Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 40

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 40
LEIKHÚSMÁL Ballett Ballet státar ekki af langri hefð í Noregi fremur en hér á landi, en þar á danslistin auknu fylgi að fagna um þessar mundir og hefur norska ríkisstjórnin ákveðið að veita þessari listgrein sérstakan forgang í fjárveitingum. Á ýmsum stöðum hafa verið stofnaðir danshópar sem starfa að mestu leyti á grundvelli atvinnumennsku. Má til dæmis nefna staði eins og Tromso, Harstad, Þrándheim og Skien. - í norska þjóðarballettinum, sem sinnir einkum klassiskum dansi, eru 46 dansarar. Margir litlir hópar hafa skotið upp kollinum og eru þeir sumir hverjir óhræddir við nýjungar. Og þar í landi hafa komið fram mjög svo spennandi danshöfundar. Hér sést atriði úr sýningu Scirocco-dansflokksins á Absence defer. Höfundur er Ina Christel Johannessen. Þessi dálkur verður helgaður tíma- mótaviðburðum í leiklistarsögu líð- andi stundar. Þar sem ritnefnd get- ur sjálf ekki verið alstaðar heitir hún á liðveislu félaganna við aðfá í hann efni og helst myndir því að það er samdóma álit reyndra blaðamanna og hálcerðra fjölmiðla- fræðinga að svokallaður óskil- greindur „almenningur“ hafi helst áhuga á slíkum fréttum og því örvi þetta sölu - og ekki veitir okkur af til að hafa inn fyrir prentkostnaði. HVERJIR VORU HVAR? Tvífari Baltasars Kormáks kom að máli við ritnefnd og kvartaði undan því að hvergi hefði þess sést getið í sumar þótt hann hefði oft brugðið sér á kaffihús og bari. Ritnefnd er ljúft að bæta úr þessu; jafnframt ráðlagði hún tvífaranum að færa sig vestur í bæ, þar sem frumritið var öllum stundum á kafi að æfa rokk-hryllinginn sinn. 9 Föstudaginn 25. ágúst sl. sást Þóra Friðriks- dóttir á gangi eftir norðanverðum Laugaveg- inum, neðarlega. Ekki tókst ritnefnd að graf- ast fyrir um hvað hún var að gera þarna, en hún hélt á stórum plastpoka. Og sléttri viku seinna, sást Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir inni í Hagkaupum í Skeifunni með meira en hálffulla matarkörfu. Þær geta það þessar fastráðnu... 9 I fyrstu viku septembermánaðar sást Stefán Baldursson sitja við hringborðið í matsal starfsfólks Þjóðleikhússins og borða saltfisk. Við sama borð sat Kristín Hauksdóttir sýn- ingarstjóri. Einnig hún snæddi saltfisk. Heimildarmanni blaðsins mistókst að kom- ast að því hvað þeim fór á milli en kvað þau bæði hafa haft góða matarlyst (sem skýrir að hluta hversvegna svo erfitt var að greina mál þeirra). Mikil kátína braust út í lokahófi Leikfélags Reykjavíkur að afstöðnu leikári í vor og stóð teitið með miklum fagnaði, dansi og gleðilátum fram í rauðabítið og raunar miklu lengur. Þarna var margt stórmennið samankomið. Ágúst Guðmundsson, filmari 38

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.