Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 35

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 35
Margrét Helga Jóhannsd. og Sigrún Edda Björnsdóttir. Næsti áfangastaður útvarpsins var svo á Skúlagötu 4, í Fiskifélagshúsinu svonefnda. Þangað flutti það 1959 og var þar til húsa allt til ársins 1987, þegar útvarpið fiutti í eigið húsnæði við Efstaleiti. Á Skúlagötu hafði leiklistardeildin ffemur lítið en gott stúdíó. Það var notalegt, útsýnið dýrðlegt yfir sund- in blá. En eftir því sem árin liðu þótti leikur- um verra að sætta sig við aðstöðuleysið á göngunum, því að um setustofu var ekki að ræða. En það var þó hægt að skreppa í kaffi og mat á næstu hæð. Á Skúlagötunni voru að sjálfsögðu gerðar flestar upptökur á leikritum sem til eru í safni Ríkisútvarpsins. Það var mikil breidd í verkefnavali á þessum árum og ekkert hik við að ráðast í stærstu verk leikbókmennt- anna. Þar skiptust á gaman og alvara, stór verk og smá, íslensk og erlend jöfnum hönd- um. Mér er kunnugt um að leiklistarstjórar þurftu oft að heyja harða baráttu fyrir því að halda reisn deildarinnar á lofti, því að þetta var að sjálfsögðu nokkuð dýr útgerð. En það tókst. Mig rak þessvegna í rogastans, satt að segja, þegar ég rakst á það í ársskýrslu RÚV 1983, að þáverandi leiklistarstjóri, )ón Viðar Jónsson, gerði það að tillögu sinni, að hætt yrði að flytja eitt leikrit í viku hverri, eins og tíðkast hafði um margra áratuga skeið. Breyting þessi skyldi vera liður í stærri áætl- un, sem hefði þau markmið „að gera leiklist- arflutning Hljóðvarps fjölbreyttari“ og „bæta skilyrði leiklistardeildar til að vanda verkefnaval og fága listræn vinnubrögð." - Ég læt lesendum þessa greinarkorns eftir að meta árangur þessara breytinga. Nú-nú; í Efstaleitinu er glæsilegt leiklist- arstúdíó með öllum græjum og, sem betur fer, okkar frábæru tæknimönnum sem alltaf geta gert gott úr öllu. Leðursófar til að hvíla sig í; kaffistofan við hornið: það fer vel um fólk. Samt er það í verkfalli og er kannski ekki að furða því að launin eru átakanlega lág. Fólk verður að bera eitthvað úr býtum fyrir vinnu sína - leikarar líka. Minningar mínar úr Efstaleiti eru fábrotnar - enda er það hús framtíðarinnar. Að lokum vil ég bera fram þá frómu ósk, að stærsta leikhús þjóðarinnar, útvarpsleik- húsið, lognist ekki út af, án þess eftir sé tek- ið. Mér sýnist margt benda í þá veru, satt að segja. Það var byggt upp af metnaði og stór- hug og því ber að fýlgja eftir - menningu okkar til heilla. Bríet Héðinsdóttir Útvarpsleikhús - in memoriam? egar ljósmyndin kom fram var haft á orði að nú væru dagar málaralistar taldir. Þegar kvikmyndin kom til sögunnar var því spáð að dagar leik- hússins væru taldir. Eftir að sjónvarp varð almenningseign hafa ýmsir látið í veðri vaka að listrænn flutningur á innihaldsríku efni, svo sem leikritum í útvarpi, heyrði nú sög- unni til. Og sú hefur að vísu orðið raunin á í ýmsum löndum: síbyljan illræmda hefur orðið allsráðandi. En í öðrum menningar- löndum svo sem Bretlandi og Þýskalandi lif- ir útvarpsleikhúsið eftir sem áður góðu lífi. Þegar best lætur eru útvarpsleikrit sjálfstætt listform. En útvarpsleikhús gegnir einnig fjölþættara menningarhlutverki: það er skil- virkasta og vinsælasta leiðin til að kynna al- menningi gamlar og nýjar leikbókmenntir (og reyndar fleiri bókmenntagreinar) og það er gróðrarstöð fýrir upprennandi leikskáld. Útvarpsleikhús er líka langódýrasta aðferðin til að gegna slíku hlutverki þó að leiklistar- flutningur sé að vísu tiltölulega dýr dag- skrárliður í útvarpi. Allt veltur þetta á for- gangsröðun - málið snýst um menning- arpólitík. Á frumbýlingsárum Sjónvarpsins voru flutt allmörg leikrit sem fengu mjög góðar undirtektir almennings. Vissulega var þar byrjendabragur á, en vænta mátti að það stæði til bóta. Þess í stað fékk sjónvarpsleik- húsið hratt andlát og nú er svo komið að Sjónvarpið fúlsar við upptökum á heilum leikritum sem þegar hafa verið tekin upp annars staðar en eru föl Sjónvarpinu á hag- stæðu verði(dæmi: Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem unnið var af atvinnufólki, tæknimönnum, leikurum og leikstjóra í myndveri utan RÚV - allt í sjálfboðavinnu). Ýmis teikn eru nú á lofti um að RÚV sem státar oft af menningarhlutverki sínu og skyldum sé nú einnig að ganga af íslenska útvarpsleikhúsinu dauðu. Allt ber að sama brunni: leikritum fækkar, hringlað er með útsendingartíma - sem er öruggasta leiðin til að fækka hlustendum - mest ber nú á hádegisleikritum svokölluðum. Það er flutningsform sem hæfir einkar vel þar til skrifuðum sápum og krimmum en gerir öðrum verkum mjög misgóð skil, oft alls- endis ófullnægjandi, og er stundum hrein- asta skemmdarstarfsemi á höfundarverki. Laun leikara í útvarpsleikritum hafa lengi verið svo léleg að engan þeirra munar neitt að ráði um langt verkfall. En sú stefna RÚV sem fram kemur í launamálum þeirra og þó fyrst og fremst í fjárveitingum til leiklistar- deildarinnar bendir til að þar sé hættulegt metnaðarleysi á ferðinni. Vaxandi þáttur alls kyns blaðurs um menningarmál kemur aldrei í staðinn fyrir sjálfstæða listsköpun og aðra frumsköpun útvarpsins; það er hún sem ræður úrslitum um hvort RÚV gegnir lögbundnu og nauðsynlegu menningarhlut- verki sínu. 33

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.