 4 m. árið 1994 og 9 m. árið 1995. Fjármagn til annarrar starfsemi á vegum leiklistarráðs er elckert og því er ráðið ófært um að sinna öðrum lögbundnum skyldum sínum, svo sem útgáfustarfsemi. Ráðgjafar- og umsagnarhlutverk framkvæmdastjórnar um erindi þau sem berast menntamálaráðu- neytinu og tengjast leildist er óvéfengjanlegt samkvæmt lögum og reglugerð, en hefur í reynd verið háð geðþótta starfsmanna ráðu- neytisins. Einnig má segja að leiklistarstofn- anir þær sem eiga aðild að ráðinu hafi lítt eða ekkert nýtt sér ráðið eða framkvæmda- stjórn þess til að koma málum sínum fram gagnvart stjórnvöldum. Gagnger endur- skoðun á leiklistarlögunum í heild og hlut- verki leiklistarráðs sérstaklega er því löngu tímabær. “ Við þetta má nú bæta: Nefnd um endurskoðun leiklistarlaga (formaður Sveinn Einarsson) lauk störfum nú snemma í ágúst og hefur afhent ráðherra skýrslu sína. Leiklistarsamband íslands Stjórn: Sigrún Valbergsdóttir, formaður; Þórhallur Sigurðsson, ritari; Ingibjörg Björnsdóttir, gjaldkeri; Árni Ibsen og Edda Þórarinsdóttir, meðstjórnendur. Leildistarsamband íslands er sameiginleg- ur starfsvettvangur allra þeirra starfsgreina og stofnana sem vinna að leikhúsmálum á Islandi og því er ætlað að örva samstarf og kynningu þeirra. Það er aðili að Leiklistar- sambandi Norðurlanda (NTU) og að Al- þjóða leikhúsmálastofnuninni (ITI) og tek- ur fyrir Islands hönd þátt í samstarfí á þeim vettvangi. Formaður og ritari sitja í stjórn NTU. Aðild að Leildistarsambandi Islands eiga félög íslenskra leikara, leikstjóra, leik- skálda, listdansara og leilchúsfræðinga, Leik- listarskóli Isl., ísl. dansflokkurinn, Bandalag atvinnuleikhópa, Bandalag ísl. leikfélaga, Ríkisútvarpið, Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsið og Þjóðleik- húsið. Aðilar tilnefna fulltrúa og varamann hans í fulltrúaráð, sem síðan kýs stjórn úr sínum röðum. I 3. grein laga LSl segir: „Öll íslensk atvinnusamtök leifhúsfólks, at- vinnuleikhópar og stofnanir sem vinna að leiklistarmálum á íslandi geta sótt um aðild að Leiklistarsambandi Islands. Aðalfúndur tekur ákvarðanir um aðildarumsóknir.“ Sem dæmi um starfsemi á vegum LSl má nefha nokkuð af því sem kemur fram í skýrslu síðasta starfsárs: Árlegt leildistar- þing; útgáfa og dreifing árbókarinnar Theat- er in Iceland; alþjóða lerkhúsdagurinn 27.mars; grein um íslenskt leikhús 1992-1994 í World of Theater (kemur út annað hvert ár á vegum ITI ), allar upplýs- ingar í World Theatre Directory (uppsláttar- rit á vegum ITI), kynning á 1. bindi WECT (World Encyclopedia of Contemporary Theat- er), sem fjallar um Evrópu; upplýsingar í Nordisk Teater Katalog; samskipti við Frauen im Theater í Berlín; aðild að nefnd til endurskoðunar leiklistarlaga; umræður um Leiklistarsögusafn; kynning á íslensku leik- húsi á Bonner Biennale; undirbúningur nor- rænna leiklistardaga í Kaupmannahöfn 1996; norræn leikskáldaverðlaun 1996; und- irbúningur vegna þátttöku í heimsþingi ITI í Caracas, Venezuela í júní sl. o.fl. o.fl. Sigrún Valbergsdóttir núverandi formað- ur LSl: „Mjög mikið er leitað eftir upplýsingum um leiklistarstarfsemi hér á landi og teljum 34

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.