Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 27

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 27
LEIKHÚSMÁL að velja með því að lesa öll ný verk eða hafa fregnir af velgengni þeirra í útlöndum. Klassísku verkin, sem ekki hafa enn verið sýnd hér, eru mörg og það þarf tíma og um- hugsun til að velja þau, enda er starfandi leikritavalsnefnd við húsið sem þarf að lesa heil býsn. Ég mundi kosta til samkeppni milli íslenskra höfúnda um ný leikrit og síð- an velja þá bestu leikstjóra sem fýndust, hvaðan sem þeir kæmu. Á litlu sviðunum yrðu minni verkefni og tilraunaverkefni þar sem nýjar hugmyndir yrðu prófaðar, svo ungir höfundar fengju tækifæri til að skoða hugmyndir sínar. Þvílík veisla!“ Hvernigfinnstþér lífsreynsla þín utan sviðs hafa nýstþér sem leikara? „Öll lífsreynsla kemur okkur að gagni. Til þess er hún. En enginn leikari getur upplifað í raunveruleikanum nema brot af þeirri reynslu sem ólíkar persónur hans hafa reynt og hefur mótað þær. Þar reynir á innsæi leik- arans og hæfileika til að geta sett sig í annarra spor og skilið hegðun þeirra. Það er gott fyrir leikara að venja sig á að skoða fólk og taka eftir viðbrögðum þess - það get- ur reynst gagnlegt við per- sónusköpun." Hver eru helstu hugðarefni þín í dag? „Þau eru mörg. Til dæmis er mér mjög hugstætt hvernig er hægt að stöðva þá hrikalegu gróð- ureyðingu sem á sér stað á landinu okkar. Eftir rúmlega 1100 ára búsetu er aðeins þriðjungur af upprunalegri gróðurþekju landsins eftir og þar af aðeins 15% af kjarr- lendinu. Ég hef verið að reyna að vekja at- hygli fólks á því sem er að gerast. Margir álíta að landið hafi alltaf verið svona bert og blásið og hugsa ekkert út í hvers vegna. Skógarhögg og leit búfjár sem valsar um landið óheft hafa valdið þeim skaða sem orðinn er. Ég álít að hægt væri að stunda hér ræktunarbúskap í stað rányrkju og hálfgerðs hirðingjabúskapar. Nú er svo komið að bændur í Mývatnssveit, sem er orðin eins og vin í eyðimörk, þurfa að standa yfir rollum sínum því þeir reka þær allt of snemma á illa gróið land, gegn ráðum Náttúruverndar- ráðs. Hvernig endar það? Það kostar millj- ónir að bæta skaðann og á eftir að valda af- komendum okkar í landinu ómældum erf- iðleikum. Það þarf að hafa sérstök beitarlönd sem haldið er í rækt og afgirt í stað þess að þurfa að víggirða hvern einasta smáreit sem rækta á. Þá gætum við farið að rækta upp landið af viti - fyrr ekki. Því með lausabeitinni í dag höfum við ekki undan í landgræðslunni og milljónatugir fara í girðingar sem við borg- um.“ Hvernig kviknaði ást þín á náttúru Islands og eldmóður varðandi friðun landsins? „Frá því ég var krakki hef ég verið að rækta tré og blóm. Fyrst í pínulitlum dúkku- görðum með holtablómum og síðan í stærri einingum þar sem ég hef búið hverju sinni, nú síðast í sumarbústaðalandinu sem er einn hektari að stærð. Líklega hef ég verið í grónu landi í síðasta lífi og fundist svolítið bert og kaldranalegt við komuna hér á Frón.“ Hefurþú alltaf verið andlega sinnuð? „Það var alltaf farið með bænir með okk- ur systkinunum á kvöldin og ég var aldrei í vafa um að Guð heyrði þær. Jól og páskar voru heilagar hátíðir og föstudaginn langa tók ég svo hátíðlega sem krakki að ég fór í tvær messur, fyrst í þjóðkirkjuna og síðan í þá kaþólsku.“ Hefur afstaða þín til trúmála breyst í gegn- um tíðina? „Já, því seinna fór ég að hugsa sjálfstætt um þessi mál. Þá var ýmislegt sem ég átti erfitt með að skilja. Okkur er kennt að Guð stjórni öllu og sé alvitur og algóður. Hvernig getur Hann þá mismunað svona börnum sínum frá fæðingu og hvers vegna lætur Hann þá alla þessa þjáningu viðgangast á jörðinni án þess að grípa í taumana?“ Hver er tilgangurinn með lífi okkar hér á jörðinni? „Þegar ég fór að kynnast hinni ævafornu speki Austurlanda, fannst mér eins og ég væri að rifja eitthvað upp sem ég hefði verið búin að gleyma. Hún kom svo kunnuglega fyrir sjónir og svaraði mörgum þeim spurn- ingum sem ég hafði verið að velta fyrir mér. Hvers vegna þetta mannlíf hér? Hvaðan komum við og hvert förum við? Þróunarheimspekin er mitt aðaláhugamál núna. Hana hef ég verið að skoða í nokkur ár og bera saman við skólaheimspekina. Ég sat í tímum hjá Páli Skúlasyni í tvo vetur og í siðfræði hjá Birni Björnssyni eina önn. Dul- spekin segir að til sé aðeins einn raunveru- leiki sem innifeli allt í tilverunni, „Hið eina í öllu“. Við erum hluti af þessum veruleika og þess vegna hvert öðru háð. Allt sem við hugsum og gerum hefur því áhrif á heildina til ills eða góðs. Lögmál tilverunnar eru or- sök og afleiðing. Jörðin er skóli mannkyns- ins á þroskabraut til æðri sviða, gegnum ótal æviskeið. Til þess að verða fullnuma hér og komast á æðri svið, þurfum við að vera búin að ganga í gegn um alla þá ólíku reynslu sem mannlífinu fylgir. Þetta eru allt saman próf- verkefni okkar og með reynslunni kemur viskan, án reynslunnar lærum við ekkert. Síðan taka við æðri reynslusvið. Sagt er að þroski mannssálarinnar sé næstum óendan- legur. Spennandi, elcki satt? Að svara þessari spurningu er næstum ógerlegt í fáum orðum. Þó er þetta svo „FRÁ ÞVÍ ÉG VAR KRAKKI HEF ÉG VERIÐ AÐ RÆKTA TRÉ OG BLÓM." óendanlega einfalt og sjálfsagt ef maður hlustar á sína innri rödd sem veit þetta allt frá því í árdaga. Það er bara að vakna af svefni blekkingarinnar sem umlykur okkur. Þú spurðir og ég get aðeins svarað eftir mínu viti, en reynslan hefur sýnt mér að við- horfið til tilverunnar hefur gerbreyst við það að vakna!“ ■ g^ MYLSNA Halla Margrét Jóhannesdóttir starfaði í sumar með sænskum leikhópi sem kaiiar sig „Babúskurn- ar" og sýndi í Stokkhólmi. Verkið nefndist „Ingen gár sáker, sýning um þrár og drauma" og var skrifað fyrir hópinn af Sofíu Fredén og byggði hún textann á viðtölum við fjölda fólks á öllum aldri um þrár þess og drauma. Við höfum fregnað að Halla Margrét hafi vakið mikla athygli, slegið í gegn, fyrir leik sinn (og söng) i sýningunni og aðspurð lætur hún mjög vel af þessu starfi: „Þó að Svium hætti kannski um of til að taka þær systur Önnu Lisu og Diskúsjónu með sér I vinnuna, þá má mikið af þrautseigju þeirra og dugn- aði læra." íslenska óperan hefur nú I fyrsta skipti ráðið leikstjóra til eins leikárs: sá lukkulegi er Halldór E. Laxness. Hlín Agnarsdóttir er nú ráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu og tveir nýir leikstjórar voru ráðnir að Þjóðleikhúsinu I haust, þau Hallmar Sigurðsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Sé Þórhallur Slgurðsson talinn með (en hann hefur í reynd verið starfandi sem fastur leikstjóri við Þjóðleikhúsið um nokkurt skeið) njóta nú semsé 5 leikstjórar á landinu a.m.k. tímabundins „atvinnu- öryggis". í Félagi leikstjóra á islandi eru 67 félagar og við nánari athugun sést að langflestir þeirra starfa I reynd að leik- stjórn þó að býsna margir séu einnig leikarar. Það eru m.ö.o. meira en hálft hundrað manns í harkinu um leikstjórn- arvinnu! 25

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.