Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 30

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 30
LEIKHÚSMÁL Verkefnaskrá „stóru leikhúsanna" stjóra samíska þjóðleikhússins. Það eru Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring sem verða þess heiðurs aðnjót- andi að leika Blanche og Stanley. í lok mars frumsýnir LA svo nýjan gamanleik eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. Vinnuheiti hans er Heima er best. Þar munu verða tekin fyrir þekkt klúðurmál í íslensku samfélagi. Ýmsar smærri uppákomur verða einnig á dagskrá leikfélagsins nyrðra í vetur. Til dæmis verður boðið upp á þrjár aðfluttar barnasýningar. fræga verki sem væntanlega höfðar bæði til ungra og gamalla. Þá sætir ekki minnstum tíðindum að opnunarsýning Listahátíðar 96 á að vera sýning ísl. óperunnar á nýrri íslenskri óperu. Er það Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson og mun þetta vera önnur ópera hans í fullri lengd (hin fýrri var Þrymskviða, flutt 1974). Garðar Cortes verður hljómsveitarstjóri en söngvarar verða þau Þorgeir Andrésson, Elín Ósk Óskars- dóttir, Þóra Einarsdóttir og Bergþór Pálsson. Leikstjóri allra þessara sýninga verður Halldór E. Laxness, sem talsvert hefur starfað með söngskólanemendum og hefur nú verið fastráðinn hjá fsl. óp. þetta leikárið. Hulda Kristín Magnúsdóttir er búninga- hönnuður allra sýninganna en einnig hún hefur verið ráðin allt leikárið og mun þetta vera í fyrsta skipti sem fsl. óp. ræður aðra listamenn en söngvara. - Auk þessara sýninga verða teknar upp sýningar í haust á rómaðri uppfærslu ísl. óp. á Carmina Burana og þá mega menn einnig vænta þess að geta séð sýningu Þórhildar Þorleifsdóttur á Ótelló áður en sú sýning fer í leikferð - alla leið til Japans! íslenski dans- flokkurinn Hjá íslenslca dansflokknum í vetur er ýmis- legt á döfinni. Fyrst er að telja sýningu í Borgarleikhúsinu í nóvember. Á efnisskrá verða ýmsir gullmolar í ldassískum og ný- Idassískum stíl. Þar á meðal verður eitt verka hins fræga aðaldansara frá New York City Ballet, Robert La Fosse, sem kemur hingað til að setja verkið á svið. Einnig verður þá frumflutt nýtt verk fyrir tvo dansara eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, sem samið hefur fjölda verka fýrir Dansflokkinn og Listdans- skóla fslands. Um páskana verður önnur sýning Dans- flokksins í Borgarleikhúsinu. Er þar um að ræða frumflutning á nýju verki þeirra Nönnu Ólafsdóttur dansskálds og Sigurjóns Jóhannssonar leikmynda- og búningahönn- uðar. Efnið er rammíslenskt og gamalt, byggir á heimildum sem og hugmyndum höfunda um Guðmund biskup góða, sem nánast varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Loks er fyrirhuguð sýning Dansflokksins á Listahátíð ’96 í samvinnu við Kammersveit Reykjavíkur. Annað tveggja verka sem flutt verður þar er Keisarinn og nœturgalinn við tónlist eftir John Speight. Sýningin verður líka í Borgarleikhúsinu. íslenska óperan Ólöf Kolbrún Harðardóttir hefur látið af störfum sem óperustjóri og er Garðar Cortes tekinn við aftur, en Ólöf Kolbrún gegnir nú starfi framkvæmdastjóra. Mikil bjartsýni og stórhugur einkennir verk- efnaskrá komandi leikárs í óperunni. Fyrir jól á að frumsýna Madama Butterfly og Leikfélag Akureyrar LA hefur leikárið með leikgerð af sögunni um Drakúla greifa eftir írska rithöfundinn Bram Stoker. En hundrað ár eru nú liðin síð- an sagan kom út. Leikgerðin er unnin sér- staklega fyrir LA af írska leikstjóranum Michael Scott og mun hann jafnframt leik- stýra. Frumsýning er áætluð 13. október. Um jólin verður Sporvagninn Girnd eftir Tenessee Williams frumsýndur á Akureyri í leikstjórn Hauks Gunnarssonar, leikhús- munu þau Ólöf Kolbrún og Ólafur Bjarni leiksyngja elskendurna frægu, japanska fiðrildið og bandaríska dátann. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi sívinsæla ópera Puccinis er flutt í ísl. óperunni (Þjóð- leikhúsið flutti verkið 1965 með Rut Jacobson og Guðmundi Guðjónssyni). En strax um jólin eiga svo Hans og Gréta eftir Humperdinck að komast á fjalirnar og verður það frumflutningur á íslandi á því 28

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.