Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 41

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 41
LEIKHÚSMÁL og verðandi leikskáld og leikhússtjóra- kandídat, leystist úr læðingi, fékk sagnar- anda og tók að tala tungum. — Magnús Ólafsson var þar og bara heilmikið af hon- um. Ekkert Þorleifsson kom í sínu fínasta pússi og gustaði af honum. Jón Hjartarson og Margrét Ólafsdóttir lentu úti á þekju, það er að segja bárujárnsþekju hússins, samt ekki að mála hana; og margt kom stór- menni fleira. Leikhússtjóri lét sig ekki vanta neitt. Sigurður Karlsson kom hvergi og ýms fyrirmenni önnur úr leikarastétt heiðruðu samkomuna með fjarvist sinni. Aftur á móti urðu margar sætavísur ókvæða þegar slútta átti gleðinni undir hádegi. 5? Þá vilja leikararnir Jón Hjartarson og Bríet Héðinsdóttir geta þess hér að þau hafa iðu- lega sést saman á hljóðskrafi að undanförnu; þau eru sármóðguð yfir því að eldci hefur nolckur lifandi maður sýnt því minnsta áhuga eða talið það efni í kjaftasögu. LEIKHÚSSTJÓRAVEIKIN Um árabil hefur skæð veira herjað á atvinnuleikhús landsins eða nánar tiltekið þá sem veita þeim forstöðu. Sóttin sem veir- an veldur heitir „morbus ducis theatralis“ eða „leikhússtjóraveikin", stundum ranglega kennd við Þjóðleikhúsið í daglegu tali en sá misskilningur á rót sína að rekja til þess að þar á bæ hafa menn tollað lengst í leikhús- stjórastólnum. I reynd ræðst veiran á alla leikhússtjóra á öllum tímum; smitun á sér alltaf stað við embættistöku en mönnum elnar mjög sóttin eftir því sem á líður kjör- tímabilið. Einkennin þekkja allir. Hið fyrsta er leyndarmálafíkn; allt sem varðar rekstur leikhússins (og reyndar hvað sem er) er sveipað leyndarmálahulu, hvort sem skyn- samleg ástæða er til eður ei, jafnvel eftir að umrædd atriði eru orðin á allra vitorði. Klassíska dæmið, sem oft er vitnað til, er all- ar götur frá áliðinni stjórnartíð Sveins Ein- arssonar í Iðnó: þá er hann var spurður hvað klukkan væri, svaraði hann að bragði: „Því miður er ekki hægt að láta það uppi að svo stöddu.“ - Annað skýrt einkenni er ákvarðanafælni (einnig nefnt fram-af-humm) og asnaeyrna- dráttur: Æ lengri tíma tekur að taka ákvörð- un um hvaðeina, stórt eða smátt; verk- efnaval komandi leikárs er tilkynnt æ seinna og með æ fleiri vafaatriðum; hvert erindi eða fyrirspurn sem leikhússtjóranum berst - sama hversu lítilfjörlegt mál er um að ræða - allt fær sömu afgreiðslu: „Ég skal athuga málið“ - og tekur sú athugun æ lengri tíma, oft hafa stjórarnir látið af störfum áður en athugunum þessum lýkur. Þriðja einkennið sem verður einnig áber- andi effir því sem á líður valdatíð leikhús- stjórans er móðgunargirni, slæm viðbrögð við hvers kyns gagnrýni; á hættulegasta stigi veikinnar eru líka dæmi um að hefnigirni og refsigleði fari í kjölfarið. Hinn heimskunni veirufræðingur dr. Josuah Chaminsky sem mest hefur rannsak- að veiru þessa, kvað aðspurður enga lækningu við leikhússtjóraveiki enn vera í sjónmáli og ekki heldur bóluefni. Því væri ráðlegast að leggja áherslu á forvarnarstarf. Skilaboð dr. Chaminskys voru í stystu máli: „Varist endurráðningar“. HEILLARÁÐ Nýjasta aðferðin til að lækka meðalaldur leikhópsins við Þjóðleikhúsið er flutningur matstofunnar efst upp í bygginguna eða þangað sem „málarasalurinn“ var. Má ætla að þessi ráðstöfun beri tilætlaðan árangur. Til dæmis eru frá Smíðaverkstæði og þangað upp ekki færri en 85 tröppur og nokkuð ljóst hverjir muni verða hlutskarp- astir í kapphlaupinu að matnum í tuttugu mínútna matarhléi á æfingum. Langvarandi sultur og áreynsla hljóta að gera sitt gagn þegar rosknir leikarar eiga í hlut. FIÐRAÐ ROÐ Nokkrir gal- og einkum þó -vaskir leikhús- menn hafa stofnað með sér félag, sem þeir nefna Roð og fiður og helgar sig, eins og nafnið ber með sér, nánum kynnum af fiski og fuglum. Árshátíð samkundunnar, sem í eru valmenni einvörðungu úr röðum leik- ara, hönnuða og tæknimanna (allt karl- menni) fór fram með villtu pati og öðrum fjallabráðum. Tveir af félögunum, þeir Jói Sig og Siggi Sigurjóns leigðu snotra sprænu í Dölunum, Hörðudalsá, þar sem mokað hefur verið upp bleikju og laxfiskum í þeirra umboði í allt sumar. Aðrir hafa látið sér nægja að hafa barið vötn og læki augum eftir efnum og aðstæðum. - Mikil stemmning mun fyrir því að félagsskapurinn standi fyrir alþjóð- legri keppni sem fram fari á Bíldudal, þar sem keppt yrði í marhnútafangi. Gömul þjóðtrú hermir, að kyssi maður kartfisk þennan á ögurstundu muni hann breytast í ... ja það sem hugurinn girnist, t.d. laxynju, sautján punda. Makar félaganna (allt kven- menn) ætla að stofna með sér félagsskap til þess að efla áhugamál sín meðan karlarnir eru á dýraveiðum ... og væntanlega munu frýrnar ætla sér annars konar bráð, því þær munu kalla félagsskapinn „Hvorki fugl né fiskur“. EGGLEIKHÚSIÐ VERPIRÁ NÝ Leikhússtjóri Eggleikhússins, Woody Egg, sem gerði garðinn frægan fyrir fáeinum árum, m.a. á Edinborgarhátíðinni og sýndi leikrit Árna Ibsens Ekki ég heldur ... en við fádæma undirtekir, fór með eina hlutverkið í þeim leik. Leikarar og skemmtikraftar hafa að vísu verið að troða upp „sóló“ öldum saman en það sem einkum þótti athyglisvert og frumlegt við uppfærslu Eggleikhússins var að aðeins var leikið fýrir einn áhorfanda í einu. Mæltist þetta mjög vel fýrir og munu margir, sem að öllu jöfnu fara ekki í leikhús vegna krónískrar fjölmennisfælni, hafa skellt sér í Eggleikhúsið og séð Ekki ég heldur... en. Nú undirbýr Eggleikhúsið uppfærslu á nýju leikriti eftir Árna Ibsen, sem mun bera heitið Ekki þú heldur... ég. Sem fyrr fer Woody Egg með eina hlutverk leikritsins en að þessu sinni verður gengið lengra en síðast, því nú verða engir áhorfendur: Woody Egg mun leika einn á sviðinu fyrir tæp fimm hundruð auð áhorfendasæti í Gamla bíói. ANNA LÍSA SITUR FYRIR SVÖRUM Ödipus? Ja, var hann ekki fyrstur manna til þess að brúa kynslóðabilið. Hvað er Framúrstefnuleikhús? Leikhús þar sem áhorfendur á fremsta bekk fá að halda á ljóskösturunum. Hvað er Tilraunaleikhús? Leikhús sem gerir tilraunir með þolinmæði áhorfenda. Hvað er Frjáls leikhópur: Leikararnir fá að leika kauplaust. Áhorfendur: Fólk sem fer aldrei í leikhús nema þegar það er kvefað. Avantgarde-leikhús? Leikhús sem hefur ekki efni á leikmynd. ARFGENGI í ÍSLENSKU LEIKHÚSI Miðaldra kona (ein þeirra sem halda lífinu í leikhúsi hér á landi og listum yfirleitt) tyllti sér hjá hnakkakerrtum karlmanni í hléi á leiksýningu. - Ósköp var hún ólíkindaleg þessi unga leikkona þarna í aðalhlutverkinu, stundi konan. - Þetta er dóttir mín, svaraði karlinn. - Já, þetta skrifast auðvitað á leikstjórann. - Það er konan mín, segir hann. - Nú, já, en það er nú líka ósköp ómerki- legur texti sem hún fer með stúlkugreyið. - Hann er eftir mig. - En er þetta ekki byggt á bók? - Jú, hún er eftir fyrri konu mína. 39

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.