Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 7
LEIKHÚSMÁL Pétur Einarsson BÝR (SLENDINGUR (BERLÍN? sumarvinnu í faginu. En Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið styrktu fyrirtækið. Sautján leikarar taka þátt í verkinu: Benedikt Erlings, Bryndís Petra, Harald G, Harpa Arnar, Hinrik Ólafs, Jón Stefán, Katrín Þor- kels, Kjartan Bjargmunds, Kjartan Guðjóns, Margrét Péturs, Ólafur Guðmunds, Sigrún Sól, Sigurþór Albert, Steinunn Ólafs, Valgeir Skagfjörð, Þorsteinn Bachmann og Þröstur Guðbjarts. - Ennfremur kemur að verkinu hópur ungs fólks frá Hinu húsinu, menning- armiðstöð ungs fólks í Reykjavík, til aðstoð- ar á ýmsa vegu. Brúðubíllinn og Helga Steffensen voru á ferðinni í sumar og var það fimmtánda árið sem þetta brúðuleikhús á hjólum fer á milli gæsluválla og útvistarsvæða í borginni. Tvö leikrit eru sýnd á hverju sumri í júní og júlí. 1 sumar voru það Afhverju og Trúðar og töfra- menn, bæði eftir Helgu. Leikstjóri var Edda Heiðrún Backman, en íjórir atvinnuleikarar ljáðu brúðunum raddir. I sumar voru Ragnheiður Tryggvadóttir og Jón Hjartarson einnig á ferð á gæsluvöll- um og léku stuttan þátt eftir Jón. En þetta er fimmta sumarið sem þau standa að slíkum sýningum. Nefnist leikurinn Lengra en nefið nœr og skoðast verkið sem nokkurs konar „orðaleiktæki“ fyrir unga krakka. Furðuleikhúsið hefur verið með þrjár litl- ar sýningar í gangi í sumar, Furðufjölskyld- una, sem er útileikhús og var m.a. sýnt í Húsdýragarðinum í fyrra; Hlina Kóngsson, spunaverk, ætlað börnum á leikskólaaldri og svo Bétveir, en það er byggt á bók Sigrúnar Eldjárn. Hópurinn hefur sýnt verkin eftir pöntunum, meðal annars í listasmiðju barna í Kringlunni. Möguleikhúsið hefur ekki verið með leik- sýningar í húsnæði sínu að Laugavegi 105 nú yfir blásumarið, en mun vera að taka upp þráðinn með Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. En sú sýning var raunar sýnd í listasmiðju barna í Kringl- unni. Leikendur eru Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz en leikstjóri Stefán Sturla Sig- urjónsson. Loks má geta þess að leiklistin smeygði sér enn inn í gamla Iðnó á sumrinu, þótt allt sé þar ófrágengið innandyra enn. Hvunndags- leikhúsið hóf æftngar þar á Trójudætrum Evrípídesar í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og er stefnt að fáeinum tilraunasýningar nú í október, en síðan á að sýna verkið ásamt Jötninum eftir Evrípídes á Listahátíð 96. Fjölmargir leikarar, söngvarar og dansarar eiga að flytja þetta sígilda harmljóð um sjálf- skaparvíti mannanna í styrjöldum; tónlist- ina við sýninguna semur Leifur Þórarinsson, Inga Bjarnason er leikstjóri og Lára Stefáns- dóttir kóreógraf. Af þessari upptalningu sést að leikhúsfólk hefur heldur betur nýtt sumarið og eflaust hafa einhverjar leikrænar uppákomur farið framhjá ritnefnd Leikhúsmála. M Haustið 1993, sýndi íslenska leikhúsið Býr íslendingur hér? í Tjarnarbíói, en sýninguna byggði Þórarinn Eyljörð á bók Garðars Sverrissonar um dvöl Leifs Muller í Sachsenhausen-fangabúðun- um, skammt norðan við Berlín. Ég hafði þann heiður að fá að leika Leif. Á eina sýninguna kom forstöðumaður danska stríðsminjasafnsins í Kaupmanna- höfn, náinn vinur Dr. Morch sem veitir forstöðu safninu í Sachs- enhausen. í sumarbyrjun 1994 kom fyrirspurn frá safninu í Sachsenhausen í gegnum íslenska sendiráð- ið í Bonn hvort við gætum flutt sýninguna á þýsku við minningarathöfn í tilefni 50 ára afmælis frelsunar fangabúðanna. Við vorum þó nokkuð upp með okkur og sögðum auðvitað já, en í raun held ég að við höfum ekki trúað í al- vöru að það yrði nokkurn tíma úr þessu. Að læra sýninguna á íslensku hafði verið ótrúlega mikið átak fyrir mig, en ég hafði rúmlega */2 ár til þess. I byrjun var þetta spennandi, en mjög fljótlega var verulega á brattann að sækja. Af ýmsum ástæðum var það mér mikið metnaðarmál á þessum tíma að komast í gegnum þetta, að sanna það fýr- ir mér sjálfum að ég réði við þetta; og með sífellt harðari kröfum á sjálfan mig náði ég loks markinu skömmu fyrir frumsýninguna. Samt sem áður þurfti ég fýrir hverja sýningu og í hléinu að fara náið yfir textann minn, til að ráða við hann á sýningunni. Þýskukunnátta mín var bara tveggja ára nám í stærðfræðideild í menntaskóla, fyrir rúmlega 30 árum! Síðan ekki söguna meir. Mín fyrsta hugsun var að þýski textinn mundi kannski bara leggjast snyrtilega með- fram íslenska textanum í minninu, í ein- hverskonar huggulegu samlífi. Ég veit núna hvað þetta var ótrúlega barnalegt. I lok nóvember kom það! Safnið í Sach- senhausen hafði fengið styrk til þess að framkvæma þetta verkefni! Við vorum ger- samlega búnir að afskrifa þetta og tíminn sem var til stefnu orðinn nokkuð naumur. Við áttum að sýna fyrstu sýninguna 24. apríl 1995. í byrjun desember þurfti ég á fund til Kaupmannahafnar og notaði ferðina til að fara áfram til Berlínar. Á þessum tíma var undirbúningurinn einungis á byrjunarstigi og ekki einusinni búið að velja leikhús fyrir sýninguna. Einn af starfsmönnum safnsins sótti mig inn til Berlínar og ók með mér um það bil klukkutíma leið út fýrir borgina til Sachsen- hausen. Þennan dag var safnið lokað og frú Nickel, sem sá um samskiptin við okkur, tók að sér að sýna mér fangabúðirnar. Við ókum upp þrönga götu, umlukta stórum furutrjám og allt í einu opnaðist stórt torg fyrir okkur og fyrir enda þess stóð „das Tor“ - hliðið inn í fanga- búðirnar. Eitt andartak skynjaði ég þá ógn sem þessi bygging veldur manni. En við skoðuðum búðirnar aðeins yfirborðslega, frú Nickel var í tímaþröng. Ég hafði hugsað mér að skoða búðirnar betur tveim dögum síðar, en ég hætti við það. Eitt af því erfíðasta fýrir mig að leika þessa sýningu var að halda stjórn á sjálfum mér, mínum eigin tilfinn- ingum, þannig að þær tækju ekki yfirhönd- ina, en væru engu að síður með í leiknum. Ég þorði ekki að taka þá áhættu að upplifa eitthvað í Sachsenhausen sem kynni að gera mér þetta erfiðara. Við fengum fyrsta hluta þýðingarinnar rétt fyrir jólin 1994 og það var ekki fyrr en eftir áramótin sem ég hóf námið af einhverri alvöru. Ég hafði þó notað tímann milli jóla og nýárs til að kíkja á textann. Þegar ég fór með fyrstu 10 síðurnar fyrir leikstjórann Þórarinn Eyfjörð, rann hann ljúft upp úr minni mínu og við vorum nokkuð kátir. Um það bil helmingurinn af þessum fýrstu 10 síðum var textinn milli Leifs og læknisins og nokkuð mikið um lýsingar á athöfnum. Ég hafði tekið mér nokkuð góðan tíma fyrir þennan kafla. Afgangurinn af handritinu, 38 síður, var massífur texti, einræða. Það kom „ÉG HAFÐI ÞANN HEIÐUR AÐ FÁ AÐ LEIKA LEIF." 5

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.