Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 26
LEIKHÚSMÁL færa í list eða boðskap. Eitthvað áhugavert eða nýtt til að vekja fólk til umhugsunar. Og svo auðvitað ef maður fínnur að leikurinn nær til áhorfenda. Ég verð að segja þér frá einu slíku atviki sem mér er ógleymanlegt og gaf mér mikla ánægju. Þegar setja átti upp Eftir syndafallid eftir Arthur Miller var ég valin til að leika hlut- verk Maggíar. Þetta leikrit var mikið umtal- að erlendis og var álitið að hann væri að skrifa um líf sitt með Marilyn Monroe. Nú er ég engin kynbomba og fannst fráleitt að ég gæti fyllt upp í þá ímynd og baðst undan að þurfa að leika þetta hlutverk. Því var ekki ansað. Leikstjórinn, Benedikt Árnason, og þjóðleikhússtjórinn, Guðlaugur Rósinkranz, reyndu að telja í mig kjark og til uppörvunar fékk ég smáupphæð til að fara til London og kaupa það nauðsynlegasta af búningum. Á þessum tíma, árið 1965, fékkst hér lítið sem ekkert af fallegum fötum. Auðvitað borgaði ég ferðina og hótelið sjálf og peningarnir sem ég hafði til ráðstöfunar dugðu aðeins fyrir því alnauðsynlegasta. Disley Jones, sem hafði komið hér í tvígang og hannað bún- inga, útvegaði mér stúlku til aðstoðar, sem var búningahönnuður við leikhús og hafði sambönd. Þetta var mikil vinna og ólaunuð. Það sem á vantaði var saumað á saumastofu leikhússins svo sem brúðarkjóllinn sem ég kom með efni í. Ennþá vantaði kjól í fyrsta atriðið, þar sem Maggí, óþekkt og dökk- hærð, hittir Miller á bekk í skemmtigarði. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, sem þá var ung og upprennandi leikkona, Iánaði mér kjól af sér. Sem betur fer var hann „sætur og sexý“, rauður með klauf á hliðum. Ég er sjaldan taugaóstyrk á frumsýningum, mér finnst einfaldlega of spennandi og gaman til að geta verið það. I þetta sinn var ég þó svo- lítið kvíðin. En þegar ég fékk dúndrandi lófaklapp effir fyrsta atriðið á bekknum þá fannst mér ég ekki ganga út af sviðinu held- ur svífa og allur kviði var horfinn. Þetta var stór stund fyrir mig. Sérstaklega þegar ekki er hægt að segja að ég hafi verið sjálfkjörin eða „typecast“ í hlutverkið. Er það ekki oft að það sem við verðum að hafa mest fýrir í lífinu gefúr mesta ánægju í aðra hönd þegar vel tekst til?“ Er eitthvert hlutverk sem þig hefur alltaf langað til að leika og ekki fengið? „Það get ég ekki sagt. Þó hefði mér e.t.v. þótt gaman að glíma við sum hiutverk í leik- ritum Tennessy Williams. Það er eitthvað svo hárfínt í persónusköpuninni og um leið sterkt tilfinningalega. En það hefúr ekki vald- ið mér neinum vonbrigðum. Ég hef fengið svo mörg ólík og góð hlutverk að fást við.“ Ef þú réðir verkefnavali Þjóðleikhússins í eitt ár ogþyrftir ekki að taka tillit tilfjárhags - hverniggœti sú verkefnaskrá litið út? „Þessari spurningu er erfitt að svara á stundinni. Það eru mikil heilabrot að velja verkefni fyrir leikárið. En ef ég hefði nóga peninga myndi ég sjálfsagt reyna að fá það besta. Segjum að verkefnin væru fimm á stóra sviðinu. Þá myndi ég velja tvö klassísk verk og eitt nýtt erlent. Nýja leikritið þyrfti 24

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.