Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 34

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 34
Guðrún Þ. Stephensen Hugleiðingar um útvarpsleikhús jóðin hefur nú búið við það undan- farna mánuði, að leikritaflutningur hefur lagst af í Ríkisútvarpinu. Veld- ur þar verkfall leikara. Er kannski öllum sama? Ríkir fullkomið áhugaleysi um þessi mál - og þá áhugaleysi hvers, mætti spyrja. Varla hlustenda. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt, að almenningur hlustar mikið á leikrit í útvarpi. Tekin var upp sú nýbreytni fyrir nokkru, að fólki gafst kostur á að hringja og velja sér leikrit. Var boðið upp á þrjú leikrit hverju sinni. Og viti menn, það skorti ekki undirtektir. Fólk hringdi lát- laust - mundi oft vel eftir leikritunum - átti sér uppáhaldsleikara og langaði að heyra aftur. En það má ljóst vera að úvarpsleikhús má ekki reka með þeim hætti, að hlustendur séu bara að rifja upp liðnar unaðsstundir á þeim „gömlu, góðu dögum“ enda var það aldrei meiningin. Leiklist í útvarpi þarf að sjálfsögðu að vera framsækin, vaxtarbroddur í lifandi leiklist líðandi stundar. Ungu menntuðu leikararnir okkar verða að eiga þess kost að hasla sér völl á þessum vettvangi ekki síður en öðrum. Það er líka umhugsunarvert, að þarna, þ.e. í útvarpinu, kynnast kynslóðirn- ar og oft er þetta eini staðurinn, sem leiðir saman starfsmenn beggja stóru leikhús- anna, sem ella mundu sjaldan blanda geði á vinnustað. Slíkt er bæði gagnlegt og skemmtilegt. En leiðum nú hugann aftur að hlustend- um, sem auðvitað eru aðalatriðið. Hvernig hefur þróunin orðið í vinsældum útvarps- leikritanna? Því miður heyrast oft óánægju- raddir, einkum meðal eldra fólks. Fólki finnst raddirnar í leikritunum renna saman, alltof mikill hávaði - leikhljóð og tónlist - og leik- ritin leiðinlegri en áður. Sjálfur textinn njóti sín ekki. Nei, það var nú eitthvað annað í gamla daga. Við skulum nú velta ýmsu fyrir okkur frá þessum gömlu dýrðardögum. Merkilega snemma hefst leikritaflutningur í hinu unga útvarpi okkar sem hefur ekki einusinni náð meðalaldri íslenskra karl- manna - hvað þá kvenna. Strax árið 1931 eru fluttir kaflar úr leikritinu Bóndinn á Hrauni og mörg fylgja fast á eftir. Það eru þau Har- aldur Björnsson og Soffía Guðlaugsdóttir sem eru frumkvöðlar í leikritaflutningi fýrstu áranna. Mjög fljótlega verður leikrita- flutningur fastur liður a.m.k. annað hvert laugardagskvöld. Þessi leikrit og þættir voru að sjálfsögðu öll flutt í beinni útsendingu. Fólk mætti á staðinn í sínu fínasta pússi, í stórt og myndarlegt stúdíó í Landsímahús- inu og lék af hjartans lyst og trúlega mikilli tilfinningu. Hlustendur klæddu sig líka upp á og sátu andaktugir við tækin sín. Hátíða- stundir! Oft var sýningum Leikfélags Reykja- víkur og Þjóðleikhússins útvarpað og hefur það verið mikill fengur fyrir landsbyggðar- Fyrsta leikritið tekib upp i Efstaleiti: Valur Gíslason, Þorsteinn Gunnarsson, Þorsteinn O. Stephensen og Georg Magnússon tæknima&ur. fólk sem sjaldan átti þess kost að fara í leik- hús. Sú sem þetta ritar man vel eftir stúdíóinu í Landsímahúsinu. Það var skemmtilegt á marga lundu - að vísu lak þakið nokkuð illi- lega síðustu árin, og var ýmsum ráðum beitt svo að lekinn truflaði ekki upptökur eða út- sendingar. Þá minnist ég þess, að það þótti mikil framför, þegar hurðin góða var smíð- uð; tréhurð með góðum húni á statívi, og var nú hægt að skella hurðum, opna hægt með ískri og sýna fleiri tilþrif með hjálp hurðar- innar. Hún fýlgdi leiklistardeildinni lengi og er sjálfsagt varðveitt einhvers staðar. - Þá voru öll leikhljóð (effektar) búin til á staðn- um með ýmsum ráðum og eru til af því margar smellnar sögur. Nú er tæknin tekin við að mestu. Á fýrstu 10 árum útvarpsins (1930—40) voru flutt alls 220 Ieikrit og fer svo fjölgandi ár ffá ári. Mjög lengi áttu leikritin sinn fasta sess í dagskránni: laugardagskvöldin. Síðar voru þau flutt á fimmtudagskvöldin, þ.e. effir að sjónvarpið tók til starfa 1966, en þá var í mörg ár hafður sá háttur á, að ekki var sjón- varpað á fimmtudögum. Er það enn til marks um vinsældir útvarpsleikjanna að sjálfsagt þótti að nýta þetta „fríkvöld" fyrir þau. Síðustu árin hefur verið hringlað ansi mikið með þann tíma, sem leikritunum er ætlaður og tel ég það mjög miður. Hlustend- ur kunna að meta það, að geta vitað fýrir víst, hvenær leikritin eru flutt - að hafa þau á sín- um vísa stað í dagskránni. Þetta held ég, að sé mjög mikilvægt. Við skulum nú fýlgja leiklistardeildinni stað úr stað í stuttum minningarbrotum, sem svo sannarlega eru engin skýrsla um starfsemi hennar. - Á sjötta áratugnum var notað stúdíó á Klapparstíg 26 í þó nokkur ár. Þar var vissulega þrengra um fólk en í Land- símahúsinu, en ekki held ég það hafi komið niður á gæðum né magni þess efnis sem flutt var. Þetta var fremur lítið stúdíó, 70 fermetr- ar eða svo, og ekki í önnur hús að venda. Maður gat að vísu brugðið sér fram á stiga- gang, þar sem strákarnir þeirra Jóns Þórar- inssonar og Eddu Kvaran voru oft að göslast. Það gat oft komið sér vel að hafa þetta afdrep ef öldur risu hátt inni á vinnustað, sem komið gat fýrir sem betur fer. Það var hiti í mönnum í dentíð, og er vonandi enn. Á Klapparstígnum fékk faðir minn, Þor- steinn Ö. Stephensen, svolitla skrifstofu- kompu í fýrsta sinn; hann var þá orðinn leiklistarstjóri. 32

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.