Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 17

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 17
LEIKHÚSMÁL Tinna Gunnlaugsdóttir, tilraunaleikari Finnsk- íslenskir órar Það er alltaf gaman að undarlegum hugmyndum og hver getur sagt að það sé annað en undarleg hugmynd að setja saman leiksýningu þar sem textinn er talaður jöfnum höndum á finnsku og íslensku. Ekki er heldur verið að sækja efniviðinn í eitthvað léttvægt dægur- þras, nei. Grísku harmleikirnir eða öllu heldur nokkur hörmuleg- ustu og harmrænustu augnablik þeirra Evrípídesar, Æskilosar og Rómverjans Seneca eru grunnurinn að handriti tilraunverkefnisins Órar. Ég fékk óvænt tækifæri til að taka þátt í þessari samnorrænu til- raunavinnu síðastliðið vor og vera með í því að gera hugmynd og draum að veruleika. Ég ætla ekki að fjölyrða um aðdraganda verkefnisins, en það er ljóst að Kári Halldór Þórsson og Kaisa Korhonen leikstjórar eru upphafsmenn og að þessi hugmynd hefur legið á teikniborðinu hjá þeim í bráðum tvö ár. Síðar komu til sögunnar Sekko Parkkinen handritshöfundur, Esa Kyllönen ljósahönnuður, Sari Samela leik- mynda- og búningahönnuður og fleiri sem ásamt þeim fylgdu hug- myndinni úr hlaði. Við vorum sex íslensku leikararnir sem ferðuðumst til Finnlands. Auk mín þau Arnar Jónsson, Ingvar Sigurðsson, Björn Ingi Hilmars- son, Bára Lyngdal og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Sex finnskir leikarar biðu okkar þar. Tvífarar í sömu hlutverkum, spegilmyndir eða and- hverfur. Við höfðum viku hér heima til að undirbúa okkur. Lesa í gegnum handritið, skoða örlítið þessa fjölskyldu haturs og hefnda: Agamem- non, Klítemnestru, Ægistos, Kassöndru, Elektru, Orestes og Ifígeníu. Líka feður Agamemnons og Ægistosar, þá Atreif og Þíestes. Það eru gömul sannindi og ný að hatur elur af sér hatur; syndir feðranna koma niður á börnunum. Hefndarskyldan sem börnin taka í arf verður að þungamiðju. Þeim tekst ekki að lifa nokkru lífi fyrr en réttlætinu hefur verið fullnægt, sá sem drap hefur verið drepinn. En Tinna og Ingvar Sigurðsson: Klitemnestra og Ægistos.

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.