Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 12
LEIKHUSMAL oft og tíðum virst sem leikarar hafi tilhneig- ingu til að líta svo á að leikritahöfundar séu fyrst og fremst hugmyndasmiðir eða frjóir skipuleggjendur atburðarásar og því sé í raun nægjanlegt að koma 'hugmyndum' þeirra á framfæri og megi þá einu gilda hvort það sé gert með orðalagi leikarans eða persónunnar. Leikarar eiga það til að leiða hjá sér þá stað- reynd að góð leikskáld eru ekki síður 'bygg- ingameistarar' hins talaða orðs og þeir snjöll- ustu leggja mikið upp úr því að ljá persónum sínum mismunandi og ólíkt málsnið eftir persónugerð, greind, húmor, menntun, við- horfum, þjóðfélagsstöðu, aldri, kyni o.s.frv. Að læra texta „efnislega“ kemur leikaranum yfirleitt í koll sjálfum, ekki síst þegar um bundið mál er að ræða, enda óhægt um vik, hversu gáfaður sem leikarinn er, að impró- vísera mikið inn í Shakespeare eða Molíere. Leikarar og þýðendur lappa upp á höfundinn í tilteknum raffíneruðum kómedíum, t.d. í verkum höfunda eins og Kaufman & Hart eða Neil Simon, sem byggja mikið á flóknum orðaleikjum, má engu skeika í þessum efn- um, þar sem setningabyggingin er eins og mósaíkverk eða spilaborg; ein flís á röngum stað og heildarmyndin gengur úr skorðum; einu spili ofaukið og spilaborgin hrynur; einu smáorði hnikað til og kómískt tilsvar fellur dautt. Þegar kemur að persónugerð í erlendum leikverkum, sem þýdd hafa verið fyrir íslenskar uppfærslur, eru leikararnir ekki nærri alltaf sökudólgarnir, heldur öllu oftar fórnar- lömb, einkanlega í þeim tilfellum þegar þýðendur taka af þeim ómakið, enda eru íslenskir þýð- endur margir hverjir ötulir við að ljá persónum þeirra leikrita sem þeim er falið að þýða, eina sam- stæða tegund orðfæris eða málsniðs: þ.e. málfar þýðandans. Þess vegna er varla á bætandi þegar leikarinn fer að fikta í textanum og gera hann að Textakunnátta og tempó Leikstjórar sem hyggjast ljá uppfærslum sínum til- tekinn stíl með velskipu- lögðum og nákvæmum tímasetningum, ákveðnu 'tempói' og hrynjandi, standa sí- fellt frammi fyrir þeim vanda að leikararnir taka af þeim völdin og leika á sínu prívat- tempói eða samkvæmt þeim hraða og takti sem hentar textakunnáttu þeirra. Þess eru fjölmörg dæmi að íslenskar uppfærslur á er- lendum leikhúsverkum taki allt að þrem stundarfjórðungum lengri tíma í sýningu hér en tilfellið er meðal annarra þjóða og er þar ekki eingöngu við þýðendur að sakast, þótt þeir hafi auðvitað ríka tilhneigingu til málalenginga, eins og íslensk tunga býður raunar uppá, ef ekki er gætt hófs. Gamanleik- ir, þ.e. kómedíur og/eða farsar eiga það til að falla dauðir og með meiri skelli í upp- færslum á íslensku leiksviði en önnur verk; ekki vegna þess að við eigum ekki nógu góða leikara, heldur er dánarörsök- in hið sígilda banamein allrar kómedíu, þ.e. 'seinagangur' og 'tempó-leysi', sem hefur í för með sér ómarkvissar tímasetningar en þar með er stoðunum kippt undan einu helsta grundvallaratriði kómedíunnar. Gefum nú Barkworth orðið aftur: „Þegar Noel Coward færði upp sín eigin verk, krafð- ist hann þess að leikararnir kynnu textann út í hörgul, strax á fyrstu æfingu, og ekkert múður. Og seint gleymi ég því sem einn róm- aðasti leikstjóri sinnar tíðar, Murray MacDonald, sagði eitt sinn við mig: „Leikarar sem ekki nenna að læra heima og sóa dýrmætum æfingatíma í að rifja upp textann sinn, ganga svo nærri geðheilsu minni að ég hef oft verið kominn á fremsta hlunn með að segja skilið við þetta starf.“ - (Enda eru æfingarnar til þess að æfa leikritið; ekki til að læra textann eða láta hlýða sér yfir hann.) Ójafnvœgi í leikhópnum? En til að taka af öll tvímæli: ástæðan fyrir því að ég hef sjálfur trú á að leikarar eigi að kunna textann utanbókar áður en æfingar hefjast, hefur ekkert með það að gera að vilja geðjast leikstjórastétt- inni, síður en svo. Þú gætir einmitt fengið bágt fýrir framtakssemina hjá öllu þínu samstarfsfólki, jafnvel leikstjórunum; kolleg- Enda eru æfingarnar til þess að æfa leikritið, ekki til að læra textann. arnir gætu orðið þér verulega gramir fýrir að vera lengra kominn en þeir og skapa þannig ójafnvægi í leikhópnum. En „ójafnvægi“ af því tagi hefur þó oft hin heilnæmustu áhrif á andrúmsloftið, ekki síst þegar lítill tími er til stefnu, því þitt framtak getur verkað hvetj- andi á hina, í þá veruna að fara að taka til hendi. Samleikur - mótleikur Ég læt þess þó getið að ég hef verið sak- aður um það á æf- ingatímanum að vera ekki nógu móttækilegur fýrir hugmyndum mót- leikara minna af þeirri ástæðu einni að ég var búinn að læra textann minn utanbókar; ég hef verið sakað- ur um að ég léti mér í léttu rúmi liggja hvað hinir væru að gera og ég hefði ekki tilfinn- ingu fyrir þeim blæbrigðum sem þeir væru einmitt 'í þann veginn' að uppgötva í sam- bandi við sínar rullur! Persónulega finnst mér þessu vera þveröf- ugt farið. Leikari sem ekki kann textann og vill byrja „frá grunni" eins og margir kjósa að kalla það, er miklu uppteknari af sjálfum sér en sá sem kann textann - og því tæpast í stakk búinn til að veita eftirtekt því sem þú eða aðrir hafa fýrir stafni, af þeirri einföldu ástæðu að viðkomandi er annaðhvort með andlitið á kafi ofan í handritinu sínu eða í hrókasamræðum við hvíslarann. Leikari sem ekki hefur tileinkað sér text- ann eða lært hann utanbókar, „reagerar“ ekki á það, sem aðrir eru að fást við á æfing- um, einfaldlega vegna þess að hann „getur það ekki“; á meðan sá sem kann textann hef- ur allt frá fýrstu æfingastundu getað „fylgst með mótleikurum sínum“ - „beint orðum sínum til þeirra“ - „hlustað á þá“ og „reager- að á þá“... og er jafnvel með fjárans heftið í höndunum, til þess að vera ekki „félagsskít- ur“ og forða hinum frá vanmetakennd enda svo sem í lagi að hafa bókina við höndina fýrstu æfingastundirnar, meðan verið er að „koma textanum heim og saman í flutningi“, eins og nánar verður vikið að síðar. Sameiginleg reynsla margra þeirra leikara sem ég hef rætt við er sú að það séu ekki síst þessi litlu „spontan“ augnablik í samspili leikaranna, snemma á æfingatímabilinu, sem gagnast þegar til lengri tíma er litið og koma persónusköpuninni á rekspöl; en því aðeins að manni hafi gefist næði frá heila- brotum um textann til að færa sér í nyt þessa reynslu og leggja á minnið og tileinka sér það sem nýtilegast er. “ Það er nöturlegt að þurfa að horfa upp á gáfaða (og stolta) leikara verja stórum hluta æfingatímans í að rifja upp texta sem þeir 10

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.