Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 32

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 32
Þrek og tár: Edda Bachmann og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Þjóðleikhúsið Á stóra sviði Borgarleikhússins er alíslensk- ur vetur og er það trúlega einsdæmi. En Þjóðleikhúsið státar af þremur háklassískum verkum á sinni verkefnaskrá. Jólasýningin verður Don Juan eftir Moliére; verk sem frumsýnt var í París 1665 og hefur æ síðan verið á verkefnaskrám metnaðarfullra þjóð- arleikhúsa á meginlandinu, en kemst nú loksins á svið í Þjóðleikhúsi Islendinga rétt fýrir lok 20. aldar! Leikfélag Akureyrar á heiðurinn af íslensku frumuppfærslunni árið 1973 (leikstj. Magnús heitinn Jónsson; aðalhlutverk: Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson). í forsvari fýrir sýningu Þjóðleik- hússins nú verða Litháarnir þrír með leik- stjóranum Rímas í fararbroddi, hinir sömu og stóðu að sýningu á Máfinum í hitteðfýrra sællar minningar. Flagarinn frægi verður teikinn af nafna hans Jóhanni Sigurðarsyni en þjónn hans Scaranelle af Sigurði Sigur- jónssyni. - Seint í vetur ætla svo þeir Guðjón Pedersen og Hafliði sem gert hafa Iukku með Shakespeare-sýningum sínum (Óþelló, Drauminum og Rómeó og Júlíu) að stjórna gamanleiknum Sem yður þóknast í þýðingu Helga Hálfdanarsonar (þetta var reyndar fýrsta Shakespeare-þýðing hans). 43 ár eru liðin frá því er Þjóðleikhúsið flutti það verk undir stjórn Lárusar Pálssonar, með Bryn- dísi Pétursdóttur sem Rósalindu og Haraldi Björnssyni sem Jakobi. - En óvæntast er kannski að nú á að frumflytja á íslandi Leitt hún skyldi vera skcekja eftir John Ford - eitt þeirra verka sem Bretar telja til klassískra leikbókmennta sinna og leika sjálfir við vin- sældir enn í dag. Ford, nokkru yngri en Shakespe- are, skoðar mannskepnuna óvægum augum, í verkinu fjallar hann um siðspillingu, græðgi, mannvíg, morð og sifjaspell og er þar engum hlíft. Karl Ágúst Úlfsson hef- ur þýtt verkið af alkunnri bragfimi sinni en Baltasar Kormákur verður nú í fyrsta sinn leikstjóri í Þjóðleikhús- inu og fiskar nú á dýpri og auðugri miðum en hingað til. - Þjóðleikhúsið forsómar heldur ekki íslensk verk, leikárið hefst með framhaldi sýninga á Stakkaskiptum Guðmundar Steinssonar en síðan verður fmmsýndur söngleikur Ólafs Hauks Þrek og tár (leikstj. Þórhallur Sig- urðss.): sá húmor og skiln- ingur höfundar sem einkenndi Gauragang- inn góða, svífur líka yfir vötnunum í þessari lýsingu hans á reykvísku mannlífi 7. áratug- arins og enga sérstaka bjartsýni þarf til að búast við svipuðum viðbrögðum áhorfenda. Um miðjan vetur stjórnar svo Þórhallur leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur á hinni rómuðu skáldsögu Tröllakirkju eftir Ólaf Gunnarsson, harmleik íslenska athafna- mannsins (leikinn af Arnari Jónssyni). Á verkefnaskránni er og áætluð sýning á frumraun Karls Ágústs sem leikskálds, en hann sat nú nýverið um tveggja ára skeið á háskólabelck fýrir rithöfunda í Bandaríkjun- um. Verkið gerist í íslensku sjávarplássi; leik- stjóri er Hallmar Sigurðsson. En fyrst á Litla sviðinu verður sýning Maríu Kristjánsdóttur á afar sérkennilegu verki, sem hlotið hefur á íslensku heitið Sannur karlmaður. Höfundur er hið kunna þýska leikskáld Tankred Dorst, og vinnur hann leikinn upp úr suðuramer- ískri sögu sem fjallar í reynd um hina órann- sakanlegu vegi ástarinnar. I aðalhlutverki er Halldóra Björnsdóttir. Ef frá er talin áætluð vorsýning á „litlum“, þ.e. fámennum, gam- ansöngleik effir sænska Finnann Bengt Ahl- fors á Smíðaverkstæðinu eru önnur ný verk á skrá Þjóðleikhússins bresk eða bandarísk. Ber þar fýrst að telja fyrirhugaða sýningu Þórhildar Þorleifsdóttur á Glerbrotum eftir nútímaklassikerinn Arthur Miller, sem enn sannar á síðustu árum, þrátt fýrir háan ald- ur, yfirburði sína í að segja sögu af fólki þannig að úr verði annað og meira en saga tiltekinna einstaklinga. Eða af hvaða toga eru veikindi bandarísku konunnar sem missir máttinn við að lesa í blöðunum um meðferðina á gyðingum í Þýskalandi? Þarf hún einhverjar áhyggjur að hafa af þessu? Aðalhlutverk: Guðrún Gísladóttir og Sig- urður Sigurjónsson. - Enn ber að nefna breskt verðlaunaleikrit, Leigjandann eftir Jóhann og Sigurður búa sig undir æfinga á Don Juan. nýliðann Simon Burke, í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar sem verður frumsýnt strax í haust á Smíðaverkstæðinu (hið vinsæla Taktu lagið Lóa verður líka tekið upp, sem og barnaleikritið Lofhrœddi örninn). I Leigj- andanum segir frá skuggahliðum stórborg- arlífsins sem því miður eru ekkert framand- legar okkur lengur. I aðalhlutverkum verða Tinna Gunnlaugsdóttir og Örn Árnason. - Manneskjan verður víst hvergi meira ein- mana en í stórborg og í hópi þessa einmana fólks er aragrúi af ekkjum: hvernig takast þær á við söknuð sinn og breytt lífshlutverk, hvernig þreyja þær þorrann? Um það fjallar bandaríska leikritið Kirkjugarðsklúbburinn eftir Ivan Menchell srem Andrés Sigurvins- son leikstýrir á Litla sviðinu í vetur. Og loks er ótalið barnaleikritið Kardemommubœr- inn, valið verður víst ekki talið sérlega frum- legt! - Reyndar sker eitt ögn í augu þegar litið er á verkefnaskrár beggja „stóru“ leik- húsanna hlið við hlið: bæði hefja leikárið á söngleik (beint á eftir þremur söngleikjum sumarsins), bæði sýna sviðsettar skáldsögur um miðjan vetur, bæði geyma frumsömdu íslensku verkin þangað til seinast og bæði barnaleikritin verða frumsýnd fyrir jól og koma úr sömu átt. Hvað stjórnar þessu? Er þetta hagstætt og þá fyrir hvern? - En víst má fagna mikilli fjölbreytni á verkefnaskrám leikhúsanna í ár og mega bæði áhorfendur og leikhúsmenn hugsa gott til glóðarinnar. 30

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.