Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 9
LEIKHUSMAL Danann sem haíSi bent á sýninguna. Ánægja þeirra með sýninguna voru mér næg laun. Ég hafði ekki skandaliserað! Síðan kom þessi furðulega tómleikatilfmning sem ég held að allir leikarar upplifi eftir frumsýningar. Næstu tvær sýningar voru í menningar- miðstöð sem nefnd var Kulturbrauerei og var staðsett rétt utan við miðbæinn í gamalli bruggverksmiðju; klasa húsa sem byggður er í ferning þannig að aflangt torg verður í miðjunni. Undir öllu þessu var mikill kjall- ari sem notaður hafði verið til að kæla bjórinn. Katl- arnir höfðu verið fjarlægðir úr ketilhúsi verksmiðjunn- ar, og útbúið í salnum skemmtilegt fjölnota rými. Þarna var sæmilegur tæknibúnaður og hráleiki húsnæðisins hentaði sýn- ingu okkar vel. Þarna lék- um við tvær sýningar. Það kom á óvart hvað stór hluti áhorfenda var ungt fólk. Þegar ég kom í fýrsta skiptið í þessa gömlu bruggverksmiðju vakti það athygli okkar að búið var að líma upp plaköt við undirganginn inn á torgið milli húsanna. Á plakötun- um var mynd af föllnum þýskum hermanni, með hjálminn enn á höfðinu og andlitið klesst ofan í poll og önn- ur höndin kræklaðist stíf upp frá líkaman- um. Fyrir ofan myndina stóð: „Die Táter“ og fyrir neðan hana stóð: „sind keine Opfer“. „Gerendurnir (nasistarnir) eru engin fórn- arlömb“. Það var greinilegt að einhverjir þurftu að minna á sig með þessu öfugmæli. Fyrir tveim árum brenndu ný-nasistar til grunna einn af þeim fáu bröggum í Sachsen- hausen sem stóðu enn uppi, bragga þar sem gyðingar höfðu verið hafðir í haldi. Eitt at- riði minningarathafnarinnar í Sachsen- hausen var að taka skóflustungu fýrir endur- byggingu braggans. Það var ekki laust við að þetta setti í mig óhug. Þegar við vorum komnir inn á mitt torgið milli húsanna í Kulturbrauerei sá ég allt í einu fyrir framan mig menn í röndóttum fangabúningum hlaupa inn torgið. Athygli mín beinist að þeim sem fremstur fer og hann lítur aftur til okkar hinna. Þessi sýn stóð aðeins sekúndubrot. Ég tók þetta sem mitt eigið ímyndunarafl og ýtti atvikinu frá mér með þeirri hugsun að aldrei hefði nú Leifur komið hingað. En eftir fyrstu sýninguna þarna sagði for- stöðumaður menningarmiðstöðvarinnar okkur að á síðustu dögum stríðsins hefði SS á undanhaldinu rekið hóp fanga inn í verk- smiðjuna og haldið þeim í kjallaranum, þar til þeir loks neyddust til að gefast upp! Var þetta skýringin á því sem ég hafði þóst sjá? Svona nokkuð hefur aldrei hent mig áður, svo ég viti. Síðasta sýningin var auðvitað besta sýn- ingin og þýðandinn, Lísa, sagði að þar sem ég var óöruggur í textanum hefði ég meira að segja getað bjargað mér á fínustu þýsku. Ég dvaldist nokkra daga í Berlín eftir sýn- ingarnar og nú fór ég og skoðaði Sachsenhausen al- mennilega. Ég vogaði mér nú niður í líkkjallarann þar sem Leifur þurfti að vinna. Þetta var kjallari í litlu húsi. Á jarðhæðinni var krufn- ingarsalur og vinnustofur læknanna sem voru að gera tilraunir á föngunum. í þessu húsi voru allir veggir lagðir hvítum flísum, meira að segja krufningar- bekkirnir. Það jók á óhugn- aðinn. Niðri í kjallaranum voru þrír misstórir salir. Einn langur og mjór og gólfið hallaði inn að miðj- unni þar sem niðurfall var í því. Þegar ég hafði gengið út úr stærsta salnum til að skoða kerruna sem notuð var til að flytja lík- in, kallar kollegi minn Halldór Björnsson í mig og bendir á gólfið í stóra salnum. „Sjáðu, þar sem efsta lag steypunnar hefur flagnað upp, þar er steypan í gólfinu ennþá rauð!“ - Ég hef á tilfinningunni að ég hafi gengið í gegnum þetta hús og haldið í mér andanum tilfmningalega. Hryllingur fortíð- arinnar loddi við húsið. Ég flýtti mér út. Því miður höfðu Rússarnir sprengt næst- um allt í tætlur í búðunum, en þarna mátti enn sjá grunn „Station Z“, þar sem fýrsti gasklefmn var, skotstöðina sem var innréttuð sem læknastofa og líkbrennsluna. Við hliðina á „Station Z“ var steinlagður stígur sem lá niður í rúmlega mannhæðar djúpa gryfju í jörðina. Þarna voru fram- kvæmdar fjöldahengingar í skjóli myrkurs, fangarnir voru látnir hengja hver annan. í eldhússkálanum, sem ekki hafði verið sprengdur, hafði verið komið upp sýningu um fangabúðirnar. Maður gekk inn í annan enda skálans og þræddi svo krákustigu sýn- ingarinnar, bás úr bás. En sýningin var göm- ul, greinilega sett upp á tímum austur-þýska ríkisins og bar merki einföldunar á sögunni. Maður fékk á tilfinninguna að í Sachsen- hausen hefðu nánast eingöngu verið hafðir í haldi rússneskir generálar sem nasistarnir „HRYLLINGUR FORTÍÐARINNAR LODDI VIÐ HÚSIÐ. ÉG FLÝTTI MÉR ÚT." tóku svo af lífi. Þarna voru m.a. glerskápar með rússneskum únífomum þeirra, mynd- um af þeim og ýmsum persónulegum mun- um. En nú er verið að endurnýja allar sýn- ingarnar og allar bækur um Sachsenhausen verða gefnar út upp á nýtt, endurskoðaðar eftir fall múrsins. Þegar ég var kominn í enda sýningarinnar, blasti allt í einu við alveg nýr sýningarbás sem fjallaði um notkun Sachs- enhausenbúðanna tímabilið 1945-1950, tíma rússnesku hersetunnar á Austur-Þýska- landi. Það var að vísu ekki mikið til að sýna. Þarna var líkan af Sachsenhausen þar sem sjá mátti þann hluta búðanna sem notaður hafði verið af Rússunum. Fangahúsin voru í einhverskonar hliðarlager. Aftökustaður Rússanna var hinsvegar innan við múra aðalfangabúðanna. Þar var nú búið að koma upp minnisvarða. Fangar þessa tímabils voru nasistar og einhverjir „erfiðir andstæðingar hersetunnar". Þarna í sýningarbásnum var spjald sem lýsti deginum hjá föngum þessa tímabils, líf fanganna var rakið eftir klukkunni frá morgni til kvölds. Nasistarnir létu sína fanga hafa 330 g af brauði á dag; Rússarnir gáfu sínum 360 g. Það var dálítið ógnvekjandi að sjá að búið var að skrifa inn á þetta snyrti- lega spjald með tússpenna. Maður á ekki von á að fólk krassi inn á sýningarspjöld á opinberum sýningum. Krassið hafði líka fengið að standa! T.d. stóð á spjaldinu: „12:00 Mittagessen“ (hádegisverður). Yfir orðið Mittagessen var búið að krassa og fyr- ir aftan það stóð 1 Ltr. Wassersuppe (vatns- súpa)og eitthvað meira. Ógeðsleg vatnssúpa með ónýtu grænmeti var aðalrétturinn í fangabúðum nasista. Síðast á dagskrá fang- anna var sagt að þeir hefðu í lok dagsins gengið að kojum sínum og búið um rúmin fyrir nóttina. Þarna hafði verið krassað yfir og skrifað á þýsku eitthvað á þessa leið: „það er ekki hægt að búa um hálmdýnu og hálm- kodda!“Það var einkennilegt að sjá þessar tvær sýningar saman og ekki laust við að í því væri fólgin ákveðin sögn. Það var mér sérstæð reynsla að skoða Sachsenhausen. Ég var ekki aðeins búinn að lesa um þennan stað, ég hafði svo oft verið þar í huganum. Óhugnaðurinn varð fyllri við að koma á staðinn. Það var ekki heldur þægilegt. Ég efast ekki um að það sem mér verður minnisstæðast er ekki bara sýnin á torginu í Kulturbrauerei, heldur glíman við sjálfan mig, glíman við að missa ekki stjórn á sjálf- um mér, ganga á vit örvæntingarinnar og gefast upp. Ég er ekki samur maður eftir þessa glímu. Nauðin er harður skóli, en nauðsynlegur. 7

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.