Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 25

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 25
LEIKHÚSMÁL Fjögurra barna móð/r: með Hrafni, Þorvaldi, Snædisi og Tinnu (1955]. ast vegna stríðsins. Ég náði inntökuprófi á RADA, Royal Academy of Dramatic Art, í London en var þar alltof stutt vegna þess að ég var nýgift. Ætlunin var að Gunnlaugur kæmi líka út til framhaldsnáms, en af því varð ekki þar sem honum bauðst staða for- setaritara og gat ekki hafnað því. Ég notaði samt tímann mjög vel og sá næstum allar sýningar sem í gangi voru. Þær voru margar frábærar. Á þessum tíma voru leikarar eins og Laurence Olivier, Ralph Richardson, Vivian Leigh, Wendy Hiller, Edith Evans og margir fleiri á leiðinni í frægðina. Seinna skrapp ég off til útlanda á haustin, ef ég var ekki í fýrstu sýningunni, til að sjá nýjar sýningar. Leiðin lá oftast til Lundúna, Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Stund- um voru sömu verkefnin sýnd á tveimur stöðum og það er lærdómsríkt að sjá hvað sýningar á sama verki geta verið ólíkar. Þess- um ferðum fækkaði nokkuð eftir að fjöl- skyldan stækkaði. Ég má til með að segja þér ffá leikhúsferð sem við Regína Þórðardóttir fórum í. Gunn- ar Eyjólfsson var þá í Bandaríkjunum og bauð okkur að gista í húsi sem hann átti í út- hverfi í New York. Við vorum þarna í mánuð og fórum í borgina á hverjum degi og sótt- um leikhúsin á kvöldin. Á daginn fórum við stundum í leikstúdíó Lee Strasberg og horfðum á bæði þekkta og óþekkta leikara fara með kafla úr leikritum sem þeir höfðu valið sér sjálfir. Hlutverk þeirra voru gjarnan í andstöðu við þær persónugerðir sem þeir fengu vanalega að kljást við í leikhúsunum. Til dæmis sáum við Ann Bancroft leika Elísu í My Fair Lady, sem engum leikstjóra hefði dottið í hug að setja hana í. Þetta var ómet- anleg reynsla fyrir leikarana og ekki síður lærdómsrík fyrir okkur, því eftir hverja senu voru miklar umræður um árangurinn og hvað hefði mátt betur fara. Síðan voru leik- ararnir spurðir um sína vinnu og að iokum kom gagnrýnin frá Strasberg sjálfum. Ég held ég hafi aldrei lært eins mikið á jafn skömmum tíma eins og þarna. Ég er Gunn- ari alltaf þakklát fyrir að hafa gert okkur kleift að vera í New York svona lengi.“ Hvað fmnst þér einkenna íslenskt leikhús miðað við það sem þú hefur kynnst erlendis? „Mér fmnst munurinn ekki mikill og það kemur fyrir að mér finnst sýningar hér ekki standa að baki ýmsu sem ég hef séð erlendis og stundum jafnvel vera betri. Þó man ég eftir því að þegar ég kom frá Bretlandi fannst mér margar sýningar hér svo hægar. Það var dálítið þunglamalegur blær á þeim, vantaði snerpuna í viðbrögðum samanborið við Bretann, sérstaklega í gamanleikjum. Þessi þungi loðir oft við norðlæg lönd. Er það sól- arleysið? I sjónvarpsleikritum er þessi hægagangur oft sérlega áberandi - eins og verið sé að teygja efnið í ákveðna lengd. Það þarf stund- um þolinmæði til að horfa á hellt í kaffibolla eða stússað eitthvað með lítinn tilgang í margar mínútur. Sænskur sjónvarpsmaður sem kom hingað fýrir mörgum árum og hélt námskeið í sjónvarpsleikritagerð með höf- undum og leikurum hafði einmitt orð á þessu þegar búið var að sýna honum nokkur íslensk verk.“ Hvernig leikstjórum finnst þér best að vinna með? „Leikstjórum sem eru vel undirbúnir þegar þeir byrja að vinna og vita hvað þeir vilja fá út úr sýningunni, en eru um leið tilbúnir að meta og endurskoða ýmis atriði á æfingartímanum, sem skýr- ast þegar hópurinn fer að vinna að verkinu. Það versta sem ég lendi í er að leikstjór- inn vilji láta mig gera eitt- hvað sem er á móti mínum skilningi á hlutverkinu. Þá er nauðsynlegt að báðir aðilar séu sveigjanlegir og finni lausn á vandanum. Bestur er sem sagt leiðandi og gefandi leikstjóri sem gefur leikaran- um tækifæri til að nálgast persónu sína af eigin ramm- leik. Ég ætla að segja þér frá smáatviki í sambandi við leikstjórn, sem er mér minn- isstætt. Árið 1955 kom hing- að leikstjórinn Walter Hudd frá London til að setja á svið Jónsmessuncet- urdraum effir Shakespeare. Ég átti að leika aðra ungu stúlkuna í verkinu, Hermíu. Á einhverri af fyrstu æfingunum er hann eitt- hvað að segja mér til og sýna hvernig ég á að gera og ég segi „Yes, I will try.“ Þá svarar hann: „You don’t try, you just do it. Are you not professional?“ Ég fyrtist við en lét á engu bera og tók á honum stóra mínum að gera betur. Seinna frétti ég að hann hafi sagt við Benedikt Árnason, sem var kunningi hans frá London, að honum líkaði vel við þessa leikkonu - hún brygðist við tilsögn með átaki. Við urðum mestu mátar og hann bað mig um að æfa á móti sér hlutverk á ensku í Village Wooing eftir Bernard Shaw. Við sýndum það fyrir félag- ið Anglia og síðan í Iðnó fýrir kollegana og aðra. Mér hefur off dottið þetta atvik í hug gegnum árin, ef mér hefur virst eitthvað erfitt. Þá hef ég hugsað um þessa áminningu: „You just do it. Are you not professional?“ Og það hefur stælt metn- aðinn til að sýna að svo sé.“ Hvencer líður þér best í leikhúsi sem áhorf- anda? „Þegar sýningin er góð og vel leikin og efh- ið áhugavert. Það eru dýrlegar stundir. Mér finnst góðar sýningar oft eins og gott tónverk og fallegt mál eins og tónlist og þá gleymi ég stund og stað og fýllist hrifningu og þakklæti." En hvencer líður þér best í leikhúsi sem leik- ara? „Mér líður best þegar mér finnst við vera með verkefni sem hefur eitthvað fram að „ ÞAÐ VERSTA SEM ÉG LENDI í ER AÐ LEIKSTJÓRINN VILJI LÁTA MIG GERA EITTHVAÐ SEM ER Á MÓTI MfNUM SKILNINGI Á HLUTVERKINU." 23

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.